Er ég sæt? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Venjulega Barbie-dúkkan var kynnt til sögunnar í vikunni. Hún heitir Lammily. Að sögn hönnuðarins Nickolay Lamm var markmið hans að sýna hvernig konur líta út í raun og veru. Lammily-dúkkan er hraust og í góðu formi. Hún er talsvert þrýstnari en hefðbundin Barbie-dúkka enda geta flestir verið sammála um að hlutföll hennar Barbie séu vægast sagt óraunhæf. Hægt er að kaupa sérstaka límmiða með Lammily og þannig gefa dúkkunni freknur, bólur, appelsínuhúð, slitför, gleraugu, húðflúr, skrámur, marbletti og moskítóbit svo fátt eitt sé nefnt. Þá segir Nickolay þessi að dúkkan máli sig afskaplega lítið og hafi góðan smekk á fatnaði. Og svo við segjum það bara hreint út: Lammily er ekki eins sæt og Barbie. Að hans mati eru þetta allt eiginleikar sem „venjuleg“ kona er gædd. Ég er í ágætisformi. Ég er ekki með mikið af freknum og hef aldrei verið gjörn á að fá mikið af bólum. Ég mála mig nánast ekkert. Ég er með tvö húðflúr. Ég er örugglega þreföld að stærð ef ég miða við Barbie. Ég er ekki með mörg sjáanleg slitför en vissulega er appelsínuhúðin hress á sínum stað á rassi og lærum. Ég kalla hana kotasælu. Ég hef aldrei fengið moskítóbit og ég hef notað gleraugu síðan ég var fimm ára. Er ég sæt? Það er fyrir aðra að dæma en ég er yfirleitt þokkalega ánægð með mig. En ég á líka fullt af vinkonum. Sumum finnst tattú viðbjóður. Aðrar vita varla hvað appelsínuhúð er og enn aðrar eru með óþolandi fullkomna sjón. Margar af þeim mála sig mikið – aðrar ekki neitt. Þær eru hvorki Lammily né Barbie. Eru þær þá ekki „venjulegar“ konur? Ég á svo bágt með að skilja hvernig Lammily getur kennt dóttur minni hvað „venjuleg“ kona er. Af hverju má „venjuleg“ kona bara mála sig í hófi? Af hverju þarf hún að vera með gleraugu, slitför og appelsínuhúð? Heimur, nennirðu plís að hætta að segja mér hvernig ég á að vera? Má ég ekki bara vera ég sjálf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Venjulega Barbie-dúkkan var kynnt til sögunnar í vikunni. Hún heitir Lammily. Að sögn hönnuðarins Nickolay Lamm var markmið hans að sýna hvernig konur líta út í raun og veru. Lammily-dúkkan er hraust og í góðu formi. Hún er talsvert þrýstnari en hefðbundin Barbie-dúkka enda geta flestir verið sammála um að hlutföll hennar Barbie séu vægast sagt óraunhæf. Hægt er að kaupa sérstaka límmiða með Lammily og þannig gefa dúkkunni freknur, bólur, appelsínuhúð, slitför, gleraugu, húðflúr, skrámur, marbletti og moskítóbit svo fátt eitt sé nefnt. Þá segir Nickolay þessi að dúkkan máli sig afskaplega lítið og hafi góðan smekk á fatnaði. Og svo við segjum það bara hreint út: Lammily er ekki eins sæt og Barbie. Að hans mati eru þetta allt eiginleikar sem „venjuleg“ kona er gædd. Ég er í ágætisformi. Ég er ekki með mikið af freknum og hef aldrei verið gjörn á að fá mikið af bólum. Ég mála mig nánast ekkert. Ég er með tvö húðflúr. Ég er örugglega þreföld að stærð ef ég miða við Barbie. Ég er ekki með mörg sjáanleg slitför en vissulega er appelsínuhúðin hress á sínum stað á rassi og lærum. Ég kalla hana kotasælu. Ég hef aldrei fengið moskítóbit og ég hef notað gleraugu síðan ég var fimm ára. Er ég sæt? Það er fyrir aðra að dæma en ég er yfirleitt þokkalega ánægð með mig. En ég á líka fullt af vinkonum. Sumum finnst tattú viðbjóður. Aðrar vita varla hvað appelsínuhúð er og enn aðrar eru með óþolandi fullkomna sjón. Margar af þeim mála sig mikið – aðrar ekki neitt. Þær eru hvorki Lammily né Barbie. Eru þær þá ekki „venjulegar“ konur? Ég á svo bágt með að skilja hvernig Lammily getur kennt dóttur minni hvað „venjuleg“ kona er. Af hverju má „venjuleg“ kona bara mála sig í hófi? Af hverju þarf hún að vera með gleraugu, slitför og appelsínuhúð? Heimur, nennirðu plís að hætta að segja mér hvernig ég á að vera? Má ég ekki bara vera ég sjálf?
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun