Hundinum er ekkert íslenskt óviðkomandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 11:00 "Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ segir Hjörleifur sem er vinstra megin á myndinni. Mynd/Auðunn Níelsson „Við ætlum að spóla okkur gegnum 21. öldina, þessi 14 ár sem liðin eru,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar grallarinn í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Hinn er Eiríkur Stephensen. Nú tefla þeir fram nýrri sýningu, Öldinni okkar, annað kvöld, 31. október, í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Ágústu Skúladóttur og í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. „Við vorum í fyrra með sýningu sem heitir Saga þjóðar sem ætlaði aldrei að klárast því hún var svo skemmtileg. Þar var sagan frá landnámi til síðustu aldamóta undir og var svona atrenna að 21. öldinni. Efnistökin nú eru að mörgu leyti svipuð. Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ fullyrðir Hjörleifur og segir fjármálahrunið koma við sögu en ekki vera aðalatriði. „Við förum reyndar aðeins aftur fyrir aldamótin því Hundur í óskilum er 20 ára og honum er ekkert íslenskt óviðkomandi. Hann gefur sig að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna á leikhúsgestum. Við vorum alls staðar, hittum alla og tókum þátt í öllu, ekki ósvipað og Forrest Gump,“ segir Hjörleifur. Hann segir hafa hvarflað að þeim félögum að setja upp stórt sjó með leikurum og dönsurum í tilefni tvítugsafmælis Hundsins. „En við sníðum okkur stakk eftir vexti og trönum því engum öðrum fram en sjálfum okkur,“ segir hann og tekur fram að nýja verkið sé meira leikhúsverk en Saga þjóðar enda fái þeir félagar að leika lausum hala í Samkomuhúsinu. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við ætlum að spóla okkur gegnum 21. öldina, þessi 14 ár sem liðin eru,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar grallarinn í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Hinn er Eiríkur Stephensen. Nú tefla þeir fram nýrri sýningu, Öldinni okkar, annað kvöld, 31. október, í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Ágústu Skúladóttur og í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. „Við vorum í fyrra með sýningu sem heitir Saga þjóðar sem ætlaði aldrei að klárast því hún var svo skemmtileg. Þar var sagan frá landnámi til síðustu aldamóta undir og var svona atrenna að 21. öldinni. Efnistökin nú eru að mörgu leyti svipuð. Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ fullyrðir Hjörleifur og segir fjármálahrunið koma við sögu en ekki vera aðalatriði. „Við förum reyndar aðeins aftur fyrir aldamótin því Hundur í óskilum er 20 ára og honum er ekkert íslenskt óviðkomandi. Hann gefur sig að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna á leikhúsgestum. Við vorum alls staðar, hittum alla og tókum þátt í öllu, ekki ósvipað og Forrest Gump,“ segir Hjörleifur. Hann segir hafa hvarflað að þeim félögum að setja upp stórt sjó með leikurum og dönsurum í tilefni tvítugsafmælis Hundsins. „En við sníðum okkur stakk eftir vexti og trönum því engum öðrum fram en sjálfum okkur,“ segir hann og tekur fram að nýja verkið sé meira leikhúsverk en Saga þjóðar enda fái þeir félagar að leika lausum hala í Samkomuhúsinu.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp