Fer ekki út bara til að fara út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2014 07:00 Glódís með verðlaunin sem hún fékk fyrir að vera í liði ársins. Vísir/Valli Í gær gerði Knattspyrnusamband Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera valinn besti leikmaðurinn. Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins – sem hún skoraði gegn Aftureldingu – auk þess hún var valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði ársins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Víkings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul. Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk. Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslandsmeistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er að vonum ánægð með uppskeru sumarsins: „Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af þessum árangri sem við höfum náð. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að verða tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og það gekk eftir. Það er frábært og það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum,“ sagði Glódís, en hver er lykillinn að þessum árangri Stjörnunnar? „Við erum með gríðarlega góða og flotta liðsheild. Við spilum leiki sem lið og vinnum leiki sem lið.“ Glódís æfði með sænsku meisturunum í Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa heyrt frá félaginu undanfarið. „Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meistaradeildinni og ætlum að reyna að komast sem lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“ sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem atvinnumaður í nánustu framtíð. „Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil, en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“ sagði Glódís sem segir að deildirnar í Svíþjóð og Þýskalandi heilli mest. Glódís er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ellefu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serbíu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið hjá landsliðinu, þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í umspil um sæti á HM 2015. „Þetta var gott landsliðsár – það var allavega mín upplifun. Við náðum að bæta okkur heilan helling á árinu. Þetta var bara frábært og það var gaman að fá að upplifa landsliðið á svona mikilli siglingu.Framtíðin er björt,“ sagði Glódís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Í gær gerði Knattspyrnusamband Íslands upp Pepsi-deild kvenna með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Það kom fáum á óvart að Harpa Þorsteinsdóttir skyldi vera valinn besti leikmaðurinn. Harpa, sem skoraði 27 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deildinni, fékk einnig verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins – sem hún skoraði gegn Aftureldingu – auk þess hún var valin í lið ársins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra fulltrúa í liði ársins: Sigrúnu Ellu Einarsdóttur, Söndru Sigurðardóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sú síðastnefnda er aðeins 19 ára gömul, en býr samt yfir mikilli reynslu. Hún lék sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki HK/Víkings í febrúar 2009, þá aðeins 13 ára gömul. Hún gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2012 og hefur síðan þá leikið 50 deildarleiki fyrir Garðabæjarliðið og skorað fimm mörk. Glódís varð bikarmeistari með Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu (2012), Íslandsmeistari árið eftir og í ár varð Stjarnan tvöfaldur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Glódís, sem leikur jafnan í stöðu miðvarðar, er að vonum ánægð með uppskeru sumarsins: „Við erum hrikalega ánægðar og stoltar af þessum árangri sem við höfum náð. Við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að verða tvöfaldir meistarar og gera betur en í fyrra og það gekk eftir. Það er frábært og það er alltaf gaman að ná markmiðum sínum,“ sagði Glódís, en hver er lykillinn að þessum árangri Stjörnunnar? „Við erum með gríðarlega góða og flotta liðsheild. Við spilum leiki sem lið og vinnum leiki sem lið.“ Glódís æfði með sænsku meisturunum í Rosengård í janúar, en hún segist ekki hafa heyrt frá félaginu undanfarið. „Ég er með samning við Stjörnuna sem gildir út tímabilið og við eigum eftir að spila í Meistaradeildinni og ætlum að reyna að komast sem lengst þar. Svo ætla ég bara að sjá hvað gerist,“ sagði Glódís sem setur stefnuna á að spila sem atvinnumaður í nánustu framtíð. „Mig langar að fara út fyrir næsta tímabil, en maður veit aldrei hvað býðst. Ég ætla ekki að fara út bara til þess að fara út. Ég ætla að fara út til að bæta mig sem knattspyrnukona,“ sagði Glódís sem segir að deildirnar í Svíþjóð og Þýskalandi heilli mest. Glódís er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hún hefur leikið 25 A-landsleiki, en ellefu þeirra voru á þessu ári. Hún skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á árinu, en gerði annað mark Íslands í 9-1 sigrinum á Serbíu í lokaleik ársins. Glódís segist sátt með árið hjá landsliðinu, þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í umspil um sæti á HM 2015. „Þetta var gott landsliðsár – það var allavega mín upplifun. Við náðum að bæta okkur heilan helling á árinu. Þetta var bara frábært og það var gaman að fá að upplifa landsliðið á svona mikilli siglingu.Framtíðin er björt,“ sagði Glódís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn