Hundinum er ekkert íslenskt óviðkomandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 11:00 "Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ segir Hjörleifur sem er vinstra megin á myndinni. Mynd/Auðunn Níelsson „Við ætlum að spóla okkur gegnum 21. öldina, þessi 14 ár sem liðin eru,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar grallarinn í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Hinn er Eiríkur Stephensen. Nú tefla þeir fram nýrri sýningu, Öldinni okkar, annað kvöld, 31. október, í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Ágústu Skúladóttur og í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. „Við vorum í fyrra með sýningu sem heitir Saga þjóðar sem ætlaði aldrei að klárast því hún var svo skemmtileg. Þar var sagan frá landnámi til síðustu aldamóta undir og var svona atrenna að 21. öldinni. Efnistökin nú eru að mörgu leyti svipuð. Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ fullyrðir Hjörleifur og segir fjármálahrunið koma við sögu en ekki vera aðalatriði. „Við förum reyndar aðeins aftur fyrir aldamótin því Hundur í óskilum er 20 ára og honum er ekkert íslenskt óviðkomandi. Hann gefur sig að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna á leikhúsgestum. Við vorum alls staðar, hittum alla og tókum þátt í öllu, ekki ósvipað og Forrest Gump,“ segir Hjörleifur. Hann segir hafa hvarflað að þeim félögum að setja upp stórt sjó með leikurum og dönsurum í tilefni tvítugsafmælis Hundsins. „En við sníðum okkur stakk eftir vexti og trönum því engum öðrum fram en sjálfum okkur,“ segir hann og tekur fram að nýja verkið sé meira leikhúsverk en Saga þjóðar enda fái þeir félagar að leika lausum hala í Samkomuhúsinu. Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við ætlum að spóla okkur gegnum 21. öldina, þessi 14 ár sem liðin eru,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar grallarinn í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Hinn er Eiríkur Stephensen. Nú tefla þeir fram nýrri sýningu, Öldinni okkar, annað kvöld, 31. október, í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Ágústu Skúladóttur og í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. „Við vorum í fyrra með sýningu sem heitir Saga þjóðar sem ætlaði aldrei að klárast því hún var svo skemmtileg. Þar var sagan frá landnámi til síðustu aldamóta undir og var svona atrenna að 21. öldinni. Efnistökin nú eru að mörgu leyti svipuð. Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ fullyrðir Hjörleifur og segir fjármálahrunið koma við sögu en ekki vera aðalatriði. „Við förum reyndar aðeins aftur fyrir aldamótin því Hundur í óskilum er 20 ára og honum er ekkert íslenskt óviðkomandi. Hann gefur sig að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna á leikhúsgestum. Við vorum alls staðar, hittum alla og tókum þátt í öllu, ekki ósvipað og Forrest Gump,“ segir Hjörleifur. Hann segir hafa hvarflað að þeim félögum að setja upp stórt sjó með leikurum og dönsurum í tilefni tvítugsafmælis Hundsins. „En við sníðum okkur stakk eftir vexti og trönum því engum öðrum fram en sjálfum okkur,“ segir hann og tekur fram að nýja verkið sé meira leikhúsverk en Saga þjóðar enda fái þeir félagar að leika lausum hala í Samkomuhúsinu.
Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira