Flytja inn vökva og framleiða MDMA Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. október 2014 07:00 Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir MDMA vera neytt á stöðum þar sem lögregla sé lítið á ferli. Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. „Þó að efnin séu að mestu flutt inn að utan höfum við orðið vör við nokkra tilraunastarfsemi á Íslandi. Það liggur ekki fyrir á hvaða stigi framleiðslan er, en til hennar þarf ákveðin efni sem smyglað er hingað til lands þar sem þau eru svo fullunnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tollverðir stoppuðu í sumar sendingu frá Hollandi sem innihélt 350 millilítra af svokölluðum MDMA-vökva, en hann er undirstaðan í framleiðslu MDMA sem er ýmist í töflu- eða kristallaformi. Vökvanum var smyglað til Íslands í sjampóbrúsa en úr umræddu magni hefði verið hægt að framleiða 350 grömm af MDMA-dufti, sem hefði dugað í rúmlega þrjú þúsund töflur. Í fréttaskýringaþættinum Brestum, sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær, var sögð saga tuttugu og eins árs gamallar konu sem lést úr of stórum skammti af MDMA, eða Mollý eins og það er jafnan kallað. Mikið hefur borið á efninu í íslensku skemmtanalífi undanfarið og þykir mörgum ungmennum lítið tiltökumál að neyta þess. Þrátt fyrir að töluvert magn MDMA sé í umferð leggur lögreglan ekki hald á mikið magn samanborið við önnur fíkniefni. Aldís segir að skýringin á því kunni að vera að efnið sé vinsælt til neyslu í partíum og á skemmtistöðum, þar sem lögreglan hafi lítið verið með aðgerðir. Brestir Tengdar fréttir Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. „Þó að efnin séu að mestu flutt inn að utan höfum við orðið vör við nokkra tilraunastarfsemi á Íslandi. Það liggur ekki fyrir á hvaða stigi framleiðslan er, en til hennar þarf ákveðin efni sem smyglað er hingað til lands þar sem þau eru svo fullunnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tollverðir stoppuðu í sumar sendingu frá Hollandi sem innihélt 350 millilítra af svokölluðum MDMA-vökva, en hann er undirstaðan í framleiðslu MDMA sem er ýmist í töflu- eða kristallaformi. Vökvanum var smyglað til Íslands í sjampóbrúsa en úr umræddu magni hefði verið hægt að framleiða 350 grömm af MDMA-dufti, sem hefði dugað í rúmlega þrjú þúsund töflur. Í fréttaskýringaþættinum Brestum, sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær, var sögð saga tuttugu og eins árs gamallar konu sem lést úr of stórum skammti af MDMA, eða Mollý eins og það er jafnan kallað. Mikið hefur borið á efninu í íslensku skemmtanalífi undanfarið og þykir mörgum ungmennum lítið tiltökumál að neyta þess. Þrátt fyrir að töluvert magn MDMA sé í umferð leggur lögreglan ekki hald á mikið magn samanborið við önnur fíkniefni. Aldís segir að skýringin á því kunni að vera að efnið sé vinsælt til neyslu í partíum og á skemmtistöðum, þar sem lögreglan hafi lítið verið með aðgerðir.
Brestir Tengdar fréttir Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08