Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramót og mun leysa af Dustin Salisbery sem var látinn farar fyrir jólafríið.
Stefan Bonneau er rosalegur háloftafugl þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu og það er vel þessi virði að horfa á tilþrifa myndbandið hér fyrir neðan.
Hann er þekktur fyrir frábærar troðslur en kappinn er líka frábær þriggja stiga skytta.
Njarðvíkingar hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Dominos-deildinni í vetur og liðið situr í 6. sæti tíu stigum á eftir toppliði KR.
Ljónagryfjan hefur reynst Njarðvíkingum vel en liðið hefur unnið 4 af 5 heimaleikjum sínum þar af þrjá síðustu. Eina tapið kom á móti nágrönnunum í Keflavík í nóvemberbyrjun.