Er Ísland best í öllum heiminum? Sigurjón M. Egilsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Hvað íslenska þjóðin er lánsöm. Enn og aftur standa íbúar annarra landa agndofa og horfa hingað í forundran. Það öfunda okkur allir, allavega flestir, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Það er ekki lítið þegar fámenn þjóð eins og Íslendingar hefur unnið önnur eins afrek og þau sem kalla á öfund heimsbyggðarinnar. Að hugsa sér. Ísland best í heimi. Merkilegt er að aðrar þjóðir api ekki eftir okkur og taki upp það sem færir okkur þá sérstöðu að aðrir horfi hingað í forundran. Það má segja forráðamönnum annarra þjóða að Íslendingar hafi ekkert á móti því að íslenska krónan verði gjaldmiðill öfundarmannanna. Og því fer svo fjarri að við höfum einkarétt eða einkaleyfi á verðtryggingunni. Eða fjármagnshöftunum. Gjörið svo vel, allar þjóðir heims, og gangið að íslenska hlaðborðinu. Hvað má bjóða? Krónuna, verðtrygginguna, fjármagnshöftin eða bara allt þetta? Ísland best í heimi. Vitað er að þar sem ljósið skín skærast, þar eru jú skuggar, stundum langir skuggar. Um leið og við yljum okkur við öfund annarra, er réttast að kíkja fyrir horn, í skuggasundið: „Krónan er okkur alveg gríðarlega dýr. Við sjáum að íslenski Seðlabankinn er með hæstu stýrivexti í heimi, allavega hinum vestræna. Það kostar okkur mjög mikla peninga. Sex prósenta vaxtamunur er mikill. Heimilin skulda um tvö þúsund milljarða og fyrirtækin í landinu um þrjú þúsund milljarða, þetta eru fimm þúsund milljarðar sem hvíla á hagkerfinu og það eru neytendur, og að einhverju leyti útflutningur, sem borga þetta. Að mestu neytendur. Sex prósent af fimm þúsund milljörðum eru einfaldlega þrjú hundruð milljarðar. Í vaxtamuninn fer sem nemur einum þriðja af launaútgjöldum fyrirtækjanna í landinu. Svo er því haldið fram að við séum með meira fullveldi og sjálfstæði með því að gera þetta. Ég sé ekki mikið frelsi í þessu fyrir hönd minna félagsmanna,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í þættinum Sprengisandi í sumar sem leið. Hann sér stöðuna ögn öðruvísi en sumir aðrir. Ísland best í heimi? En hvað gerir Ísland svona sérstakt, einstakt? Jú, við vinnum lengri vinnudag en aðrir. Við höfum minni tíma til að vera hvert með öðru. Vegna alls og alls verðum við stöðugt að standa við austurtrogið. Svo allt þetta sökkvi ekki. Ísland best í heimi? Og til að viðhalda þessu öllu, krónunni, vöxtunum, höftunum og verðtryggingunni og annarri sérstöðu okkar vitum við fyrir víst að almenningur hér á landi sættir sig við að fá jafnvel innan við helming þeirra launa sem fólk fær fyrir sambærileg störf í öðrum löndum. Því kann að koma einhverjum á óvart að á sama tíma standi íbúar annarra landa og horfi hingað norður eftir, hreint að bugast og grænir af öfund. Skrítið, fólk sem býr við stöðugleika, lága vexti, betri kjör og hvað eina skuli öfunda okkur. Ekki er þetta misskilningur? Ísland er jú best í heimi, er það ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Hvað íslenska þjóðin er lánsöm. Enn og aftur standa íbúar annarra landa agndofa og horfa hingað í forundran. Það öfunda okkur allir, allavega flestir, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Það er ekki lítið þegar fámenn þjóð eins og Íslendingar hefur unnið önnur eins afrek og þau sem kalla á öfund heimsbyggðarinnar. Að hugsa sér. Ísland best í heimi. Merkilegt er að aðrar þjóðir api ekki eftir okkur og taki upp það sem færir okkur þá sérstöðu að aðrir horfi hingað í forundran. Það má segja forráðamönnum annarra þjóða að Íslendingar hafi ekkert á móti því að íslenska krónan verði gjaldmiðill öfundarmannanna. Og því fer svo fjarri að við höfum einkarétt eða einkaleyfi á verðtryggingunni. Eða fjármagnshöftunum. Gjörið svo vel, allar þjóðir heims, og gangið að íslenska hlaðborðinu. Hvað má bjóða? Krónuna, verðtrygginguna, fjármagnshöftin eða bara allt þetta? Ísland best í heimi. Vitað er að þar sem ljósið skín skærast, þar eru jú skuggar, stundum langir skuggar. Um leið og við yljum okkur við öfund annarra, er réttast að kíkja fyrir horn, í skuggasundið: „Krónan er okkur alveg gríðarlega dýr. Við sjáum að íslenski Seðlabankinn er með hæstu stýrivexti í heimi, allavega hinum vestræna. Það kostar okkur mjög mikla peninga. Sex prósenta vaxtamunur er mikill. Heimilin skulda um tvö þúsund milljarða og fyrirtækin í landinu um þrjú þúsund milljarða, þetta eru fimm þúsund milljarðar sem hvíla á hagkerfinu og það eru neytendur, og að einhverju leyti útflutningur, sem borga þetta. Að mestu neytendur. Sex prósent af fimm þúsund milljörðum eru einfaldlega þrjú hundruð milljarðar. Í vaxtamuninn fer sem nemur einum þriðja af launaútgjöldum fyrirtækjanna í landinu. Svo er því haldið fram að við séum með meira fullveldi og sjálfstæði með því að gera þetta. Ég sé ekki mikið frelsi í þessu fyrir hönd minna félagsmanna,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í þættinum Sprengisandi í sumar sem leið. Hann sér stöðuna ögn öðruvísi en sumir aðrir. Ísland best í heimi? En hvað gerir Ísland svona sérstakt, einstakt? Jú, við vinnum lengri vinnudag en aðrir. Við höfum minni tíma til að vera hvert með öðru. Vegna alls og alls verðum við stöðugt að standa við austurtrogið. Svo allt þetta sökkvi ekki. Ísland best í heimi? Og til að viðhalda þessu öllu, krónunni, vöxtunum, höftunum og verðtryggingunni og annarri sérstöðu okkar vitum við fyrir víst að almenningur hér á landi sættir sig við að fá jafnvel innan við helming þeirra launa sem fólk fær fyrir sambærileg störf í öðrum löndum. Því kann að koma einhverjum á óvart að á sama tíma standi íbúar annarra landa og horfi hingað norður eftir, hreint að bugast og grænir af öfund. Skrítið, fólk sem býr við stöðugleika, lága vexti, betri kjör og hvað eina skuli öfunda okkur. Ekki er þetta misskilningur? Ísland er jú best í heimi, er það ekki?