Íslendingasögurnar þýddar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Föruneytið Hópurinn í konungshöllinni. mynd/sendiráð íslands í noregi Íslendingasögurnar voru nýlega endurútgefnar í norskri þýðingu. Alls er um að ræða fjörutíu sögur og 49 þætti sem gefin eru út í fimm bindum. Blaðsíðurnar eru hálft þriðja þúsund. Sögurnar komu samtímis út á norsku, dönsku og sænsku en það er Saga forlag sem gefur þær út. Þetta er fyrsta heildarútgáfa sagnanna í Noregi og margar þeirra hafa aldrei áður verið þýddar yfir á norsku. Í tilefni þessa fór fram athöfn í konungshöllinni þar sem Haraldur V. Noregskonungur veitti útgáfunni viðtöku úr höndum Gunnars Pálssonar, sendiherra Íslands í Noregi, og þeirra sem stóðu að baki útgáfunni. Sendiherrann flutti stutt ávarp þar sem hann talaði um ríka menningararfleifð Íslands og Noregs sem báðar þjóðir hefðu sótt styrk og innblástur til. Allt frá tímum Haralds hárfagra hefðu gestir heimsótt konung og reynt að vinna hylli hans með gjöfum. Íslendingar hefðu á árum áður heiðrað konung með því að flytja fyrir hann kvæði og skyldi sú hefð endurvakin nú. Að ávarpi hans loknu flutti Þórarinn Eldjárn konungi frumsamda drápu er kallast Haraldarlof. Auk Gunnars og Þórarins voru Jóhann Sigurðsson, útgefandi, Jón Gunnar Jørgensen og Jan Ragnar Hagland ritstjórar, Örnólfur Thorlacius ritstjórnarmeðlimur og rithöfundarnir Roy Jacobsen og Edvard Hoem viðstaddir athöfnina fyrir Íslands hönd. Menning Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira
Íslendingasögurnar voru nýlega endurútgefnar í norskri þýðingu. Alls er um að ræða fjörutíu sögur og 49 þætti sem gefin eru út í fimm bindum. Blaðsíðurnar eru hálft þriðja þúsund. Sögurnar komu samtímis út á norsku, dönsku og sænsku en það er Saga forlag sem gefur þær út. Þetta er fyrsta heildarútgáfa sagnanna í Noregi og margar þeirra hafa aldrei áður verið þýddar yfir á norsku. Í tilefni þessa fór fram athöfn í konungshöllinni þar sem Haraldur V. Noregskonungur veitti útgáfunni viðtöku úr höndum Gunnars Pálssonar, sendiherra Íslands í Noregi, og þeirra sem stóðu að baki útgáfunni. Sendiherrann flutti stutt ávarp þar sem hann talaði um ríka menningararfleifð Íslands og Noregs sem báðar þjóðir hefðu sótt styrk og innblástur til. Allt frá tímum Haralds hárfagra hefðu gestir heimsótt konung og reynt að vinna hylli hans með gjöfum. Íslendingar hefðu á árum áður heiðrað konung með því að flytja fyrir hann kvæði og skyldi sú hefð endurvakin nú. Að ávarpi hans loknu flutti Þórarinn Eldjárn konungi frumsamda drápu er kallast Haraldarlof. Auk Gunnars og Þórarins voru Jóhann Sigurðsson, útgefandi, Jón Gunnar Jørgensen og Jan Ragnar Hagland ritstjórar, Örnólfur Thorlacius ritstjórnarmeðlimur og rithöfundarnir Roy Jacobsen og Edvard Hoem viðstaddir athöfnina fyrir Íslands hönd.
Menning Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira