Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki gert neitt rangt er hún afhenti greinargerð um hælisleitanda. Fréttablaðið/GVA Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra. Lekamálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra.
Lekamálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira