Geir: Strákarnir spiluðu bara illa í fyrri leiknum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 19:30 Geir Sveinsson þjálfar Magdeburg í Þýskalandi. vísir/getty Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, var eðlilega mun sáttari við frammistöðu Ísland í seinni vináttuleiknum gegn Þjóðverjum. Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, tók ítarlegt viðtal við Geir í dag sem sjá má í spilaranum hér neðst í fréttinni. Valtýr spurði fyrst um leikina tvo gegn Þýskalandi og hvað honum fannst um frammistöðuna í þeim. „Kalt mat á það er kannski fyrst og fremst að í seinni leiknum kemur meiri stemning inn í hópinn og menn leggja sig meira fram. Menn voru bara að spila betri handbolta [í seinni leiknum] og við fengum meira úr þeim leikmönnum sem við þurftum á að halda,“ segir Geir. „Við þurfum ekkert að fela það, að fyrri leikurinn var bara lélegur. Það voru alltof margir að spila illa og menn náðu sér ekkert almennilega á strik. Þetta eru æfingaleikir og þeir báru þess merki.“ „Maður hafði pínulitlar áhyggjur eftir fyrri leikinn, en seinni leikurinn var auðvitað mun betri og lofar í sjálfu sér góðu.“vísir/ernirGeir bendir á að Björgvin Páll Gústavsson hafi falið vissa vandræðaþætti í varnarleiknum í fyrri leiknum með góðri markvörslu. „Menn tala um að varnarleikurinn hafi verið góður í fyrri leiknum en málið er að Björgvin varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Hann var virkilega sterkur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í leiknum. Það voru ákveðin hættumerki varnarlega séð sem síðan var búið að laga fyrir seinni leikinn,“ segir hann. „Okkur vantar meiri ógnun utan frá. Arnór var ekki að finna sig í skyttustöðunni en kom betur út sem leikstjórnandi í seinni leiknum. Það voru samt batamerki allstaðar í seinni leiknum. Ég held að menn hafi ekki verið með nein töfrabrögð á milli leikja, menn bara vissu að það gekk ekki að tapa aftur heima með sjö mörkum og lögðu meira á sig.“ Geir lístvel á íslenska liðið þó hann hefði viljað sjá suma leikmenn fá meiri spiltíma gegn Þýskalandi. „Það er fullt af flottum strákum í liðinu; bæði með gríðarlega mikla reynslu og svo eru ungir strákar að koma inn. Ég vona að þeir fái örlítið meiri séns en þeir fengu í þessum tveimur leikjum. Ég hefði viljað sjá báða hornamennina; Stefán Rafn og Arnór Þór, spila meira í báðum leikjum. Sigurbergur kom mér ekkert á óvart, hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi,“ segir Geir sem telur íslenska liðið eiga fína möguleiki á HM, en það veltur að stórum hluta á Aroni Pálmarssyni. „Í heildina eigum við ágætis möguleika á að gera fína hluti í þessu móti, en vandamálið er að við erum í erfiðum riðli og munum mæta sterkri þjóð í útsláttarkeppninni. Við verðum bara að vona það besta, en ég held við höfum sæmilega burði til að komast ágætlega langt.“ „Það getur allt smollið saman, en það veldur mér smá áhyggjum svokallaðir þristar í vörninni. Við höfum þrjá leikmenn þar og tveir þeirra eru komnir í eldri kantinn, en á móti geta þeir unnið það upp með reynslunni.“ „Svo er auðvitað spurningin með Aron Pálmarsson. Það vita það allir að hann skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Að hafa hann inni á vellinum gerir alla betri einfaldlega vegna þess að ógnin af honum er svo mikil að það býr til pláss fyrir aðra,“ segir Geir Sveinsson. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, var eðlilega mun sáttari við frammistöðu Ísland í seinni vináttuleiknum gegn Þjóðverjum. Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, tók ítarlegt viðtal við Geir í dag sem sjá má í spilaranum hér neðst í fréttinni. Valtýr spurði fyrst um leikina tvo gegn Þýskalandi og hvað honum fannst um frammistöðuna í þeim. „Kalt mat á það er kannski fyrst og fremst að í seinni leiknum kemur meiri stemning inn í hópinn og menn leggja sig meira fram. Menn voru bara að spila betri handbolta [í seinni leiknum] og við fengum meira úr þeim leikmönnum sem við þurftum á að halda,“ segir Geir. „Við þurfum ekkert að fela það, að fyrri leikurinn var bara lélegur. Það voru alltof margir að spila illa og menn náðu sér ekkert almennilega á strik. Þetta eru æfingaleikir og þeir báru þess merki.“ „Maður hafði pínulitlar áhyggjur eftir fyrri leikinn, en seinni leikurinn var auðvitað mun betri og lofar í sjálfu sér góðu.“vísir/ernirGeir bendir á að Björgvin Páll Gústavsson hafi falið vissa vandræðaþætti í varnarleiknum í fyrri leiknum með góðri markvörslu. „Menn tala um að varnarleikurinn hafi verið góður í fyrri leiknum en málið er að Björgvin varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Hann var virkilega sterkur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í leiknum. Það voru ákveðin hættumerki varnarlega séð sem síðan var búið að laga fyrir seinni leikinn,“ segir hann. „Okkur vantar meiri ógnun utan frá. Arnór var ekki að finna sig í skyttustöðunni en kom betur út sem leikstjórnandi í seinni leiknum. Það voru samt batamerki allstaðar í seinni leiknum. Ég held að menn hafi ekki verið með nein töfrabrögð á milli leikja, menn bara vissu að það gekk ekki að tapa aftur heima með sjö mörkum og lögðu meira á sig.“ Geir lístvel á íslenska liðið þó hann hefði viljað sjá suma leikmenn fá meiri spiltíma gegn Þýskalandi. „Það er fullt af flottum strákum í liðinu; bæði með gríðarlega mikla reynslu og svo eru ungir strákar að koma inn. Ég vona að þeir fái örlítið meiri séns en þeir fengu í þessum tveimur leikjum. Ég hefði viljað sjá báða hornamennina; Stefán Rafn og Arnór Þór, spila meira í báðum leikjum. Sigurbergur kom mér ekkert á óvart, hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi,“ segir Geir sem telur íslenska liðið eiga fína möguleiki á HM, en það veltur að stórum hluta á Aroni Pálmarssyni. „Í heildina eigum við ágætis möguleika á að gera fína hluti í þessu móti, en vandamálið er að við erum í erfiðum riðli og munum mæta sterkri þjóð í útsláttarkeppninni. Við verðum bara að vona það besta, en ég held við höfum sæmilega burði til að komast ágætlega langt.“ „Það getur allt smollið saman, en það veldur mér smá áhyggjum svokallaðir þristar í vörninni. Við höfum þrjá leikmenn þar og tveir þeirra eru komnir í eldri kantinn, en á móti geta þeir unnið það upp með reynslunni.“ „Svo er auðvitað spurningin með Aron Pálmarsson. Það vita það allir að hann skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Að hafa hann inni á vellinum gerir alla betri einfaldlega vegna þess að ógnin af honum er svo mikil að það býr til pláss fyrir aðra,“ segir Geir Sveinsson.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52