Fjölmenning og fordómar í garð trúaðra Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fjölmenning Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar