Handbolti

Svíar stefna á verðlaun í Katar

Tobias Karlsson er harður í horn að taka.
Tobias Karlsson er harður í horn að taka. vísir/afp
Karlalandslið Svía ætlar að feta í fótspor kvennalandsliðsins og næla sér í verðlaun á HM í Katar.

Sænska kvennaliðið fékk brons á EM kvenna í desember. Liðið spilaði hraðan bolta og keyrði hraðaupphlaup í gríð og erg. Karlaliðið ætlar að nota sömu uppskrift.

Svíar eru með líklega besta markvörð heims í Mattias Andersson og þeir spila líka sterka vörn. Sóknarleikurinn er aftur á móti ekki sá sami og áður. Munar þar um að sterkur leikmaður eins og Kim Ekdahl du Rietz er hættur að spila með landsliðinu.

„Þetta þýðir að við verðum að keyra hratt upp og reyna að fá mikið af ódýrum mörkum," segir varnartröllið Tobias Karlsson.

„Hraðaupphlaupin munu skera úr um hversu langt við förum á mótinu. Kim Andersson er sérstaklega mikilvægur í seinni bylgjunni. Við verðum að nýta okkur hans styrkleika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×