Grindavík vann síðustu fimm mínúturnar 21-3 - öll úrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. janúar 2015 21:05 Petrúnella Skúladóttir átti stórgóðan leik fyrir Grindavík. vísir/ernir Keflavík er eitt í öðru sæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta með 24 stig, fjórum stigum minna en topplið Íslandmeistara Snæfells, eftir öruggan sigur á nýliðum Breiðabliks á útivelli í kvöld. Keflavík átti í engum vandræðum með Blika í kvöld og vann 45 stiga sigur, 90-45, þar sem Carmen Tyson-Thomas var stigahæst með 33 stig og 15 stoðsendingar. Sara Rún Hinriksdóttir og Birna Valgarðsdóttir skoruðu báðar 13 stig, en Jóhanna Björg Sveinsdóttir var stigahæst hjá nýliðum með 18 stig auk þess sem hún tók 9 fráköst. Breiðablik er á botninum með tvö stig, en Valur er áfram í 5. sæti með 16 stig eftir öruggan heimasigur á KR í kvöld, 82-58. Taleya Mayberry, nýr bandarískur leikmaður Vals, átti skínandi leik, en hún skoraði 28 stig, tók 6 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Guðbjörg Sverrisdóttir kom næst í liði Vals með 22 stig og 9 stoðsendingar, en Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 17 stig fyrir KR og Bergþóra Holton 15 stig. Grindavík lenti í vandræðum gegn Hamri á útivelli, en Hvergerðingar, sem voru aðeins með átta leikmenn á skýrslu í kvöld, voru tíu stigum yfir, 56-46, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá fór Pálína Gunnlaugsdóttir í gang og skoraði átta af sínum 18 stigum í leiknum, en hún var næst stigahæst á eftir Petrúnellu Skúladóttir sem var einnig öflug á endasprettinum sem og í öllum leiknum. Petrúnella skoraði í heildina 24 stig og tók 18 fráköst fyrir Grindavík sem vann síðustu fimm mínúturnar, 21-3, og leikinn með átta stiga mun, 67-59. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Sydnei Moss voru báðar öflugar í liði heimamanna í kvöld; Salbjörg skoraði 18 stig og tók 20 fráköst en Moss skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Hamar er í næst neðsta sætinu með fjögur stig en Grindavík í fjórða sæti með 18 stig.Öll úrslit og tölfræði kvöldsins:Valur-KR 82-58 (16-14, 18-26, 22-10, 26-8)Valur: Taleya Mayberry 28/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 22/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 7, Ragnheiður Benónísdóttir 7/11 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 2/6 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 1.KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 15/8 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 15, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4, Perla Jóhannsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Helga Einarsdóttir 2/8 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 1.Breiðablik-Keflavík 55-90 (23-22, 13-20, 8-26, 11-22)Breiðablik: Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/9 fráköst, Arielle Wideman 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 8, Berglind Karen Ingvarsdóttir 7/6 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 4, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/15 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2.Hamar-Grindavík 59-67 (10-13, 24-8, 17-15, 8-31)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 18/20 fráköst/5 varin skot, Sydnei Moss 18/18 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 9/4 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 8/9 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 6/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 24/18 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst/6 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 9/4 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Keflavík er eitt í öðru sæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta með 24 stig, fjórum stigum minna en topplið Íslandmeistara Snæfells, eftir öruggan sigur á nýliðum Breiðabliks á útivelli í kvöld. Keflavík átti í engum vandræðum með Blika í kvöld og vann 45 stiga sigur, 90-45, þar sem Carmen Tyson-Thomas var stigahæst með 33 stig og 15 stoðsendingar. Sara Rún Hinriksdóttir og Birna Valgarðsdóttir skoruðu báðar 13 stig, en Jóhanna Björg Sveinsdóttir var stigahæst hjá nýliðum með 18 stig auk þess sem hún tók 9 fráköst. Breiðablik er á botninum með tvö stig, en Valur er áfram í 5. sæti með 16 stig eftir öruggan heimasigur á KR í kvöld, 82-58. Taleya Mayberry, nýr bandarískur leikmaður Vals, átti skínandi leik, en hún skoraði 28 stig, tók 6 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Guðbjörg Sverrisdóttir kom næst í liði Vals með 22 stig og 9 stoðsendingar, en Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 17 stig fyrir KR og Bergþóra Holton 15 stig. Grindavík lenti í vandræðum gegn Hamri á útivelli, en Hvergerðingar, sem voru aðeins með átta leikmenn á skýrslu í kvöld, voru tíu stigum yfir, 56-46, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá fór Pálína Gunnlaugsdóttir í gang og skoraði átta af sínum 18 stigum í leiknum, en hún var næst stigahæst á eftir Petrúnellu Skúladóttir sem var einnig öflug á endasprettinum sem og í öllum leiknum. Petrúnella skoraði í heildina 24 stig og tók 18 fráköst fyrir Grindavík sem vann síðustu fimm mínúturnar, 21-3, og leikinn með átta stiga mun, 67-59. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Sydnei Moss voru báðar öflugar í liði heimamanna í kvöld; Salbjörg skoraði 18 stig og tók 20 fráköst en Moss skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Hamar er í næst neðsta sætinu með fjögur stig en Grindavík í fjórða sæti með 18 stig.Öll úrslit og tölfræði kvöldsins:Valur-KR 82-58 (16-14, 18-26, 22-10, 26-8)Valur: Taleya Mayberry 28/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 22/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 7, Ragnheiður Benónísdóttir 7/11 fráköst/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 2/6 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 1.KR: Björg Guðrún Einarsdóttir 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 15/8 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 15, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4, Perla Jóhannsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2, Helga Einarsdóttir 2/8 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 1.Breiðablik-Keflavík 55-90 (23-22, 13-20, 8-26, 11-22)Breiðablik: Jóhanna Björk Sveinsdóttir 18/9 fráköst, Arielle Wideman 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Aníta Rún Árnadóttir 8, Berglind Karen Ingvarsdóttir 7/6 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 4, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 2, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2.Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/15 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2.Hamar-Grindavík 59-67 (10-13, 24-8, 17-15, 8-31)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 18/20 fráköst/5 varin skot, Sydnei Moss 18/18 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 9/4 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 8/9 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 6/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 24/18 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst/6 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14/4 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 9/4 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti