Fjölmenning og fordómar í garð trúaðra Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fjölmenning Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Umræða samfélagsins um trú og trúarhefðir hefur aukist mjög á undanförnum árum og trúarbrögð skipa veigameiri sess í umræðu um alþjóðastjórnmál en þekktist undir lok 20. aldar. Ástæður þess eru margvíslegar en líklega hefur sú aukna vá, sem bókstafleg túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldisverk hefur verið, haft þar mest áhrif. Umræða fjölmiðla um trúarhefðir er því miður oft byggð á upphrópunum, sem og þeirri tilhneigingu að setja allar trúarhefðir undir sama hatt. Sú tilhneiging á við um umræðu er snýr að öllum trúarhefðum, þótt fordómar í garð múslima fari hæst í opinberri umræðu. Líkt og í umræðu um kristindóminn fá þær raddir mest vægi sem halda á lofti bókstaflegri túlkun trúarlegra texta til að réttlæta ofbeldi og valdbeitingu. Meirihluti múslima iðkar trú sína með friðsömum hætti en ofbeldisverk hryðjuverkasamtaka og fjölskylduharmleikir heiðursmorða þykja bitastæðara fréttaefni en friðsöm trúariðkun innflytjenda á Vesturlöndum. Afleiðingin er sú að sú mynd sem birtist í opinberri orðræðu gefur þá mynd að íslam sé í grunninn ofbeldisfull trúarbrögð. Einföldun byggð á fordómum Víða í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta eru framin mannréttindabrot og staða kvenna í hinum íslamska heimi er sannarlega áhyggjuefni. Staðreyndin er hinsvegar sú að sú tilhneiging í opinberri umræðu að kenna íslam, eða trúarbrögðum almennt, um er einföldun sem elur á fordómum og kyndir undir enn frekara ofbeldi. Bókstafshyggja sem réttlæting ofbeldisverka er tilhneiging sem einskorðast hvorki við íslam, né trúarbrögð almennt, heldur hefur birst á undangenginni öld í túlkun á guðlausum stefnuyfirlýsingum stjórnmálaafla. Upplýst umræða Ofbeldi í garð kvenna er vandamál sem herjar á mannkyn allt og þó staða kvenna í hinum íslamska heimi sé víða bágborin er mikilvægt að skoða hana í samhengi. Til dæmis er umskurn kvenna ekki einungis iðkuð í löndum þar sem múslimar eru í meirihluta, líkt og í Erítreu og Eþíópíu, löndum þar sem kristnir eru í meirihluta. Slæðan, sem oft er túlkuð sem táknmynd kúgunar kvenna, hefur á köflum verið táknmynd kvenfrelsis, samanber í Íran áður en að klerkabyltingin átti sér stað. Kúgun kvenna og mannréttindabrot gagnvart þeim eru sammannlegt vandamál og þeim ber að berjast gegn hvar sem þau birtast en það er einföldun að halda því fram að íslam sé kvenfjandsamlegri en önnur trúarbrögð. Innflytjendur auðga samfélagið Upplýst fjölmenningarsýn byggir á jákvæðri afstöðu í garð menningarlegrar og trúarlegrar fjölbreytni á sama tíma og hún mótmælir mannréttindabrotum og ofbeldi í öllum myndum. Á Íslandi er smám saman að verða til fjölmenningarsamfélag, þar sem innflytjendur af ýmsum þjóðarbrotum og trúarhefðum auðga samfélag okkar með því að gerast Íslendingar. Íslensku samfélagi stendur ekki ógn af menningarlegum fjölbreytileika en okkur stendur ógn af fordómum í samfélagi okkar, hvar sem þeir birtast. Upplýst umræða gerir þær kröfur að alhæfingar og upphrópanir séu ekki umbornar á vettvangi fjölmiðla, heldur sé fjallað um menningu og trúarbrögð með þeim hætti að gerður sé greinarmunur á því hvað er rætt um hverju sinni. Kristnar kirkjudeildir eru mjög ólíkar og það sama á við um birtingarmyndir íslam í ólíkri menningu þjóða. Hvorugum trúarbrögðum er gert rétt til með því að alhæfa um eðli þeirra eða bera fram upphrópanir byggðar á framgöngu þeirra sem beita trúnni fyrir sig til að réttlæta ofbeldi. Ef við viljum varðveita trúfrelsi á Íslandi getur það ekki byggt á útskúfun trúariðkunar úr hinu opinbera rými eða á því að fordæma alla trú sem er þjóðinni framandi. Trúfrelsi byggir á jákvæðri afstöðu í garð trúariðkunar og menningarlegar tjáningar innan þeirra marka sem mannréttindi og lög setja allri tjáningu. Nýlega var haldin í Neskirkju hátíð á vegum Félags Horizon en það eru menningarsamtök múslima sem vilja berjast gegn fordómum í samfélagi okkar. Á boðstólum voru fegurstu ávextir tyrkneskrar menningar, þjóðdansar, ebru-listmálun og ashura-grautur, en hann byggir á helgisögn sem segir að spámaðurinn Nói hafi blandað saman framandi hráefnum og fengið út einstakt bragð. Slíkir viðburðir varða veginn í átt að upplýstri fjölmenningu þar sem haldið er á lofti því besta sem menning og trú hafa fram að færa.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun