Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2015 13:00 Vísir/Ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu jafntefli við Slóveníu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á fimmtudaginn. Slóvenar voru þó mun sterkari aðilinn lengst af í dag og leiddu í hálfleik, 18-15. Strákarnir leyfðu þeim þó aldrei að stinga af þó svo að það hafi lengst af vantað mikið upp á vörn og markvörslu í íslenska liðinu. Björgvin Páll Gústavsson kom þó inn af miklum krafti á lokamínútum leiksins á bak við 3-2-1 vörnina sem Ísland spilaði á lokakaflanum. Hann varði fjögur skot í röð og Ísland var með frumkvæðið á lokakaflanum. Vid Kavticnik jafnaði metin fyrir Slóveníu þegar 40 sekúndur voru eftir og Ísland fékk lokasóknina í leiknum. Aron Pálmarsson kom sér í fínt færi en Matevz Skok varði frá honum. Það var þó brotið á Aroni en slakir dómarar leiksins dæmdu ekkert. Strákarnir geta þó fyrstu og fremst sjálfum sér um kennt. Ásgeir Örn Hallgrímsson lét verja frá sér úr opnu færi þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tapaði svo boltanum í næstsíðustu sókn Íslands. Frammistaða Íslands í dag var ekki svipur hjá sjón samanborið við leikinn gegn Danmörku í gær, lengst af í leiknum. Slóvenar lentu ekki í neinum vandræðum við flata og bragðdaufa 6-0 vörn Íslands og markvarsla þeirra Björgvins Páls og síðar Arons Rafns Eðvarðssonar bætti ekkert úr málum. Strákarnir voru því að elta allan leikinn en misstu þó Slóvena aldrei meira en fjórum mörkum frá sér. Aron Pálmarsson þurfti nokkrar mínútur til að stilla miðið en tók mikið til sín, rétt eins og Alexander Petersson. Leikmenn voru þó duglegir að leita inn á Róbert á línunni sem skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og fiskaði eitt víti þar að auki. Arnór Þór Gunnarsson skoraði einnig sex mörk, rétt eins og Alexander, og nýtti öll færin sín, eins og Róbert. Aron kom svo næstur með fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti sín færi vel og Guðmundur Árni Ólafsson fékk dýrmætar mínútur til að sýna sig. En heilt yfir vantaði nokkuð mikið upp á frammistöðu Íslands, og þá sérstaklega í vörninni þar sem ákefðina vantar sem varnarleikur Íslands útheimtir. Aron Kristjánsson hefur þó enn tíma til að skerpa á nokkrum hlutum í íslenska liðinu áður en strákarnir mæta Svíum í fyrsta leik á föstudaginn. Miðað við frammistöðuna í gær er ljóst að Ísland á erindi í hvaða lið sem er en ef einbeitningin og ákefðin er ekki til staðar, líkt og tilfellið var lengst af í dag, er voðinn vís. HM 2015 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu gerðu jafntefli við Slóveníu í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á fimmtudaginn. Slóvenar voru þó mun sterkari aðilinn lengst af í dag og leiddu í hálfleik, 18-15. Strákarnir leyfðu þeim þó aldrei að stinga af þó svo að það hafi lengst af vantað mikið upp á vörn og markvörslu í íslenska liðinu. Björgvin Páll Gústavsson kom þó inn af miklum krafti á lokamínútum leiksins á bak við 3-2-1 vörnina sem Ísland spilaði á lokakaflanum. Hann varði fjögur skot í röð og Ísland var með frumkvæðið á lokakaflanum. Vid Kavticnik jafnaði metin fyrir Slóveníu þegar 40 sekúndur voru eftir og Ísland fékk lokasóknina í leiknum. Aron Pálmarsson kom sér í fínt færi en Matevz Skok varði frá honum. Það var þó brotið á Aroni en slakir dómarar leiksins dæmdu ekkert. Strákarnir geta þó fyrstu og fremst sjálfum sér um kennt. Ásgeir Örn Hallgrímsson lét verja frá sér úr opnu færi þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og tapaði svo boltanum í næstsíðustu sókn Íslands. Frammistaða Íslands í dag var ekki svipur hjá sjón samanborið við leikinn gegn Danmörku í gær, lengst af í leiknum. Slóvenar lentu ekki í neinum vandræðum við flata og bragðdaufa 6-0 vörn Íslands og markvarsla þeirra Björgvins Páls og síðar Arons Rafns Eðvarðssonar bætti ekkert úr málum. Strákarnir voru því að elta allan leikinn en misstu þó Slóvena aldrei meira en fjórum mörkum frá sér. Aron Pálmarsson þurfti nokkrar mínútur til að stilla miðið en tók mikið til sín, rétt eins og Alexander Petersson. Leikmenn voru þó duglegir að leita inn á Róbert á línunni sem skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og fiskaði eitt víti þar að auki. Arnór Þór Gunnarsson skoraði einnig sex mörk, rétt eins og Alexander, og nýtti öll færin sín, eins og Róbert. Aron kom svo næstur með fimm mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti sín færi vel og Guðmundur Árni Ólafsson fékk dýrmætar mínútur til að sýna sig. En heilt yfir vantaði nokkuð mikið upp á frammistöðu Íslands, og þá sérstaklega í vörninni þar sem ákefðina vantar sem varnarleikur Íslands útheimtir. Aron Kristjánsson hefur þó enn tíma til að skerpa á nokkrum hlutum í íslenska liðinu áður en strákarnir mæta Svíum í fyrsta leik á föstudaginn. Miðað við frammistöðuna í gær er ljóst að Ísland á erindi í hvaða lið sem er en ef einbeitningin og ákefðin er ekki til staðar, líkt og tilfellið var lengst af í dag, er voðinn vís.
HM 2015 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira