Við erum ekki hræddir við það að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Finnur Freyr hefur náð einstökum árangri með KR-liðið. Vísir/Vilhelm „Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir því,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR sem er á toppnum með fullt hús og hefur unnið 96,8 prósent deildarleikjanna undir hans stjórn. KR hefur unnið alla níu deildarleikina í vetur og vann 21 af 22 deildarleikjum sínum á síðustu leiktíð auk þess að fara alla leið og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni. Öll verkfærin í kringum hann Hvernig hefur Finnur farið að því að endurskrifa þjálfarasögu deildarinnar? „Ég var heppinn að fá gríðarlega sterkan hóp upp í hendurnar, umgjörðin er góð og það er vel haldið utan um hlutina Í KR. Öll verkfærin í kringum mig hafa verið til fyrirmyndar og sem betur fer hafa úrslitin verið eftir því,“ segir Finnur. Honum sem bæði ungum og reynslulitlum þjálfara gekk vel með að ráða við stjörnum prýtt lið KR frá fyrsta leik. „Þetta eru svo heilsteyptir menn sem maður er að þjálfa og þeir tóku mér opnum örmum. Þetta eru allt strákar sem eiga sterkar rætur í klúbbnum, hafa spilað þarna lengi eða eru uppaldir. Markmið allra eru sameiginleg og þegar allir eru tilbúnir að róa í rétta átt þá gerir það verkefnið miklu auðveldara,“ segir Finnur.Finnur gerði KR að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári.Vísir/Andri MarinóBætti met Vals Ingimundarsonar Finnur bætti met Vals Ingimundarsonar um fjóra leiki í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudagskvöldið en Valur vann sinn 30. þjálfarasigur í úrvalsdeild karla í sínum 35. leik í mars 1988. Valur bætti þá met Gunnars Þorvarðarsonar frá 1985 um einn leik en þeir Friðrik Ingi Rúnarsson, sem vann 30. sigurinn í sínum 36. leik í desember 1991, og Helgi Jónas Guðfinnsson, sem gerði hið sama í sínum 38. leik í febrúar 2012, eru hinir mennirnir á topp fimm listanum. Finnur gat ekki frekar en aðrir séð fyrir sér svona marga sigurleiki og svo fá töp þegar hann tók við KR-liðinu í maímánuði 2013. „Síðan ég var lítill strákur og svo þegar ég hætti að spila sjálfur og ákvað að gerast þjálfari fyrir fimmtán árum, þá hefur það alltaf verið stærsti draumurinn að taka við KR. Þegar tækifærið kom þá óraði mann ekki fyrir þessari byrjun. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir tækifærið og þessi tími er búinn að vera ótrúlegur. Vonandi erum við samt rétt að byrja og þetta aðeins upphafið að einhverju meira svona,“ segir Finnur sem fær góðan vinnufrið í Frostaskjólinu.Eigin frami og frægð í öðru sæti „Þegar vel gengur þá er erfitt að kvarta eða setja út á hlutina. Í svona liði verða allir að vera tilbúnir að gefa eitthvað frá sér. Strákar sem gætu verið í stærri hlutverkum annars staðar eru að sætta sig við minni hlutverk hjá okkur. Við erum allir í þessu til að vinna og setjum allir liðið í fyrsta sætið. Okkar eigin frami og frægð eru í öðru sæti og það á jafnvel við mig og alla strákana í liðinu. Liðið kemur númer eitt og allt annað er í sætinu fyrir neðan,“ segir Finnur.Vísir/Andri Marinó30 sigrar í 31 leik á rúmum fjórtán mánuðum. En hvað með þennan eina tapleik? „Ég man vel eftir honum, hann var á móti Grindavík í fyrsta leiknum á árinu. Við komum flatir inn eftir jólin, vorum ekki klárir og töpuðum fyrir góðu Grindavíkurliði. Við höfum alltaf sagt það að við erum ekki hræddir við það að tapa. Það kemur að því að við töpum og maður lærir helling af töpunum,“ segir Finnur. KR-ingar láta heldur ekki umræðuna um yfirburðarlið og að mótið sé búið trufla einbeitingu sína. „Við erum ekki að stressa okkur of mikið yfir því sem öðrum finnst. Við vitum hvað við ætlum að gera og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera til að láta það gerast. Við erum með báða fætur á jörðinni og það skiptir ekki öllu hvort það verði enginn tapleikur eða þrír tapleikir. Við stefnum á stóru titlana og erum tilbúnir að gera það sem þarf til að ná þeim,“ sagði Finnur.Fyrstir í 30 sigra í úrvalsdeild: 31 leikur - Finnur Freyr Stefánsson 35 leikir - Valur Ingimundarson 36 leikir - Gunnar Þorvarðarson 36 leikir - Friðrik Ingi Rúnarsson 38 leikir - Helgi Jónas Guðfinnsson 39 leikir - Einar Árni Jóhannsson 40 leikir - Sigurður Ingimundarson 40 leikir - Tim Dwyer 40 leikir - Friðrik Ragnarsson 40 leikir - Laszlo Nemeth 42 leikir - Hilmar Hafsteinsson 42 leikir - John Rhodes 42 leikir - Guðjón Skúlason 43 leikir - Jón Kr. Gíslason Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
„Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir því,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR sem er á toppnum með fullt hús og hefur unnið 96,8 prósent deildarleikjanna undir hans stjórn. KR hefur unnið alla níu deildarleikina í vetur og vann 21 af 22 deildarleikjum sínum á síðustu leiktíð auk þess að fara alla leið og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni. Öll verkfærin í kringum hann Hvernig hefur Finnur farið að því að endurskrifa þjálfarasögu deildarinnar? „Ég var heppinn að fá gríðarlega sterkan hóp upp í hendurnar, umgjörðin er góð og það er vel haldið utan um hlutina Í KR. Öll verkfærin í kringum mig hafa verið til fyrirmyndar og sem betur fer hafa úrslitin verið eftir því,“ segir Finnur. Honum sem bæði ungum og reynslulitlum þjálfara gekk vel með að ráða við stjörnum prýtt lið KR frá fyrsta leik. „Þetta eru svo heilsteyptir menn sem maður er að þjálfa og þeir tóku mér opnum örmum. Þetta eru allt strákar sem eiga sterkar rætur í klúbbnum, hafa spilað þarna lengi eða eru uppaldir. Markmið allra eru sameiginleg og þegar allir eru tilbúnir að róa í rétta átt þá gerir það verkefnið miklu auðveldara,“ segir Finnur.Finnur gerði KR að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári.Vísir/Andri MarinóBætti met Vals Ingimundarsonar Finnur bætti met Vals Ingimundarsonar um fjóra leiki í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudagskvöldið en Valur vann sinn 30. þjálfarasigur í úrvalsdeild karla í sínum 35. leik í mars 1988. Valur bætti þá met Gunnars Þorvarðarsonar frá 1985 um einn leik en þeir Friðrik Ingi Rúnarsson, sem vann 30. sigurinn í sínum 36. leik í desember 1991, og Helgi Jónas Guðfinnsson, sem gerði hið sama í sínum 38. leik í febrúar 2012, eru hinir mennirnir á topp fimm listanum. Finnur gat ekki frekar en aðrir séð fyrir sér svona marga sigurleiki og svo fá töp þegar hann tók við KR-liðinu í maímánuði 2013. „Síðan ég var lítill strákur og svo þegar ég hætti að spila sjálfur og ákvað að gerast þjálfari fyrir fimmtán árum, þá hefur það alltaf verið stærsti draumurinn að taka við KR. Þegar tækifærið kom þá óraði mann ekki fyrir þessari byrjun. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir tækifærið og þessi tími er búinn að vera ótrúlegur. Vonandi erum við samt rétt að byrja og þetta aðeins upphafið að einhverju meira svona,“ segir Finnur sem fær góðan vinnufrið í Frostaskjólinu.Eigin frami og frægð í öðru sæti „Þegar vel gengur þá er erfitt að kvarta eða setja út á hlutina. Í svona liði verða allir að vera tilbúnir að gefa eitthvað frá sér. Strákar sem gætu verið í stærri hlutverkum annars staðar eru að sætta sig við minni hlutverk hjá okkur. Við erum allir í þessu til að vinna og setjum allir liðið í fyrsta sætið. Okkar eigin frami og frægð eru í öðru sæti og það á jafnvel við mig og alla strákana í liðinu. Liðið kemur númer eitt og allt annað er í sætinu fyrir neðan,“ segir Finnur.Vísir/Andri Marinó30 sigrar í 31 leik á rúmum fjórtán mánuðum. En hvað með þennan eina tapleik? „Ég man vel eftir honum, hann var á móti Grindavík í fyrsta leiknum á árinu. Við komum flatir inn eftir jólin, vorum ekki klárir og töpuðum fyrir góðu Grindavíkurliði. Við höfum alltaf sagt það að við erum ekki hræddir við það að tapa. Það kemur að því að við töpum og maður lærir helling af töpunum,“ segir Finnur. KR-ingar láta heldur ekki umræðuna um yfirburðarlið og að mótið sé búið trufla einbeitingu sína. „Við erum ekki að stressa okkur of mikið yfir því sem öðrum finnst. Við vitum hvað við ætlum að gera og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera til að láta það gerast. Við erum með báða fætur á jörðinni og það skiptir ekki öllu hvort það verði enginn tapleikur eða þrír tapleikir. Við stefnum á stóru titlana og erum tilbúnir að gera það sem þarf til að ná þeim,“ sagði Finnur.Fyrstir í 30 sigra í úrvalsdeild: 31 leikur - Finnur Freyr Stefánsson 35 leikir - Valur Ingimundarson 36 leikir - Gunnar Þorvarðarson 36 leikir - Friðrik Ingi Rúnarsson 38 leikir - Helgi Jónas Guðfinnsson 39 leikir - Einar Árni Jóhannsson 40 leikir - Sigurður Ingimundarson 40 leikir - Tim Dwyer 40 leikir - Friðrik Ragnarsson 40 leikir - Laszlo Nemeth 42 leikir - Hilmar Hafsteinsson 42 leikir - John Rhodes 42 leikir - Guðjón Skúlason 43 leikir - Jón Kr. Gíslason
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira