Illa farnir vinir fara á ferðalag um Ísland Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 12:30 Strákarnir verða með vikulegan þátt á Vísi. Fréttablaðið/Ernir „Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið Mint Productions og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir. „Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna. „Við fórum í ferð um Suðurlandið og út úr því kom skemmtilegt myndband. Þegar við vorum búnir að klippa myndbandið spratt fram þessi hugmynd, að ferðast um allt Ísland. Svo fórum við bara af stað.“ Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum. „Sumt er skipulagt og annað handahófskennt, við höfum allir gaman af því að detta inn á eitthvað algjörlega „random“," segir Davíð. „Seinustu helgi fórum við að Mývatni. Við rötuðum eiginlega ekki neitt, þannig séð. Við vorum að leita að Grjótagjá, leynistað sem er algjör náttúruperla. Fengum leiðbeiningar frá heimamanni en við misskildum þær og löbbuðum um í klukkutíma í kolniðamyrkri,“ segir Davíð en félagarnir komust þó á leiðarenda. „Við fundum þetta á endanum. Rifnar gallabuxur, hvít úlpa orðin brún af mold, vélin að verða batteríslaus og svona en við höfðum bara gaman af því.“ Davíð segir þá leggja áherslu á að hafa gaman af hlutunum. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug, búum til ævintýri. Við reynum að fara á staði sem fólk hefur kannski ekki farið á áður og setjum svona okkar krydd á þetta.“ Illa farnir verða sýndir á Vísi og er fyrsti þátturinn væntanlegur í næstu viku. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum Illa farnir: Illa farnir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið Mint Productions og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir. „Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna. „Við fórum í ferð um Suðurlandið og út úr því kom skemmtilegt myndband. Þegar við vorum búnir að klippa myndbandið spratt fram þessi hugmynd, að ferðast um allt Ísland. Svo fórum við bara af stað.“ Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum. „Sumt er skipulagt og annað handahófskennt, við höfum allir gaman af því að detta inn á eitthvað algjörlega „random“," segir Davíð. „Seinustu helgi fórum við að Mývatni. Við rötuðum eiginlega ekki neitt, þannig séð. Við vorum að leita að Grjótagjá, leynistað sem er algjör náttúruperla. Fengum leiðbeiningar frá heimamanni en við misskildum þær og löbbuðum um í klukkutíma í kolniðamyrkri,“ segir Davíð en félagarnir komust þó á leiðarenda. „Við fundum þetta á endanum. Rifnar gallabuxur, hvít úlpa orðin brún af mold, vélin að verða batteríslaus og svona en við höfðum bara gaman af því.“ Davíð segir þá leggja áherslu á að hafa gaman af hlutunum. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug, búum til ævintýri. Við reynum að fara á staði sem fólk hefur kannski ekki farið á áður og setjum svona okkar krydd á þetta.“ Illa farnir verða sýndir á Vísi og er fyrsti þátturinn væntanlegur í næstu viku. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum Illa farnir:
Illa farnir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira