Íslendingasögurnar þýddar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Föruneytið Hópurinn í konungshöllinni. mynd/sendiráð íslands í noregi Íslendingasögurnar voru nýlega endurútgefnar í norskri þýðingu. Alls er um að ræða fjörutíu sögur og 49 þætti sem gefin eru út í fimm bindum. Blaðsíðurnar eru hálft þriðja þúsund. Sögurnar komu samtímis út á norsku, dönsku og sænsku en það er Saga forlag sem gefur þær út. Þetta er fyrsta heildarútgáfa sagnanna í Noregi og margar þeirra hafa aldrei áður verið þýddar yfir á norsku. Í tilefni þessa fór fram athöfn í konungshöllinni þar sem Haraldur V. Noregskonungur veitti útgáfunni viðtöku úr höndum Gunnars Pálssonar, sendiherra Íslands í Noregi, og þeirra sem stóðu að baki útgáfunni. Sendiherrann flutti stutt ávarp þar sem hann talaði um ríka menningararfleifð Íslands og Noregs sem báðar þjóðir hefðu sótt styrk og innblástur til. Allt frá tímum Haralds hárfagra hefðu gestir heimsótt konung og reynt að vinna hylli hans með gjöfum. Íslendingar hefðu á árum áður heiðrað konung með því að flytja fyrir hann kvæði og skyldi sú hefð endurvakin nú. Að ávarpi hans loknu flutti Þórarinn Eldjárn konungi frumsamda drápu er kallast Haraldarlof. Auk Gunnars og Þórarins voru Jóhann Sigurðsson, útgefandi, Jón Gunnar Jørgensen og Jan Ragnar Hagland ritstjórar, Örnólfur Thorlacius ritstjórnarmeðlimur og rithöfundarnir Roy Jacobsen og Edvard Hoem viðstaddir athöfnina fyrir Íslands hönd. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslendingasögurnar voru nýlega endurútgefnar í norskri þýðingu. Alls er um að ræða fjörutíu sögur og 49 þætti sem gefin eru út í fimm bindum. Blaðsíðurnar eru hálft þriðja þúsund. Sögurnar komu samtímis út á norsku, dönsku og sænsku en það er Saga forlag sem gefur þær út. Þetta er fyrsta heildarútgáfa sagnanna í Noregi og margar þeirra hafa aldrei áður verið þýddar yfir á norsku. Í tilefni þessa fór fram athöfn í konungshöllinni þar sem Haraldur V. Noregskonungur veitti útgáfunni viðtöku úr höndum Gunnars Pálssonar, sendiherra Íslands í Noregi, og þeirra sem stóðu að baki útgáfunni. Sendiherrann flutti stutt ávarp þar sem hann talaði um ríka menningararfleifð Íslands og Noregs sem báðar þjóðir hefðu sótt styrk og innblástur til. Allt frá tímum Haralds hárfagra hefðu gestir heimsótt konung og reynt að vinna hylli hans með gjöfum. Íslendingar hefðu á árum áður heiðrað konung með því að flytja fyrir hann kvæði og skyldi sú hefð endurvakin nú. Að ávarpi hans loknu flutti Þórarinn Eldjárn konungi frumsamda drápu er kallast Haraldarlof. Auk Gunnars og Þórarins voru Jóhann Sigurðsson, útgefandi, Jón Gunnar Jørgensen og Jan Ragnar Hagland ritstjórar, Örnólfur Thorlacius ritstjórnarmeðlimur og rithöfundarnir Roy Jacobsen og Edvard Hoem viðstaddir athöfnina fyrir Íslands hönd.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira