Brjóstakrabbamein og hvað svo? Teitur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Árlega greinist fjöldi kvenna með brjóstakrabbamein á Íslandi, en það er algengasta mein kvenna hérlendis og víðast hvar í heiminum. Meðalfjöldi þeirra sem fær slíka greiningu samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands er 210 á hverju ári, að ógleymdum 2 körlum til viðbótar. Já, það er satt, karlar geta líka fengið brjóstakrabbamein, en það er afar sjaldgæft. Þetta er sjúkdómur sem herjar á konur allt frá þrítugsaldri, en meðalaldur við greiningu er 61 ár og meira en helmingur þeirra kvenna sem greinast er á aldrinum 50-69 ára. Ein af hverjum 9 konum getur átt von á að greinast með þennan sjúkdóm á lífsleiðinni en sem betur fer hefur bæði greiningarmöguleikum og meðferð fleygt fram á síðustu áratugum og því er svo komið að 5 ára lifun er komin yfir 90% hérlendis sem er mjög gott. Engu að síður deyja árlega á bilinu 35-40 konur úr brjóstakrabbameini. Meðferðin við brjóstakrabbameini fer eftir eðli og gerð meinsins og getur komið til skurðaðgerða, geisla- og lyfjameðferðar. Þetta er erfiður tími og mikilvægt að hlúa sem best að fjölskyldu, ættingjum og vinum, en þó fyrst og fremst sjálfum sér, það er enginn sem tekur slaginn fyrir viðkomandi. Hjálpin felst í stuðningi og aðstoð hvers konar sem kann að vera nauðsynleg. Undir slíkum kringumstæðum verður heilbrigðiskerfið líka að vera í stakk búið til að taka á vandanum með sjúklingi og bjóða þá bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni, stjórnvöld hafa lofað því og verða að standa við það!Margvísleg vandamál Þær konur sem ganga í gegnum meðferð við brjóstakrabbameini geta glímt við margvísleg vandamál á meðan á henni stendur og í kjölfarið. Ýmsar aukaverkanir koma upp sem geta verið misslæmar og tengst bæði aðgerð, geislum eða þeim lyfjum sem tekin eru vegna sjúkdómsins. Margar konur eru með æxlisvöxt sem er tengdur við hormónabúskap þeirra, þá sérstaklega östrogen sem er eitt af kvenhormónunum. Það þýðir að þau hormón hafa hvetjandi áhrif á vöxt æxlisins og því er ráðlagt að hindra sem mest framleiðslu eða umbrot þess hormóns í líkama kvenna. Til þess eru nokkrar leiðir en sú algengasta er með lyfjagjöf sem raunverulega setur konur í tíðahvörf. Tíðahvörf er það kallað þegar ójafnvægi kemst á framleiðslu kvenhormóna í líkama viðkomandi með tilheyrandi einkennum, samkvæmt skilgreiningu er kona komin í tíðahvörf þegar hún hefur ekki haft blæðingar í 12 mánuði samfleytt. Þetta gerist á náttúrulegan hátt þegar konur eldast, en einnig ef konur eru settar í tíðahvörf með skurðaðgerð þar sem eggjastokkar eru fjarlægðir eða með vissum krabbameinslyfjum. Þá geta konur sem greinast með brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf, en hafa verið að nota uppbótarmeðferð, þurft að hætta henni sem mögulega leiðir til tíðahvarfaeinkenna að nýju.Einkennin oft vanmetin Hitakóf, svitakóf, svefntruflanir, blæðingatruflanir, skapsveiflur, þyngdaraukning, slímhúðarvandi og þurrkur í kynfærum, aukin tíðni þvagfærasýkinga, húðþurrkur og hárlos, breytingar á brjóstum, minnkuð kynhvöt og kynlöngun, þreyta, verkir og beinþynning til lengri tíma litið eru helstu einkenni tíðahvarfa og getur maður ímyndað sér að það sé ekki á bætandi hjá einstaklingi sem hefur áhyggjur af lífi sínu og framtíð vegna þess sjúkdóms sem hann er að kljást við. Samkvæmt nýlegri rannsókn kemur fram að ríflega 70% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein fá einkenni tíðahvarfa í meðferð og að þau einkenni séu oft vanmetin af læknum og vanmeðhöndluð einnig. Þá kemur fram að þessi einkenni hafi það mikil áhrif á konur að þær íhugi sterklega að hætta meðferð vegna þessa og þannig útsetja sig fyrir aukinni hættu á því að meinið taki sig upp að nýju. Meðferð við tíðahvörfum með hormónauppbót hefur verið talsvert gagnrýnd í gegnum tíðina og er mælt gegn henni hjá konum sem hafa greinst með hormónajákvæð æxli, það á einnig við um hin ýmsu fæðubótarefni. Besta leiðin er að komast hjá áreiti sem ýtir undir hita- og svitakóf en það getur verið einstaklingsbundið og best er að halda dagbók. Algengir triggerar eru streita, áfengi, kaffi, ýmis krydd og nikótín. Ofklæða sig ekki, forðast gerviefni í fötum, sofa með opinn glugga. Fara í kalda sturtu fyrir svefn, jafnvel nota kælipoka. Viðhalda réttri líkamsþyngd og hreyfa sig reglubundið. Beita slökun og HAM-meðferð en einnig nálastungum. Þá eru til lyf sem eru ekki tengd hormónakerfinu sem geta hjálpað eins og lágskammta SSRI-lyfjameðferð, ákveðin blóðþrýstimeðferð og einnig taugaverkjalyf sem hafa sýnt virkni. Allt eru þetta leiðir sem geta gert óbærilega líðan mögulega bærilegri á erfiðum tíma í baráttunni og aukið líkurnar á meðferðarheldni kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Árlega greinist fjöldi kvenna með brjóstakrabbamein á Íslandi, en það er algengasta mein kvenna hérlendis og víðast hvar í heiminum. Meðalfjöldi þeirra sem fær slíka greiningu samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands er 210 á hverju ári, að ógleymdum 2 körlum til viðbótar. Já, það er satt, karlar geta líka fengið brjóstakrabbamein, en það er afar sjaldgæft. Þetta er sjúkdómur sem herjar á konur allt frá þrítugsaldri, en meðalaldur við greiningu er 61 ár og meira en helmingur þeirra kvenna sem greinast er á aldrinum 50-69 ára. Ein af hverjum 9 konum getur átt von á að greinast með þennan sjúkdóm á lífsleiðinni en sem betur fer hefur bæði greiningarmöguleikum og meðferð fleygt fram á síðustu áratugum og því er svo komið að 5 ára lifun er komin yfir 90% hérlendis sem er mjög gott. Engu að síður deyja árlega á bilinu 35-40 konur úr brjóstakrabbameini. Meðferðin við brjóstakrabbameini fer eftir eðli og gerð meinsins og getur komið til skurðaðgerða, geisla- og lyfjameðferðar. Þetta er erfiður tími og mikilvægt að hlúa sem best að fjölskyldu, ættingjum og vinum, en þó fyrst og fremst sjálfum sér, það er enginn sem tekur slaginn fyrir viðkomandi. Hjálpin felst í stuðningi og aðstoð hvers konar sem kann að vera nauðsynleg. Undir slíkum kringumstæðum verður heilbrigðiskerfið líka að vera í stakk búið til að taka á vandanum með sjúklingi og bjóða þá bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni, stjórnvöld hafa lofað því og verða að standa við það!Margvísleg vandamál Þær konur sem ganga í gegnum meðferð við brjóstakrabbameini geta glímt við margvísleg vandamál á meðan á henni stendur og í kjölfarið. Ýmsar aukaverkanir koma upp sem geta verið misslæmar og tengst bæði aðgerð, geislum eða þeim lyfjum sem tekin eru vegna sjúkdómsins. Margar konur eru með æxlisvöxt sem er tengdur við hormónabúskap þeirra, þá sérstaklega östrogen sem er eitt af kvenhormónunum. Það þýðir að þau hormón hafa hvetjandi áhrif á vöxt æxlisins og því er ráðlagt að hindra sem mest framleiðslu eða umbrot þess hormóns í líkama kvenna. Til þess eru nokkrar leiðir en sú algengasta er með lyfjagjöf sem raunverulega setur konur í tíðahvörf. Tíðahvörf er það kallað þegar ójafnvægi kemst á framleiðslu kvenhormóna í líkama viðkomandi með tilheyrandi einkennum, samkvæmt skilgreiningu er kona komin í tíðahvörf þegar hún hefur ekki haft blæðingar í 12 mánuði samfleytt. Þetta gerist á náttúrulegan hátt þegar konur eldast, en einnig ef konur eru settar í tíðahvörf með skurðaðgerð þar sem eggjastokkar eru fjarlægðir eða með vissum krabbameinslyfjum. Þá geta konur sem greinast með brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf, en hafa verið að nota uppbótarmeðferð, þurft að hætta henni sem mögulega leiðir til tíðahvarfaeinkenna að nýju.Einkennin oft vanmetin Hitakóf, svitakóf, svefntruflanir, blæðingatruflanir, skapsveiflur, þyngdaraukning, slímhúðarvandi og þurrkur í kynfærum, aukin tíðni þvagfærasýkinga, húðþurrkur og hárlos, breytingar á brjóstum, minnkuð kynhvöt og kynlöngun, þreyta, verkir og beinþynning til lengri tíma litið eru helstu einkenni tíðahvarfa og getur maður ímyndað sér að það sé ekki á bætandi hjá einstaklingi sem hefur áhyggjur af lífi sínu og framtíð vegna þess sjúkdóms sem hann er að kljást við. Samkvæmt nýlegri rannsókn kemur fram að ríflega 70% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein fá einkenni tíðahvarfa í meðferð og að þau einkenni séu oft vanmetin af læknum og vanmeðhöndluð einnig. Þá kemur fram að þessi einkenni hafi það mikil áhrif á konur að þær íhugi sterklega að hætta meðferð vegna þessa og þannig útsetja sig fyrir aukinni hættu á því að meinið taki sig upp að nýju. Meðferð við tíðahvörfum með hormónauppbót hefur verið talsvert gagnrýnd í gegnum tíðina og er mælt gegn henni hjá konum sem hafa greinst með hormónajákvæð æxli, það á einnig við um hin ýmsu fæðubótarefni. Besta leiðin er að komast hjá áreiti sem ýtir undir hita- og svitakóf en það getur verið einstaklingsbundið og best er að halda dagbók. Algengir triggerar eru streita, áfengi, kaffi, ýmis krydd og nikótín. Ofklæða sig ekki, forðast gerviefni í fötum, sofa með opinn glugga. Fara í kalda sturtu fyrir svefn, jafnvel nota kælipoka. Viðhalda réttri líkamsþyngd og hreyfa sig reglubundið. Beita slökun og HAM-meðferð en einnig nálastungum. Þá eru til lyf sem eru ekki tengd hormónakerfinu sem geta hjálpað eins og lágskammta SSRI-lyfjameðferð, ákveðin blóðþrýstimeðferð og einnig taugaverkjalyf sem hafa sýnt virkni. Allt eru þetta leiðir sem geta gert óbærilega líðan mögulega bærilegri á erfiðum tíma í baráttunni og aukið líkurnar á meðferðarheldni kvenna.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun