Ingi Þór: Gerum ekki óraunhæfar kröfur til 2015 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2015 14:30 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Keppni hefst á ný í Domino's-deild kvenna í kvöld er Íslandsmeistarar Snæfells mæta bikarmeisturum Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi lið áttust við bæði í lokaúrslitum deildarinnar í vor sem og bikarúrslitaleiknum fyrir tæpu ári síðan. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var fyrr í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna en lið hans trónir á toppnum með 26 stig af 28 mögulegum, fjórum stigum á undan Keflavík og Haukum.Úrvalslið kvenna í Domino's-deild kvenna með besta dómaranum, Sigmundi Má Herbertssyni og besta þjálfaranum, Inga Þór.Vísir/Ernir„Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk kemur undan jólunum og við mætum spenntar til leiks í kvöld,“ sagði Ingi Þór í samtali við Vísi í dag. „Síðast vorum við í hörkuleik á Ásvöllum þar sem við unnum í framlengingu.“ Þrátt fyrir gott gengi fyrir áramót veit hann að leikmenn hans eigi meira inni en þeir hafi sýnt. „Þær vita það sjálfar að þær geta betur og okkur finnst að við eigum talsvert inni. Við erum að spila á fáum leikmönnum og þurfum að ná því allra besta fram úr þeim öllum til að ná árangri.“ Snæfell varð Íslandsmeistari kvenna í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins og varð þar að auki deildarmeistari og meistari meistaranna. Liðið vann þar að auki 27 af 28 deildarleikjum sínum á árinu 2014.Það var mikil gleði í Stykkishólmi eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari í vor.Vísir/ÓskarÓ„Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að 2015 verði betra ár en 2014,“ segir Ingi Þór. „Síðasta ár var framar öllum vonum og titilinn í fyrra eitt af mínum helstu afrekum á ferlinum - að vinna nánast án Kana gegn þessum sterku liðum sem við mættum.“ „Svo misstum við mjög sterka leikmenn í sumar en María [Björnsdóttir] og Gunnhildur [Gunnarsdóttir] hafa komið mjög sterkar inn sem og útlendingurinn okkar. Ég er afar stoltur af því hvernig þetta hefur virkað.“ Hann reiknar auðvitað með því að Haukar mæti grimmir til leiks í kvöld enda á Snæfell möguleika á að auka muninn á milli liðanna í sex stig. „Þar að auki eru Grindavík og Valur ekki langt undan í næstu sætum á eftir. Það eru margir leikir á tímabilinu en hver þeirra telur þegar deildin er jöfn og spennandi.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira
Keppni hefst á ný í Domino's-deild kvenna í kvöld er Íslandsmeistarar Snæfells mæta bikarmeisturum Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi lið áttust við bæði í lokaúrslitum deildarinnar í vor sem og bikarúrslitaleiknum fyrir tæpu ári síðan. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var fyrr í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna en lið hans trónir á toppnum með 26 stig af 28 mögulegum, fjórum stigum á undan Keflavík og Haukum.Úrvalslið kvenna í Domino's-deild kvenna með besta dómaranum, Sigmundi Má Herbertssyni og besta þjálfaranum, Inga Þór.Vísir/Ernir„Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk kemur undan jólunum og við mætum spenntar til leiks í kvöld,“ sagði Ingi Þór í samtali við Vísi í dag. „Síðast vorum við í hörkuleik á Ásvöllum þar sem við unnum í framlengingu.“ Þrátt fyrir gott gengi fyrir áramót veit hann að leikmenn hans eigi meira inni en þeir hafi sýnt. „Þær vita það sjálfar að þær geta betur og okkur finnst að við eigum talsvert inni. Við erum að spila á fáum leikmönnum og þurfum að ná því allra besta fram úr þeim öllum til að ná árangri.“ Snæfell varð Íslandsmeistari kvenna í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins og varð þar að auki deildarmeistari og meistari meistaranna. Liðið vann þar að auki 27 af 28 deildarleikjum sínum á árinu 2014.Það var mikil gleði í Stykkishólmi eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari í vor.Vísir/ÓskarÓ„Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að 2015 verði betra ár en 2014,“ segir Ingi Þór. „Síðasta ár var framar öllum vonum og titilinn í fyrra eitt af mínum helstu afrekum á ferlinum - að vinna nánast án Kana gegn þessum sterku liðum sem við mættum.“ „Svo misstum við mjög sterka leikmenn í sumar en María [Björnsdóttir] og Gunnhildur [Gunnarsdóttir] hafa komið mjög sterkar inn sem og útlendingurinn okkar. Ég er afar stoltur af því hvernig þetta hefur virkað.“ Hann reiknar auðvitað með því að Haukar mæti grimmir til leiks í kvöld enda á Snæfell möguleika á að auka muninn á milli liðanna í sex stig. „Þar að auki eru Grindavík og Valur ekki langt undan í næstu sætum á eftir. Það eru margir leikir á tímabilinu en hver þeirra telur þegar deildin er jöfn og spennandi.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira
Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42