Stelpurnar með öll Íslandsmetin og níu bestu sætin á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2014 07:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir komst inn á topp 22 í þremur sundum. Vísir/Vilhelm Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni Sund Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni
Sund Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira