Kvíðnar konur: Dagleg streita getur leitt til kvíðaröskunar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 08:00 Tæplega þriðjungur fólks fær kvíðaröskun um ævina. Samkvæmt erlendum rannsóknum fær tæplega þriðjungur fólks kvíðaröskun um ævina og eru konur á Vesturlöndum helmingi líklegri en karlar til að fá ýmsar kvíðaraskanir. Þessi kynjamunur hefur verið lítt rannsakaður en Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar, segir að líklega komi fjöldi skýringa við sögu. „Erfðir koma að einhverju leyti við sögu sem og uppeldisskilyrði. Ofbeldi í æsku getur stuðlað að kvíða síðar meir og þekkt er að konur eru útsettari fyrir kynferðisofbeldi en karlar. Önnur áföll kunna að hafa áhrif, til dæmis tengd meðgöngu og fæðingu. Aukin hætta er á ofsakvíða á meðgöngu og eftir barnsburð, eins þróa sumar konur með sér þráhyggju og áráttu í kjölfar fæðingar. Þá geta kvíðaeinkenni versnað fyrir blæðingar og sumar konur merkja aukinn kvíða í tengslum við tíðahvörf.“ Sóley segir einnig miklar kröfur gerðar til nútímakonunnar, bæði af samfélaginu og henni sjálfri. „Konur taka oft meiri ábyrgð á heimilishaldi og barnauppeldi en karlar, svo ekki sé minnst á það álag sem fylgir því að ganga með og annast ung börn. Nútímakonan gerir ekki aðeins þær kröfur til sín að hún annist maka sinn og börn vel, heldur einnig að hún mennti sig, eigi starfsframa, iðki líkamsrækt og sé ungleg og fallega til fara. Konur virðast gera meiri kröfur til sín en karlar, kannski því þær hafa að meðaltali minna sjálfstraust.“Sóley segir að mikilvægt sé að flokka áhyggjur sem raunverulegar eða ímyndaðar áhyggjur.vísir/valliSóley segir að konur leiti sér fremur aðstoðar en karlar en engu að síður sé ýmislegt sem aftri þeim frá því, til dæmis séu þær frekar bundnar yfir börnum og hafi lægri tekjur. Einnig sé þekkt að minna sé gert úr kvíða kvenna þar sem fremur sé búist við að þær séu kvíðnar en karlar. Hún bendir einnig á að líklega sé fjöldi kvenna með vægan kvíða þótt það þróist ekki út í kvíðaröskun, en það sé alltaf gott að minnka áhyggjurnar. Nýlega gaf hún út sjálfshjálparbók þar sem gefin eru góð ráð til að ná tökum á kvíða, fælni og áhyggjum. „Annar hver maður er með daglegar áhyggjur yfir einhverju og það getur þróast út í alvarlegri kvíða. Það er mikilvægt að læra inn á áhyggjurnar og hvernig megi ráða við þær. Í stuttu máli snýst það um að taka sér áhyggjutíma í stað þess að hafa áhyggjur allan daginn, einnig að greina áhyggjurnar og hvort þær séu raunverulegar eða ímyndaðar. Ef þær eru raunverulegar þá þarf maður að hugsa í lausnum í stað þess að mála allt svart. Svo eru margir sem þurfa að læra að setja mörk og segja stundum nei við verkefnum eða beiðnum. Einnig að draga úr áreitum, svo sem Facebook, slökkva á útvarpinu eða hvíla símann um stund.“Kvíði er lífeðlislegt viðbragð sem virkjast þegar manneskja stendur frammi fyrir mögulegri ógn við velferð hennar eða afkomu. Þegar kvíðinn ræsist hins vegar ítrekað án þess að hætta sé á ferðum er litið svo á að kvíðinn sé of mikill. Það má líkja of miklum kvíða við ofurnæma þjófavörn í bíl sem fer í gang við minnsta áreiti. Kvíðaröskun er þegar kvíðinn er orðinn svo mikill að hann háir fólki í daglegu lífi og veldur því hugarangri. Félagsfælni óhóflegur kvíði í félagslegum aðstæðum þar sem möguleiki er á neikvæðu mati annarra. Afmörkuð fælni Óhóflegur ótti við afmarkað fyrirbæri eins og dýr, skordýr, veðurofsa, myrkur o.s.frv. Ofsakvíði Endurtekin kvíðaköst þar sem ofsalegur ótti gerir vart við sig ásamt líkamlegum einkennum eins og hjartslætti, svita, svima, andnauð o.fl. Þráhyggja og árátta Þráhyggja vísar til áleitinna og óboðinna hugsana, hvata eða ímynda sem valda kvíða. Árátta felst í síendurtekningu á ákveðnu atferli eins og að þvo sér um hendur eða raða hlutum. *Heilsukvíði Áhyggjur af að veikjast eða vera haldinn alvarlegum sjúkdómi. Áhyggjurnar eru meiri en líkamleg einkenni eða niðurstöður læknisrannsókna gefa tilefni til. Áfallastreituröskun Breytingar á tilfinningalífi, hugarfari og streituviðbrögðum í kjölfar áfalls. Viðkomandi endurupplifir áfallið með einum eða öðrum hætti. Almenn kvíðaröskun Óhóflegur kvíði eða áhyggjur vegna margvíslegra málefna og erfiðleikar með að láta af áhyggjum. Þessu fylgir t.d. eirðarleysi, þreyta, einbeitingarerfiðleikar, vöðvaspenna og svefntruflanir. Fólk er áhyggjufullt að staðaldri og á erfitt með að slaka á. Tengsl kvíða og þunglyndis Margir sem eru haldnir kvíða finna einnig fyrir þunglyndiseinkennum. Langvinnur kvíði getur leitt til þunglyndis. Tæplega þriðjungur fólks fær kvíðaröskun um ævina. Konur eru helmingi líklegri en karlar til að fá: AðskilnaðarkvíðaAlmenna kvíðaröskunÁfallastreituröskunAfmarkaða fælniOfsakvíðaLeiðir til hjálpar Margirmeð kvíðaröskun leita annarra leiða til að glíma við vandann en með lyfjum. Má þar nefna hugræna atferlismeðferð, stuðningshópa, hugleiðslu, mikla rútínu í daglegu lífi, jóga og aðra hreyfingu. Hvert skal leita? Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá fagfólki, til að mynda hjá Geðhjálp og Kvíðameðferðarstöðinni. Tengdar fréttir Kvíðinn sprettur út frá brotinni sjálfsmynd Þrjár konur sem glímt hafa við kvíða segja kröfurnar vera miklar frá samfélaginu. 15. nóvember 2014 08:30 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Samkvæmt erlendum rannsóknum fær tæplega þriðjungur fólks kvíðaröskun um ævina og eru konur á Vesturlöndum helmingi líklegri en karlar til að fá ýmsar kvíðaraskanir. Þessi kynjamunur hefur verið lítt rannsakaður en Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar, segir að líklega komi fjöldi skýringa við sögu. „Erfðir koma að einhverju leyti við sögu sem og uppeldisskilyrði. Ofbeldi í æsku getur stuðlað að kvíða síðar meir og þekkt er að konur eru útsettari fyrir kynferðisofbeldi en karlar. Önnur áföll kunna að hafa áhrif, til dæmis tengd meðgöngu og fæðingu. Aukin hætta er á ofsakvíða á meðgöngu og eftir barnsburð, eins þróa sumar konur með sér þráhyggju og áráttu í kjölfar fæðingar. Þá geta kvíðaeinkenni versnað fyrir blæðingar og sumar konur merkja aukinn kvíða í tengslum við tíðahvörf.“ Sóley segir einnig miklar kröfur gerðar til nútímakonunnar, bæði af samfélaginu og henni sjálfri. „Konur taka oft meiri ábyrgð á heimilishaldi og barnauppeldi en karlar, svo ekki sé minnst á það álag sem fylgir því að ganga með og annast ung börn. Nútímakonan gerir ekki aðeins þær kröfur til sín að hún annist maka sinn og börn vel, heldur einnig að hún mennti sig, eigi starfsframa, iðki líkamsrækt og sé ungleg og fallega til fara. Konur virðast gera meiri kröfur til sín en karlar, kannski því þær hafa að meðaltali minna sjálfstraust.“Sóley segir að mikilvægt sé að flokka áhyggjur sem raunverulegar eða ímyndaðar áhyggjur.vísir/valliSóley segir að konur leiti sér fremur aðstoðar en karlar en engu að síður sé ýmislegt sem aftri þeim frá því, til dæmis séu þær frekar bundnar yfir börnum og hafi lægri tekjur. Einnig sé þekkt að minna sé gert úr kvíða kvenna þar sem fremur sé búist við að þær séu kvíðnar en karlar. Hún bendir einnig á að líklega sé fjöldi kvenna með vægan kvíða þótt það þróist ekki út í kvíðaröskun, en það sé alltaf gott að minnka áhyggjurnar. Nýlega gaf hún út sjálfshjálparbók þar sem gefin eru góð ráð til að ná tökum á kvíða, fælni og áhyggjum. „Annar hver maður er með daglegar áhyggjur yfir einhverju og það getur þróast út í alvarlegri kvíða. Það er mikilvægt að læra inn á áhyggjurnar og hvernig megi ráða við þær. Í stuttu máli snýst það um að taka sér áhyggjutíma í stað þess að hafa áhyggjur allan daginn, einnig að greina áhyggjurnar og hvort þær séu raunverulegar eða ímyndaðar. Ef þær eru raunverulegar þá þarf maður að hugsa í lausnum í stað þess að mála allt svart. Svo eru margir sem þurfa að læra að setja mörk og segja stundum nei við verkefnum eða beiðnum. Einnig að draga úr áreitum, svo sem Facebook, slökkva á útvarpinu eða hvíla símann um stund.“Kvíði er lífeðlislegt viðbragð sem virkjast þegar manneskja stendur frammi fyrir mögulegri ógn við velferð hennar eða afkomu. Þegar kvíðinn ræsist hins vegar ítrekað án þess að hætta sé á ferðum er litið svo á að kvíðinn sé of mikill. Það má líkja of miklum kvíða við ofurnæma þjófavörn í bíl sem fer í gang við minnsta áreiti. Kvíðaröskun er þegar kvíðinn er orðinn svo mikill að hann háir fólki í daglegu lífi og veldur því hugarangri. Félagsfælni óhóflegur kvíði í félagslegum aðstæðum þar sem möguleiki er á neikvæðu mati annarra. Afmörkuð fælni Óhóflegur ótti við afmarkað fyrirbæri eins og dýr, skordýr, veðurofsa, myrkur o.s.frv. Ofsakvíði Endurtekin kvíðaköst þar sem ofsalegur ótti gerir vart við sig ásamt líkamlegum einkennum eins og hjartslætti, svita, svima, andnauð o.fl. Þráhyggja og árátta Þráhyggja vísar til áleitinna og óboðinna hugsana, hvata eða ímynda sem valda kvíða. Árátta felst í síendurtekningu á ákveðnu atferli eins og að þvo sér um hendur eða raða hlutum. *Heilsukvíði Áhyggjur af að veikjast eða vera haldinn alvarlegum sjúkdómi. Áhyggjurnar eru meiri en líkamleg einkenni eða niðurstöður læknisrannsókna gefa tilefni til. Áfallastreituröskun Breytingar á tilfinningalífi, hugarfari og streituviðbrögðum í kjölfar áfalls. Viðkomandi endurupplifir áfallið með einum eða öðrum hætti. Almenn kvíðaröskun Óhóflegur kvíði eða áhyggjur vegna margvíslegra málefna og erfiðleikar með að láta af áhyggjum. Þessu fylgir t.d. eirðarleysi, þreyta, einbeitingarerfiðleikar, vöðvaspenna og svefntruflanir. Fólk er áhyggjufullt að staðaldri og á erfitt með að slaka á. Tengsl kvíða og þunglyndis Margir sem eru haldnir kvíða finna einnig fyrir þunglyndiseinkennum. Langvinnur kvíði getur leitt til þunglyndis. Tæplega þriðjungur fólks fær kvíðaröskun um ævina. Konur eru helmingi líklegri en karlar til að fá: AðskilnaðarkvíðaAlmenna kvíðaröskunÁfallastreituröskunAfmarkaða fælniOfsakvíðaLeiðir til hjálpar Margirmeð kvíðaröskun leita annarra leiða til að glíma við vandann en með lyfjum. Má þar nefna hugræna atferlismeðferð, stuðningshópa, hugleiðslu, mikla rútínu í daglegu lífi, jóga og aðra hreyfingu. Hvert skal leita? Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá fagfólki, til að mynda hjá Geðhjálp og Kvíðameðferðarstöðinni.
Tengdar fréttir Kvíðinn sprettur út frá brotinni sjálfsmynd Þrjár konur sem glímt hafa við kvíða segja kröfurnar vera miklar frá samfélaginu. 15. nóvember 2014 08:30 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Kvíðinn sprettur út frá brotinni sjálfsmynd Þrjár konur sem glímt hafa við kvíða segja kröfurnar vera miklar frá samfélaginu. 15. nóvember 2014 08:30