Um þessar mundir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Jólaguðspjallið er saga um ljós og myrkur. Þar sjáum við vald og valdaleysi, fátækt og ríkidæmi, styrk og veikleika. Allt fólkið í heiminum er þar andspænis einu litlu barni. Þetta er saga um mátt hins veika og magnleysi hins sterka. Þetta er saga um lögmálin í lífinu. Er hún sönn? Að sjálfsögðu. „Gerðist“ hún? Það vitum við ekki. En sönn er hún.En það bar til um þessar mundir… Strax í upphafi erum við minnt á umsvif hins sterka sem bitna á þeim veiku. Við erum stödd í sjálfu heimsveldinu, Rómaveldi, og Ágústus keisari, valdamesti karl í víðri veröld, sendir „boð“ um að skrásetja alla heimsbyggðina – hvorki meira né minna – til þess að geta lagt skatt á hvert einasta vinnandi mannsbarn, til að fjármagna eigið gjálífi. Við fáum þannig strax fram hið ýtrasta veraldlega vald og sjáum hvernig það ráðskast með þær manneskjur sem undir því hafa lent. Jósep og María eru án jarðnæðis, ógift og án atvinnu. Þau eiga ekkert, varla einu sinni barnið sem María ber undir belti því að þetta barn er Mannssonurinn og tilheyrir öllum. Þau eru mannkynið, förufólk; hver sem er; fólk sem við sjáum enn á ferð um Jörðina í leit að staðfestu og viðurværi og er illa tekið af mörgum og vel af öðrum, allt eftir því hvort fólk hefur tamið sér að hafa kærleikann að leiðarljósi eður ei. Jólaguðspjallið er mýta. Og mýtur hafa fylgt mannkyni frá fyrstu tíð og eiga eftir að gera það til hins efsta dags. Þær eru einn farvegur mannlegrar hugsunar og skynjunar á heiminum og lögmálum hans – og sínum stað í sköpunarverkinu. Þær glíma við tilvistarlegar spurningar sem leita á mennina frá því að sjálfsvitund einstaklingsins vaknar. Þess vegna er ekki kannski aðalatriði þessarar sögu hvort hún hafi gerst þessu árinu fyrr eða síðar, hér eða þar, með hinum eða þessum nöfnum. Einblínum við á leit að sögulegri staðfestingu þessara sagna og almennt um líf og störf Jesú á Jörðu hér er hætt við að okkur yfirsjáist það erindi sem þessar sögur eiga við okkur og geyma í senn einfalda og skýra kröfu um rétta breytni gagnvart þeim sem á vegi okkar verða og dæmisögur sem eru merkilega opnar fyrir túlkun og vangaveltum, og snúast oftar en ekki um þversagnir tilverunnar, án auðkeyptra lausna.Guð býr í gróandanum, amma Jólaguðspjallið er um endurnýjunarmátt lífsins; það er um ófætt vor sem býr í kvistum. Það er um endurkomu sólarinnar. Það er um sigur hins veika og þjáða. Það er um eilíft líf. Það er um lamb Guðs sem mun koma og bera burt syndir heimsins. Það er um Góða hirðinn. Það er um óskiljanlega huggun. Þetta er einföld saga um fátækt og vegalaust fólk á flóttamannaveginum sem fær inni í fjárhúsi til þess að konan megi fæða þar barn. Þessum barnsburði er lýst sem óskiljanlegu kraftaverki, jafnvel þótt ekki sé til náttúrulegri og eðlilegri atburður í mannlífinu en að kona eignist barn. En sjálft frumglæði ljóssins, frumorsökin fyrir því að lífið kviknar, er enn ráðgáta og sveipað leyndarhjúp um aldur og ævi. Fyrir flest okkar snúast jólin um endurtekningu og einhvers konar hringrás, og endurspegla þannig lögmál lífs og dauða. Mörg okkar hafa þetta fyrir hátíð salts og sykurs; önnur svalla í bókum; enn önnur leggjast í spil. Mörgum finnst öllu varða að halda í hefðir, bæði í kosti og samveru, endurtaka skref fyrir skref, mínútu fyrir mínútu sömu jólin ár eftir ár, sömu boðin með sama fólkinu að segja sömu hlutina í sömu röð og maulandi sömu sortir; og messan í útvarpinu klukkan – og helst með séra Hjalta að lesa Jólaguðspjallið með sinni hlýlegu neftóbaksrödd: En það bar til um þessar mundir… En Guð almáttugur? Er hann um þessar mundir? Ber hann enn til? Býr hann í endurtekningunni, amma? Er Guð til? Í þessari sögu er hann það já, og hann er líka til sem veruleiki í lífi og huga fjölmargra hér á þessari Jörð, daglegur förunautur og aflvaki. Við heyrum stundum leikna auglýsingu í útvarpinu þessa dagana þar sem lítil stúlka var að biðja jólasveininn um að passa pabba sinn í vinnunni (í heimi auglýsinganna vinna bara pabbar utan heimilis) og gefa honum eitthvað óskiljanlegt dót. Það sem er athyglisvert í auglýsingunni er hvernig Jólasveinninn hefur þar tekið svo að segja yfir athafnasvið Guðs, ýtt honum burt og sest þar sjálfur, rétt eins og gerðist með ásum þegar Óðinn ýtti Tý burt sem Guð hernaðar. Er kannski Jólasveinninn síðustu leifarnar af hefðbundinni gamalli guðstrú á algóða og alvitra karlveru með hvítt sítt skegg? Má vera. Guð almáttugur er að minnsta kosti fjarri í lífi fjölmargra, sem kæra sig ekki um slíkt afl í tilveru sinni og komast prýðilega af án þess. En sumt fólk sér hann í stokkum og steinum, í vatninu sem rennur og í tannlausu brosi barna og öldunga. „Sá sem trúir á stein… o.s.frv.“. Fólk sér hann í himingeimnum og finnur hann inni í sér; og fólk sér hann í sólinni sem lætur grasið gróa og rigningunni sem kliðar góð á vordegi. Og fólk sér hann í verkum hans, rétt eins og við sjáum vindinn í því sem hann bærir, en aldrei hann sjálfan. Og í Jólaguðspjallinu, sem byrjar þarna í miðjum klíðum, á einhverju sem „bar til um þessar mundir“, birtist Guð okkur sem barn. Ekkert er veikbyggðara og varnarlausara en barn sem var að koma í heiminn. Ekkert er öflugra. Þetta er fagnaðarerindið og við hneigjum höfuðið í lotningu fyrir lífsaflinu sem hinum veraldlegu keisurum tekst vonandi aldrei að eyða á þessari Jörð. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Jólafréttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Jólaguðspjallið er saga um ljós og myrkur. Þar sjáum við vald og valdaleysi, fátækt og ríkidæmi, styrk og veikleika. Allt fólkið í heiminum er þar andspænis einu litlu barni. Þetta er saga um mátt hins veika og magnleysi hins sterka. Þetta er saga um lögmálin í lífinu. Er hún sönn? Að sjálfsögðu. „Gerðist“ hún? Það vitum við ekki. En sönn er hún.En það bar til um þessar mundir… Strax í upphafi erum við minnt á umsvif hins sterka sem bitna á þeim veiku. Við erum stödd í sjálfu heimsveldinu, Rómaveldi, og Ágústus keisari, valdamesti karl í víðri veröld, sendir „boð“ um að skrásetja alla heimsbyggðina – hvorki meira né minna – til þess að geta lagt skatt á hvert einasta vinnandi mannsbarn, til að fjármagna eigið gjálífi. Við fáum þannig strax fram hið ýtrasta veraldlega vald og sjáum hvernig það ráðskast með þær manneskjur sem undir því hafa lent. Jósep og María eru án jarðnæðis, ógift og án atvinnu. Þau eiga ekkert, varla einu sinni barnið sem María ber undir belti því að þetta barn er Mannssonurinn og tilheyrir öllum. Þau eru mannkynið, förufólk; hver sem er; fólk sem við sjáum enn á ferð um Jörðina í leit að staðfestu og viðurværi og er illa tekið af mörgum og vel af öðrum, allt eftir því hvort fólk hefur tamið sér að hafa kærleikann að leiðarljósi eður ei. Jólaguðspjallið er mýta. Og mýtur hafa fylgt mannkyni frá fyrstu tíð og eiga eftir að gera það til hins efsta dags. Þær eru einn farvegur mannlegrar hugsunar og skynjunar á heiminum og lögmálum hans – og sínum stað í sköpunarverkinu. Þær glíma við tilvistarlegar spurningar sem leita á mennina frá því að sjálfsvitund einstaklingsins vaknar. Þess vegna er ekki kannski aðalatriði þessarar sögu hvort hún hafi gerst þessu árinu fyrr eða síðar, hér eða þar, með hinum eða þessum nöfnum. Einblínum við á leit að sögulegri staðfestingu þessara sagna og almennt um líf og störf Jesú á Jörðu hér er hætt við að okkur yfirsjáist það erindi sem þessar sögur eiga við okkur og geyma í senn einfalda og skýra kröfu um rétta breytni gagnvart þeim sem á vegi okkar verða og dæmisögur sem eru merkilega opnar fyrir túlkun og vangaveltum, og snúast oftar en ekki um þversagnir tilverunnar, án auðkeyptra lausna.Guð býr í gróandanum, amma Jólaguðspjallið er um endurnýjunarmátt lífsins; það er um ófætt vor sem býr í kvistum. Það er um endurkomu sólarinnar. Það er um sigur hins veika og þjáða. Það er um eilíft líf. Það er um lamb Guðs sem mun koma og bera burt syndir heimsins. Það er um Góða hirðinn. Það er um óskiljanlega huggun. Þetta er einföld saga um fátækt og vegalaust fólk á flóttamannaveginum sem fær inni í fjárhúsi til þess að konan megi fæða þar barn. Þessum barnsburði er lýst sem óskiljanlegu kraftaverki, jafnvel þótt ekki sé til náttúrulegri og eðlilegri atburður í mannlífinu en að kona eignist barn. En sjálft frumglæði ljóssins, frumorsökin fyrir því að lífið kviknar, er enn ráðgáta og sveipað leyndarhjúp um aldur og ævi. Fyrir flest okkar snúast jólin um endurtekningu og einhvers konar hringrás, og endurspegla þannig lögmál lífs og dauða. Mörg okkar hafa þetta fyrir hátíð salts og sykurs; önnur svalla í bókum; enn önnur leggjast í spil. Mörgum finnst öllu varða að halda í hefðir, bæði í kosti og samveru, endurtaka skref fyrir skref, mínútu fyrir mínútu sömu jólin ár eftir ár, sömu boðin með sama fólkinu að segja sömu hlutina í sömu röð og maulandi sömu sortir; og messan í útvarpinu klukkan – og helst með séra Hjalta að lesa Jólaguðspjallið með sinni hlýlegu neftóbaksrödd: En það bar til um þessar mundir… En Guð almáttugur? Er hann um þessar mundir? Ber hann enn til? Býr hann í endurtekningunni, amma? Er Guð til? Í þessari sögu er hann það já, og hann er líka til sem veruleiki í lífi og huga fjölmargra hér á þessari Jörð, daglegur förunautur og aflvaki. Við heyrum stundum leikna auglýsingu í útvarpinu þessa dagana þar sem lítil stúlka var að biðja jólasveininn um að passa pabba sinn í vinnunni (í heimi auglýsinganna vinna bara pabbar utan heimilis) og gefa honum eitthvað óskiljanlegt dót. Það sem er athyglisvert í auglýsingunni er hvernig Jólasveinninn hefur þar tekið svo að segja yfir athafnasvið Guðs, ýtt honum burt og sest þar sjálfur, rétt eins og gerðist með ásum þegar Óðinn ýtti Tý burt sem Guð hernaðar. Er kannski Jólasveinninn síðustu leifarnar af hefðbundinni gamalli guðstrú á algóða og alvitra karlveru með hvítt sítt skegg? Má vera. Guð almáttugur er að minnsta kosti fjarri í lífi fjölmargra, sem kæra sig ekki um slíkt afl í tilveru sinni og komast prýðilega af án þess. En sumt fólk sér hann í stokkum og steinum, í vatninu sem rennur og í tannlausu brosi barna og öldunga. „Sá sem trúir á stein… o.s.frv.“. Fólk sér hann í himingeimnum og finnur hann inni í sér; og fólk sér hann í sólinni sem lætur grasið gróa og rigningunni sem kliðar góð á vordegi. Og fólk sér hann í verkum hans, rétt eins og við sjáum vindinn í því sem hann bærir, en aldrei hann sjálfan. Og í Jólaguðspjallinu, sem byrjar þarna í miðjum klíðum, á einhverju sem „bar til um þessar mundir“, birtist Guð okkur sem barn. Ekkert er veikbyggðara og varnarlausara en barn sem var að koma í heiminn. Ekkert er öflugra. Þetta er fagnaðarerindið og við hneigjum höfuðið í lotningu fyrir lífsaflinu sem hinum veraldlegu keisurum tekst vonandi aldrei að eyða á þessari Jörð. Gleðileg jól.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun