Ingi Þór: Gerum ekki óraunhæfar kröfur til 2015 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2015 14:30 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Daníel Keppni hefst á ný í Domino's-deild kvenna í kvöld er Íslandsmeistarar Snæfells mæta bikarmeisturum Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi lið áttust við bæði í lokaúrslitum deildarinnar í vor sem og bikarúrslitaleiknum fyrir tæpu ári síðan. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var fyrr í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna en lið hans trónir á toppnum með 26 stig af 28 mögulegum, fjórum stigum á undan Keflavík og Haukum.Úrvalslið kvenna í Domino's-deild kvenna með besta dómaranum, Sigmundi Má Herbertssyni og besta þjálfaranum, Inga Þór.Vísir/Ernir„Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk kemur undan jólunum og við mætum spenntar til leiks í kvöld,“ sagði Ingi Þór í samtali við Vísi í dag. „Síðast vorum við í hörkuleik á Ásvöllum þar sem við unnum í framlengingu.“ Þrátt fyrir gott gengi fyrir áramót veit hann að leikmenn hans eigi meira inni en þeir hafi sýnt. „Þær vita það sjálfar að þær geta betur og okkur finnst að við eigum talsvert inni. Við erum að spila á fáum leikmönnum og þurfum að ná því allra besta fram úr þeim öllum til að ná árangri.“ Snæfell varð Íslandsmeistari kvenna í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins og varð þar að auki deildarmeistari og meistari meistaranna. Liðið vann þar að auki 27 af 28 deildarleikjum sínum á árinu 2014.Það var mikil gleði í Stykkishólmi eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari í vor.Vísir/ÓskarÓ„Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að 2015 verði betra ár en 2014,“ segir Ingi Þór. „Síðasta ár var framar öllum vonum og titilinn í fyrra eitt af mínum helstu afrekum á ferlinum - að vinna nánast án Kana gegn þessum sterku liðum sem við mættum.“ „Svo misstum við mjög sterka leikmenn í sumar en María [Björnsdóttir] og Gunnhildur [Gunnarsdóttir] hafa komið mjög sterkar inn sem og útlendingurinn okkar. Ég er afar stoltur af því hvernig þetta hefur virkað.“ Hann reiknar auðvitað með því að Haukar mæti grimmir til leiks í kvöld enda á Snæfell möguleika á að auka muninn á milli liðanna í sex stig. „Þar að auki eru Grindavík og Valur ekki langt undan í næstu sætum á eftir. Það eru margir leikir á tímabilinu en hver þeirra telur þegar deildin er jöfn og spennandi.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Keppni hefst á ný í Domino's-deild kvenna í kvöld er Íslandsmeistarar Snæfells mæta bikarmeisturum Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi lið áttust við bæði í lokaúrslitum deildarinnar í vor sem og bikarúrslitaleiknum fyrir tæpu ári síðan. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var fyrr í dag valinn besti þjálfari fyrri hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna en lið hans trónir á toppnum með 26 stig af 28 mögulegum, fjórum stigum á undan Keflavík og Haukum.Úrvalslið kvenna í Domino's-deild kvenna með besta dómaranum, Sigmundi Má Herbertssyni og besta þjálfaranum, Inga Þór.Vísir/Ernir„Það er alltaf gaman að sjá hvernig fólk kemur undan jólunum og við mætum spenntar til leiks í kvöld,“ sagði Ingi Þór í samtali við Vísi í dag. „Síðast vorum við í hörkuleik á Ásvöllum þar sem við unnum í framlengingu.“ Þrátt fyrir gott gengi fyrir áramót veit hann að leikmenn hans eigi meira inni en þeir hafi sýnt. „Þær vita það sjálfar að þær geta betur og okkur finnst að við eigum talsvert inni. Við erum að spila á fáum leikmönnum og þurfum að ná því allra besta fram úr þeim öllum til að ná árangri.“ Snæfell varð Íslandsmeistari kvenna í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins og varð þar að auki deildarmeistari og meistari meistaranna. Liðið vann þar að auki 27 af 28 deildarleikjum sínum á árinu 2014.Það var mikil gleði í Stykkishólmi eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari í vor.Vísir/ÓskarÓ„Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að 2015 verði betra ár en 2014,“ segir Ingi Þór. „Síðasta ár var framar öllum vonum og titilinn í fyrra eitt af mínum helstu afrekum á ferlinum - að vinna nánast án Kana gegn þessum sterku liðum sem við mættum.“ „Svo misstum við mjög sterka leikmenn í sumar en María [Björnsdóttir] og Gunnhildur [Gunnarsdóttir] hafa komið mjög sterkar inn sem og útlendingurinn okkar. Ég er afar stoltur af því hvernig þetta hefur virkað.“ Hann reiknar auðvitað með því að Haukar mæti grimmir til leiks í kvöld enda á Snæfell möguleika á að auka muninn á milli liðanna í sex stig. „Þar að auki eru Grindavík og Valur ekki langt undan í næstu sætum á eftir. Það eru margir leikir á tímabilinu en hver þeirra telur þegar deildin er jöfn og spennandi.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Craion og Hardy best | Myndir KR á þrjá leikmenn í úrvalsliði karla í fyrri hluta Domino's-deildarinnar. 6. janúar 2015 12:42
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum