Pavel: Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2014 09:00 Pavel Ermolinskji sneri sig á æfingu með KR. fréttablaðið/ernir Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij gat ekki leikið með KR gegn Njarðvík í fyrstu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Það kom þó ekki að sök því Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 92-78, þar sem Michael Craion fór á kostum og skoraði 29 stig og tók 18 fráköst. „Ég sneri mig á æfingu á þriðjudaginn og það var sársaukafullt,“ sagði Pavel þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég verð eflaust frá í einhvern smá tíma. Ég er enn á hækjum og get ekki stigið í löppina, en það er ekkert skaddað, held ég. Þetta er bara slæm tognun og um leið og sársaukinn fer verð ég kominn aftur á ferð.“ Eins og áður sagði virtust KR-ingar ekki sakna leikstjórnandans mikið á fimmtudaginn. „Þeir vilja eflaust ekkert fá mig aftur,“ sagði Pavel í léttum dúr og bætti við: „Til þess erum við með breiðan hóp; að þegar einn dettur út kemur annar í hans stað.“ KR er af flestum talið besta lið landsins og það kom lítið á óvart að Vesturbæjarliðinu skyldi vera spáð sigri í árlegri könnun fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Domino‘s-deildinni. En þrátt fyrir sterkan mannskap segir Pavel að KR þurfi að vinna fyrir hlutunum. „Þetta er ekkert auðvelt. Það er einhver misskilningur að við þurfum ekki að hafa fyrir þessu. Við mætum ekki á æfingar til að reykja vindla og spila spil. Við mætum til að hlaupa og sláumst alveg jafn mikið, ef ekki meira, en önnur lið. Þrátt fyrir alla hæfileikana sem eru í okkar liði leggjum við mikið á okkur,“ sagði Pavel sem segir áðurnefndan Craion vera hvalreka á fjörur KR, en hann kom til liðsins frá Keflavík. „Hann skorar rosalega auðveldlega og við munum að sjálfsögðu nýta okkur það eins vel og við getum. Ef hann er heitur þá reynum við að koma boltanum á hann, en við viljum samt ekki fara of mikið úr okkar leik þar sem við hreyfum boltann vel og erum óeigingjarnir,“ sagði Pavel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira