Kristinn: Skoða þá möguleika sem koma upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Kristinn skoraði átta mörk á tímabilinu í Svíþjóð. mynd/hbk.sek Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fantavel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síðasta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við uppskeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræðum í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í rauninni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um framtíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Kristinn Steindórsson, leikmaður Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir liðið þegar það tapaði 5-1 í lokaumferðinni gegn IFK Gautaborg á útivelli um helgina. Kristinn spilaði fantavel með Halmstad í sumar sem bætti árangur sinn mikið frá síðasta tímabili, en hjá Halmstad eru menn þokkalega sáttir við uppskeruna í ár. „Við áttum í miklum vandræðum í fyrra og fórum í umspilið. Markmiðið í ár var að halda sér uppi og fá fleiri stig sem tókst,“ segir Kristinn í samtali við Fréttablaðið, en sjálfur skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í sænsku úrvalsdeildinni í ár. „Í heildina er ég ánægður með mína frammistöðu þó maður vilji alltaf gera betur; skora meira og leggja upp fleiri mörk. En eftir þetta leiðindatímabil í fyrra var þetta mun skemmtilegra þannig að ég er sáttur,“ segir Kristinn. Óvíst er hvort Blikinn öflugi verður áfram hjá Halmstad, en hann er nú samningslaus. „Í rauninni veit ég ekki hvað gerist. Það er samt 100 prósent að ég held að ég komi ekki heim. Ekki núna. Ég kem bara til með að skoða þá möguleika sem verða í boði,“ segir Kristinn. Hann hefur ekki rætt við Halmstad ennþá, en mun spjalla við forráðamenn liðsins um framtíð sína í vikunni. Annars hefur hann heyrt af áhuga annarra liða. „Halmstad-menn vildu bíða með viðræður þar til eftir síðasta leik. Það er klárlega áhugi frá öðrum liðum en ekkert sem er komið langt á leið. Ég er til í að skoða allt í rauninni,“ segir Kristinn sem hefur mikinn áhuga á að komast til betra liðs. „Ég hef fulla trú á því að ég geti spilað með betri liðum og maður spilar eflaust bara betur hjá betra liði með betri menn í kringum sig. Ég vil bara helst fá hlutina á hreint sem fyrst,“ segir hann. Næst á dagskránni er smá frí áður en haldið verður heim til Íslands í desember, segir Kristinn. „Maður fer í smá ferðalag og sér svo hvað gerist. Kannski þarf maður að fara aftur til Halmstad og pakka ef eitthvað gerist.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira