Viðskipti erlent

Verðhjöðnun á evrusvæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu.
Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Vísir/AFP
Verðbólga hefur mælst neikvæð á evrusvæðinu og mældist verðlag 0,2 prósent lægra í desember en í sama mánuði fyrir ári.

Líklegt er talið að fréttirnar muni leiða til aðgerða af hálfu Seðlabanka Evrópu til að örva efnahag svæðisins.

Í frétt BBC segir að lækkun verðlags sé að mestu rakið til lækkandi orkuverðs í kjölfar lækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu. Orkuverð í desember mældist 6,3 prósent lægra en á sama tíma í fyrra.

Sé lækkandi orkuverð frá talið mældist verðbólga á evrusvæðinu 0,6 prósent líkt og í nóvember síðastliðinn.

Þetta er í fyrsta sinn sem verðhjöðnun mælist á evrusvæðinu frá því að fjármálakrísan stóð sem hæst árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×