Hanna Birna átti ekki annan kost Sigurjón M. Egilsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Engum á að koma á óvart að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi ákveðið að hætta að gegna embætti innanríkisráðherra. Það hefur blasað við um nokkurn tíma. Allt frá fyrsta degi lekamálsins hefur vandi hennar aukist og að því kom að hún viðurkenndi ósigur sinn. Loksins, segja margir. Hanna Birna kýs að halda áfram þingmennsku og ætlar að vera áfram varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvernig henni tekst að vinna úr þeirri stöðu sem nú er uppi er óvíst. Því ræður hún ekki ein. Alls ekki. Hún leggur af stað í nýja vegferð með fullan stuðning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Í yfirlýsingu Hönnu Birnu, frá því gær, segir einmitt: „Ég hef ítrekað tjáð mig um að ég hafi ekki blandað mér með óeðlilegum hætti í umrædda rannsókn og það hafa fyrrverandi lögreglustjóri, ríkissaksóknari, rannsakendur og loks héraðsdómur staðfest með niðurstöðum sínum. Undanfarna daga hef ég hins vegar skynjað að ekkert af þessu skiptir raunverulega máli. Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og munu áfram halda uppi efasemdum og ásökunum vegna þess.“ Það sem Hanna Birna kýs að kalla öfl mun ráða nokkru um framhaldið, ekki síður en hún sjálf eða þá Bjarni formaður. Hún gerði mistök í upphafi málsins og hún gerði mistök í gær. Best hefði verið fyrir hana að segja sig frá ráðherraembættinu daginn sem málið var tekið til opinberrar rannsóknar. Kannski voru það fyrstu mistökin hennar. Þau nýjustu voru að harka ekki af sér og mæta fjölmiðlum á blaðamannafundi í gær. Illu er best aflokið. Hver pólitísk framtíð Hönnu Birnu verður, er ekki undir henni einni komið. „Öflin“ munu hafa sitt að segja. Svo merkilegt sem það er, þá voru fyrr í þessum mánuði tuttugu ár frá því að Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti félagsmálaráðherra. Hann sagði þá á blaðamannafundi að hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri, eins og hann orðaði það. Hann vék og eftir það sat hann á þingi í meira en áratug og hefur síðan verið sendiherra, fyrst í Svíþjóð og nú í Bandaríkjunum. Sem segir að afsögn Hönnu Birnu, sem ráðherra, þarf ekki að þýða endalok pólitísks ferils hennar. Svo þarf ekki að vera. Hanna Birna var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins. Miklar vonir voru bundnar við hana. Framabrautin virtist henni greið. En svo fór sem fór. Bjarni Benediktsson sagði, í fréttum Stöðvar 2, í gær að Hanna Birna myndi hugsanlega verða betri varaformaður nú en áður. Hún hefði meiri tíma til að sinna flokksstarfinu. Trúlegast kaus Hanna Birna að vera farin úr embætti áður en umboðsmaður Alþingis skilar áliti sínu, sem hann gerir að öllu óbreyttu í næstu viku. Fái hún áfelli þar er víst að staðan verður verri en ella. Og trúlegast best að vera farin áður. Stuttum og stormasömum ráðherraferli er lokið í lífi Hönnu Birnu. Eftir er að meta önnur störf hennar, var hún þrátt fyrir allt góður ráðherra, eða ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Engum á að koma á óvart að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi ákveðið að hætta að gegna embætti innanríkisráðherra. Það hefur blasað við um nokkurn tíma. Allt frá fyrsta degi lekamálsins hefur vandi hennar aukist og að því kom að hún viðurkenndi ósigur sinn. Loksins, segja margir. Hanna Birna kýs að halda áfram þingmennsku og ætlar að vera áfram varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvernig henni tekst að vinna úr þeirri stöðu sem nú er uppi er óvíst. Því ræður hún ekki ein. Alls ekki. Hún leggur af stað í nýja vegferð með fullan stuðning Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Í yfirlýsingu Hönnu Birnu, frá því gær, segir einmitt: „Ég hef ítrekað tjáð mig um að ég hafi ekki blandað mér með óeðlilegum hætti í umrædda rannsókn og það hafa fyrrverandi lögreglustjóri, ríkissaksóknari, rannsakendur og loks héraðsdómur staðfest með niðurstöðum sínum. Undanfarna daga hef ég hins vegar skynjað að ekkert af þessu skiptir raunverulega máli. Tortryggni og vantraust vegna málsins eru enn til staðar og ákveðnir aðilar og öfl geta og munu áfram halda uppi efasemdum og ásökunum vegna þess.“ Það sem Hanna Birna kýs að kalla öfl mun ráða nokkru um framhaldið, ekki síður en hún sjálf eða þá Bjarni formaður. Hún gerði mistök í upphafi málsins og hún gerði mistök í gær. Best hefði verið fyrir hana að segja sig frá ráðherraembættinu daginn sem málið var tekið til opinberrar rannsóknar. Kannski voru það fyrstu mistökin hennar. Þau nýjustu voru að harka ekki af sér og mæta fjölmiðlum á blaðamannafundi í gær. Illu er best aflokið. Hver pólitísk framtíð Hönnu Birnu verður, er ekki undir henni einni komið. „Öflin“ munu hafa sitt að segja. Svo merkilegt sem það er, þá voru fyrr í þessum mánuði tuttugu ár frá því að Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér embætti félagsmálaráðherra. Hann sagði þá á blaðamannafundi að hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri, eins og hann orðaði það. Hann vék og eftir það sat hann á þingi í meira en áratug og hefur síðan verið sendiherra, fyrst í Svíþjóð og nú í Bandaríkjunum. Sem segir að afsögn Hönnu Birnu, sem ráðherra, þarf ekki að þýða endalok pólitísks ferils hennar. Svo þarf ekki að vera. Hanna Birna var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins. Miklar vonir voru bundnar við hana. Framabrautin virtist henni greið. En svo fór sem fór. Bjarni Benediktsson sagði, í fréttum Stöðvar 2, í gær að Hanna Birna myndi hugsanlega verða betri varaformaður nú en áður. Hún hefði meiri tíma til að sinna flokksstarfinu. Trúlegast kaus Hanna Birna að vera farin úr embætti áður en umboðsmaður Alþingis skilar áliti sínu, sem hann gerir að öllu óbreyttu í næstu viku. Fái hún áfelli þar er víst að staðan verður verri en ella. Og trúlegast best að vera farin áður. Stuttum og stormasömum ráðherraferli er lokið í lífi Hönnu Birnu. Eftir er að meta önnur störf hennar, var hún þrátt fyrir allt góður ráðherra, eða ekki?
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun