Hefur enga trú á lærisveinum Dags á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 21:45 Dagur Sigurðsson vill án efa þagga niður í Daniel Stephan. vísir/getty Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan. HM 2015 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður TBV Lemgo og þýska landsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir HM í Katar sem hefst eftir viku. Stephan, sem er 41 árs gamall í dag, náði Ólympíusilfri með Þýskalandi í Aþenu árið 2004, bronsi á EM 1998 og var í Evrópumeistaraliði Þjóðverja í Slóveníu fyrir ellefu árum. Hann var kjörinn besti leikmaður mótsins 1998 og 2004 og var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 1998.Sjá einnig:Dagur í viðtali við Gaupa Stephan tókst þó - ótrúlegt en satt - aldrei að spila leik á HM þrátt fyrir langan og farsælan feri. Hann var meiddur á meðan HM stóð yfir 1999, 2001, 2003 og 2005 og hann sagði svo skilið við landsliðið árið 2006, ári síður en það varð heimsmeistari á heimavelli.Daniel Stephan á ÓL 2004.vísir/getty„Þetta verður það heimsmeistaramót þar sem styst verður á milli hótela, leikvalla og æfingahalla sem er frábært fyrir leikmennina,“ segir Stephan, sem nú starfar sem sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, í viðtali á heimasíðu heimsmeistarakeppninnar. „Ég er viss um að Katar nær að sýna metnað sinn í íþróttamálum með því að búa til frábæra keppni.“ Aðspurður hvaða lið hann telji að geti orðið heimsmeistari nefnir hann fjórar þjóðir sem eru vel kunnugar verðlaunasætum. „Þessi sem eru alltaf þarna; Frakkland, Danmörk, Spánn og Króatía. Þau eru líklegust til að vinna til verðlauna, en ég tel að allt að sjö lið geti orðið heimsmeistari. Ég býst við mjög spennandi móti,“ segir Stephan sem er fljótur til svars aðspurður hvort hans menn í Þýskalandi séu einir af þessum sjö. „Alls ekki! Þýskaland getur unnið sum stórlið, en þeir eiga bara að vera auðmjúkir og taka mið af úrslitum undanfarinna ára. Með þessu „wildcard“-sæti fékk liðið ótrúlegt tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu.“ „Nýi þjálfarinn, Dagur Sigurðsson, treystir á gæðin í liðinu og hann hefur byrjað vel. Hann gæti aukið sjálfstraustið í liðinu. Það verður að vera markmið Þýskaland að smám saman minnka bilið á milli sín og bestu liðanna þannig það eigi möguleika að gera eitthvað í framtíðinni. Í Doha býst ég þó ekki við Þjóðverjum á toppnum,“ segir Daniel Stephan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira