Öskurklefinn getur bjargað mannslífum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2014 13:00 Valdimar Jónsson og Erna Ómarsdóttir eru ásamt fleirum í listahópnum Shalala. „Þetta er verk í vinnslu. Hugmyndin er að gera ljóðræna heimildarmynd þar sem tilraunir verða gerðar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður og fleiri skipa listahópinn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og tengist efni sem hefur verið í brennidepli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hugmyndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynnast því aðeins hvað jaðarsöngleikur er, ásamt alls kyns innsetningum, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbandsverk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verkinu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varanlega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþingismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í myndinni, ásamt því að þeir ræða upplifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis. RIFF Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Þetta er verk í vinnslu. Hugmyndin er að gera ljóðræna heimildarmynd þar sem tilraunir verða gerðar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður og fleiri skipa listahópinn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og tengist efni sem hefur verið í brennidepli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hugmyndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynnast því aðeins hvað jaðarsöngleikur er, ásamt alls kyns innsetningum, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbandsverk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verkinu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varanlega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþingismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í myndinni, ásamt því að þeir ræða upplifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis.
RIFF Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira