Handbolti

Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Valli
Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar.

„Mér líður mjög vel. Það er þvílíkur dagamunur á mér og þetta gengur rosalega vel. Það lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM," sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska liðsins í dag.

„Ég var á fullu með í dag en auðvitað er það meðviðtað að það má ekki fara mikið í andlitið á mér. Ég vil samt alveg fara í "kontakt" en ég þarf samt að vera pínu "passívur" útaf saumunum og öllu því," sagði Aron.

„Ég er samt bara með á fullu og finn ekkert fyrir hausnum eða slíkt kjaftæði," sagði Aron en mun hann spila með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina?

„Það verður bara að koma í ljós. Ég get ekki sagt til um það núna," sagði Aron.

Aron Pálmarsson er einn besti handboltamaður í heimi og það eru því frábærar fréttir að hann verði með á HM í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×