Þúsundir fjölskyldna fá aðstoð til jólahalds Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. desember 2014 08:45 Starfskonur Mæðrastyrksnefndar undirbúa jólaúthlutun á Korputorgi. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sem er í miðið, segir marga eiga við verulega erfiðleika að etja. fréttablaðið/gva Nokkur þúsund fjölskyldur hafa nú þegar sótt um aðstoð hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu vegna hátíðahalds um jólin. Í fyrra fengu um fimm þúsund fjölskyldur svokallaða jólaaðstoð og gera samtökin ráð fyrir svipuðum fjölda nú. „Í fyrra fengu á þriðja þúsund fjölskyldur jólaaðstoð hjá okkur. Þær verða ekki færri í ár. Mér sýnist að þetta verði ívið meira en verið hefur en við erum enn að taka við umsóknum. Það bætist alltaf við síðustu dagana fyrir jól og við reynum að leysa úr því,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar er í formi matar og börn fá smágjafir, að sögn Ragnhildar. „Það eru margir sem hugsa til okkar á þessum tíma og fyrir jól koma oft stórar pakkningar af ýmiss konar gjafavöru.“ Ragnhildur tekur það fram að sér virðist samfélagið vera að breytast. „Það eru hlutir að gerast sem taka þarf föstum tökum. Það eru margir sem eiga við verulega erfiðleika að etja og eru illa í stakk búnir til að takast á við áföll.“Ásgerður Jóna flosadóttirÁsgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir umsóknir um jólaaðstoð streyma inn. „Um 1.600 til 1.700 fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi fengu sérstaka aðstoð vegna jólahátíðarinnar hjá okkur í fyrra. Nú þegar hafa borist yfir 1.300 umsóknir og þær halda áfram að streyma inn þótt síðasti umsóknardagur hafi verið síðastliðinn föstudag. Hingað hringir fólk grátandi, bæði konur og karlar. Fólk reynir fram á síðustu stundu að bjarga sér sjálft en svo sér það að það getur það ekki. Þá er gott að geta gripið fólkið og við gerum það.“ Aðstoðin sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir er í formi jólamatar, að sögn Ásgerðar. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. „Þar sem önnur hjálparsamtök eru að störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum við afmarkað okkur við barnafjölskyldur en úti á landi geta allir sótt um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Rúmlega 1.400 fjölskyldur fengu jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í fyrra. „Við erum ekki búin að fara yfir allar umsóknir sem borist hafa núna en það er tilfinning okkar að fjöldinn verði ekki meiri í ár. Vonandi verður hann minni.“ Hjá Hjálparstarfinu er aðstoðin í formi inneignarkorts sem hægt er að nota í matvöruverslunum. „Fólk fær kort og þarf ekki að standa í röð eftir aðstoð. Það er meiri mannvirðing í því að fólk fari að versla eins og allir aðrir,“ segir Bjarni. Jólafréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Nokkur þúsund fjölskyldur hafa nú þegar sótt um aðstoð hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu vegna hátíðahalds um jólin. Í fyrra fengu um fimm þúsund fjölskyldur svokallaða jólaaðstoð og gera samtökin ráð fyrir svipuðum fjölda nú. „Í fyrra fengu á þriðja þúsund fjölskyldur jólaaðstoð hjá okkur. Þær verða ekki færri í ár. Mér sýnist að þetta verði ívið meira en verið hefur en við erum enn að taka við umsóknum. Það bætist alltaf við síðustu dagana fyrir jól og við reynum að leysa úr því,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar er í formi matar og börn fá smágjafir, að sögn Ragnhildar. „Það eru margir sem hugsa til okkar á þessum tíma og fyrir jól koma oft stórar pakkningar af ýmiss konar gjafavöru.“ Ragnhildur tekur það fram að sér virðist samfélagið vera að breytast. „Það eru hlutir að gerast sem taka þarf föstum tökum. Það eru margir sem eiga við verulega erfiðleika að etja og eru illa í stakk búnir til að takast á við áföll.“Ásgerður Jóna flosadóttirÁsgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir umsóknir um jólaaðstoð streyma inn. „Um 1.600 til 1.700 fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi fengu sérstaka aðstoð vegna jólahátíðarinnar hjá okkur í fyrra. Nú þegar hafa borist yfir 1.300 umsóknir og þær halda áfram að streyma inn þótt síðasti umsóknardagur hafi verið síðastliðinn föstudag. Hingað hringir fólk grátandi, bæði konur og karlar. Fólk reynir fram á síðustu stundu að bjarga sér sjálft en svo sér það að það getur það ekki. Þá er gott að geta gripið fólkið og við gerum það.“ Aðstoðin sem Fjölskylduhjálp Íslands veitir er í formi jólamatar, að sögn Ásgerðar. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík hafa ákveðið að starfa saman að jólaaðstoð við efnalitlar barnafjölskyldur í borginni í ár. „Þar sem önnur hjálparsamtök eru að störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum við afmarkað okkur við barnafjölskyldur en úti á landi geta allir sótt um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Rúmlega 1.400 fjölskyldur fengu jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í fyrra. „Við erum ekki búin að fara yfir allar umsóknir sem borist hafa núna en það er tilfinning okkar að fjöldinn verði ekki meiri í ár. Vonandi verður hann minni.“ Hjá Hjálparstarfinu er aðstoðin í formi inneignarkorts sem hægt er að nota í matvöruverslunum. „Fólk fær kort og þarf ekki að standa í röð eftir aðstoð. Það er meiri mannvirðing í því að fólk fari að versla eins og allir aðrir,“ segir Bjarni.
Jólafréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira