Þakkar konunni fyrir stuðninginn 16. desember 2014 09:45 Leikarinn hvetur fjölmiðla til að fjalla um ásakanirnar á hendur honum á hlutlausan hátt. Vísir/Getty Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi. Í viðtali við New York Post hrósaði grínistinn eiginkonu sinni, Camille, fyrir „styrk“ sem hún hefur sýnt með því að standa með honum. Cosby, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart meira en tólf konum, sagði að sér hefði verið ráðlagt að tala ekki um ásakanirnar. Leikarinn, sem er 77 ára, bað fréttamenn um að halda hlutleysi. „Ég geri bara ráð fyrir því að þeldökkt fjölmiðlafólk hafi uppi framúrskarandi viðmið í blaðamennsku og þegar það gerir það verður það að fjalla um þetta á hlutlausan hátt,“ sagði Cosby. Hann bætti við að „kvenlæg ást og styrkur“ hefði hjálpað sér í gegnum stormviðrið og bætti svo við: „Þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla.“ Lögreglan í Los Angeles hóf nýlega rannsókn á ásökunum Judy Huth um að Cosby hefði misnotað hana þegar hún var 15 ára. Í lögsókn sinni sagði hún að leikarinn hefði gefið henni áfengi og neytt hana svo til kynferðisathafnar í svefnherbergi á Playboy-setrinu í kringum 1974, eða fyrir fjörutíu árum. Cosby hefur á móti höfðað mál gegn hinni 55 ára Huth og segir að hún vilji einungis hafa af honum fé. Segir hann ásakanir hennar tilhæfulausar. Lögfræðingar hans, sem hafa einnig neitað öllum ásökunum, sendu nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu umfjöllun fjölmiðla um málið sem „fjölmiðlafári“. Leikarinn hefur aldrei verið ákærður fyrir glæp en ásakanirnar gegn honum hafa orðið til þess að hann aflýsti uppistandsferðalagi sínu og hætti við nokkur sjónvarpsverkefni.Þekktur sem Cliff Huxtable Bill Cosby er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn peysuklæddi pabbi Dr. Cliff Huxtable úr gamanþáttunum The Cosby Show sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Cosby kom fyrst fram í sjónvarpi í Kvöldþætti NBC árið 1963. Í framhaldinu gerði hann plötusamning við Warner Brothers og gaf út röð verðlaunaðra grínplatna. Árið 1965 varð Cosby fyrsti þeldökki leikarinn til að leika aðalhlutverk í dramaþáttum í sjónvarpi þegar hann fékk hlutverk í I Spy. Hann byrjaði að leika í The Cosby Show árið 1984 og gekk þátturinn um átta ára skeið. Fyrstu ásakanir á hendur Cosby um kynferðislegt ofbeldi komu upp árið 2005 þegar Andrea Constand, starfsmaður í gamla háskólanum hans, sakaði leikarann um að hafa látið hana taka eiturlyf og misnotað hana á heimili hennar ári fyrr Bill Cosby Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi. Í viðtali við New York Post hrósaði grínistinn eiginkonu sinni, Camille, fyrir „styrk“ sem hún hefur sýnt með því að standa með honum. Cosby, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart meira en tólf konum, sagði að sér hefði verið ráðlagt að tala ekki um ásakanirnar. Leikarinn, sem er 77 ára, bað fréttamenn um að halda hlutleysi. „Ég geri bara ráð fyrir því að þeldökkt fjölmiðlafólk hafi uppi framúrskarandi viðmið í blaðamennsku og þegar það gerir það verður það að fjalla um þetta á hlutlausan hátt,“ sagði Cosby. Hann bætti við að „kvenlæg ást og styrkur“ hefði hjálpað sér í gegnum stormviðrið og bætti svo við: „Þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla.“ Lögreglan í Los Angeles hóf nýlega rannsókn á ásökunum Judy Huth um að Cosby hefði misnotað hana þegar hún var 15 ára. Í lögsókn sinni sagði hún að leikarinn hefði gefið henni áfengi og neytt hana svo til kynferðisathafnar í svefnherbergi á Playboy-setrinu í kringum 1974, eða fyrir fjörutíu árum. Cosby hefur á móti höfðað mál gegn hinni 55 ára Huth og segir að hún vilji einungis hafa af honum fé. Segir hann ásakanir hennar tilhæfulausar. Lögfræðingar hans, sem hafa einnig neitað öllum ásökunum, sendu nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu umfjöllun fjölmiðla um málið sem „fjölmiðlafári“. Leikarinn hefur aldrei verið ákærður fyrir glæp en ásakanirnar gegn honum hafa orðið til þess að hann aflýsti uppistandsferðalagi sínu og hætti við nokkur sjónvarpsverkefni.Þekktur sem Cliff Huxtable Bill Cosby er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn peysuklæddi pabbi Dr. Cliff Huxtable úr gamanþáttunum The Cosby Show sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Cosby kom fyrst fram í sjónvarpi í Kvöldþætti NBC árið 1963. Í framhaldinu gerði hann plötusamning við Warner Brothers og gaf út röð verðlaunaðra grínplatna. Árið 1965 varð Cosby fyrsti þeldökki leikarinn til að leika aðalhlutverk í dramaþáttum í sjónvarpi þegar hann fékk hlutverk í I Spy. Hann byrjaði að leika í The Cosby Show árið 1984 og gekk þátturinn um átta ára skeið. Fyrstu ásakanir á hendur Cosby um kynferðislegt ofbeldi komu upp árið 2005 þegar Andrea Constand, starfsmaður í gamla háskólanum hans, sakaði leikarann um að hafa látið hana taka eiturlyf og misnotað hana á heimili hennar ári fyrr
Bill Cosby Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira