Finn ekki fyrir löppunum og held fyrir andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2014 07:00 Íslenska kvennalandsliðið sést hér í dansinum á fimmtudagskvöldið. vísir/Valli Íris Mist Magnúsdóttir hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með íslenska liðinu en núna fylgist hún bara með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. Íslenska liðið náði öðrum besta árangri í undankeppninni og keppir til úrslita í nýju „Fimleikahöllinni“ í Laugardalnum í dag. Íris er á fullu að vinna í kringum mótið og fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitakvöldinu. „Þær voru rosalega flottar og sannfærandi. Það voru þarna smá hnökrar sem er gott því það er gott að hafa eitthvað sem hægt er að laga fyrir úrslitin. Það heldur líka stressinu frá þegar maður getur verið að hugsa um einhverja lykilpunkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur að keppnin um gullið verði á milli Íslands og Svíþjóðar. „Þær voru mjög nálægt Svíunum þannig að þetta verður svakalega spennandi keppni á morgun (í dag). Þetta snýst um hvort liðið tekur réttar ákvarðanir um stökk og hverju þær ætla að tefla fram á mótsdag,“ segir Íris Mist. „Mótið í gær skipti engu máli því þær voru alltaf að fara að komast í úrslit. Þær byrja á núlli á laugardaginn (í dag) og þetta var því góð æfing fyrir þær að vera inni í salnum, að vera með áhorfendum, prófa stökkin og allt svoleiðis í þessari adrenalínsupplifun. Það er ekkert gott við að eiga fullkominn dag í undankeppninni því þá getur fólk kannski orðið of rólegt,“ segir Íris Mist og hún talar þar af reynslu. Íslensku stelpurnar fengu mikinn stuðning í Höllinni og það má jafnvel búast við enn fleira fólki á úrslitunum í dag. „Við höfum alltaf verið með gott stuðningslið þegar við höfum keppt úti en aldrei svona rosalegt. Þær vissu að það voru allir sem þær þekktu að horfa á þær. Þær eru óvanar því af því að þær eru alltaf að keppa í útlöndum þar sem bara fólk tengt fimleikunum mætir en ekki vinir og vandamenn. Það er mjög skemmtilegt fyrir þær að fá þá upplifun en þessar stelpur eru bara það flottar að þær eru ekki að láta það trufla sig,“ segir hún. Íris Mist er vön því að keppa með íslenska liðinu en nú er hún í nýju hlutverki uppi á pöllum. „Ég finn ekki fyrir löppunum og held eiginlega bara fyrir andlitið allan tímann,“ segir Íris Mist hlæjandi og bætir svo við: „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefnilega svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku stelpunum hefst klukkan 13.30 í dag. Íþróttir Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Íris Mist Magnúsdóttir hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með íslenska liðinu en núna fylgist hún bara með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. Íslenska liðið náði öðrum besta árangri í undankeppninni og keppir til úrslita í nýju „Fimleikahöllinni“ í Laugardalnum í dag. Íris er á fullu að vinna í kringum mótið og fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitakvöldinu. „Þær voru rosalega flottar og sannfærandi. Það voru þarna smá hnökrar sem er gott því það er gott að hafa eitthvað sem hægt er að laga fyrir úrslitin. Það heldur líka stressinu frá þegar maður getur verið að hugsa um einhverja lykilpunkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur að keppnin um gullið verði á milli Íslands og Svíþjóðar. „Þær voru mjög nálægt Svíunum þannig að þetta verður svakalega spennandi keppni á morgun (í dag). Þetta snýst um hvort liðið tekur réttar ákvarðanir um stökk og hverju þær ætla að tefla fram á mótsdag,“ segir Íris Mist. „Mótið í gær skipti engu máli því þær voru alltaf að fara að komast í úrslit. Þær byrja á núlli á laugardaginn (í dag) og þetta var því góð æfing fyrir þær að vera inni í salnum, að vera með áhorfendum, prófa stökkin og allt svoleiðis í þessari adrenalínsupplifun. Það er ekkert gott við að eiga fullkominn dag í undankeppninni því þá getur fólk kannski orðið of rólegt,“ segir Íris Mist og hún talar þar af reynslu. Íslensku stelpurnar fengu mikinn stuðning í Höllinni og það má jafnvel búast við enn fleira fólki á úrslitunum í dag. „Við höfum alltaf verið með gott stuðningslið þegar við höfum keppt úti en aldrei svona rosalegt. Þær vissu að það voru allir sem þær þekktu að horfa á þær. Þær eru óvanar því af því að þær eru alltaf að keppa í útlöndum þar sem bara fólk tengt fimleikunum mætir en ekki vinir og vandamenn. Það er mjög skemmtilegt fyrir þær að fá þá upplifun en þessar stelpur eru bara það flottar að þær eru ekki að láta það trufla sig,“ segir hún. Íris Mist er vön því að keppa með íslenska liðinu en nú er hún í nýju hlutverki uppi á pöllum. „Ég finn ekki fyrir löppunum og held eiginlega bara fyrir andlitið allan tímann,“ segir Íris Mist hlæjandi og bætir svo við: „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefnilega svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku stelpunum hefst klukkan 13.30 í dag.
Íþróttir Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira