Fellibylurinn Gonzalo stefnir nú óðfluga á Bermúdaeyjar en talið er að hann muni skella á eyjunum í dag.
Gonzalo er kominn á fjórða stig og fer nú á fullu yfir Norður-Atlantshafið, á um 233 kílómetra hraða á klukkustund.
Yfirvöld á Bermúda halda þó enn í vonina um að Gonzalo fari fram hjá eyjunum. Ef það gerist hins vegar mun hann valda miklum stormi og úrhellisrigningu, sem gæti leitt til flóða.
Gonzalo skall á Bresku-Jómfrúareyjum á mánudag og olli talsverðu tjóni og rafmagnsleysi.
Stefnir beint á Bermúdaeyjar
