Fréttnæmur framúrakstur Páll Jakob Líndal skrifar 20. september 2014 07:00 Mánudagur 1. september – kl. 9.30. Fagur haustmorgunn eftir skarpt áhlaup veðurguðanna deginum áður. Ég ek eftir þjóðvegi 1 um Melasveitina á leið minni frá Reykjavík til Hvanneyrar, nánar tiltekið um svokallaða Skorrholts- og Fiskilækjarmela. Í baksýnisspeglinum sé ég hvar veglegur amerískur jeppi nálgast mig óðfluga. Hann er svartur á lit með gljáandi krómi. Ökumaðurinn virðist vera karlmaður á góðum aldri. Hann hallar sér makindalega til hliðar í sætinu og heldur annarri hendinni upp að eyranu. Hann slær af þegar aðeins nokkrar bíllengdir eru milli okkar. Dokar ögn við. Bíður svo ekki boðanna. Snarar bílnum, sem er þeirrar gerðar að hann tekur vel við sér, yfir á vinstri akreinina. Framúraksturinn tekur ekki langan tíma. Ég myndi sjálfsagt ekki muna eftir bílnum, ökumanninum og framúrakstrinum og hefði vafalaust ekki skrifað þennan pistil, ef þetta væri öll sagan. Framúrakstur á þjóðvegum telst varla fréttnæmur, svona almennt séð. En þessi framúrakstur var öðruvísi, því hann fór fram á blindhæð. Á stað þar sem útsýni er takmarkað og tími til aðgerða stuttur ef nauðsyn krefur. Því til áréttingar hefur hvít lína verið máluð á yfirborð vegarins – framúrakstur bannaður. Svo einfalt er það. Hvað kallast það framferði sem ökumaður umrædds jeppa sýnir í þessu tilviki? Heimska? Sinnuleysi? Kjánagangur? Spennufíkn? Tuddagangur? Mikilmennskubrjálæði? Ábyrgðarleysi? Eigingirni? Skilningsleysi? Vanhæfni? Kæruleysi? Hugsunarleysi? Ranghugmyndir? Spyr sá sem ekki veit. Ég þykist hins vegar vita að sterkbyggður amerískur lúxusjeppi á 110-120 km hraða á klukkustund er eitthvað sem enginn óskar eftir að fá í fangið. Og hvað þá ef rammgerður Volvo á rúmlega 90 km hraða fylgir í kjölfarið. Fyrir nokkru las ég pistil, þar sem tínd voru til fáein sérkenni Íslendinga. Gamalkunn stef þar á ferðinni, að einu undanskildu: „Íslendingar líta ekki á umferðarreglur sem reglur heldur sem góðlátlegar ábendingar.“ Ég staldraði við þetta þá og ég staldra við þetta núna. Er þetta það sem koma skal? Ég hvet alla ökumenn til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda í umferðinni. Þannig stuðlum við að betri umferðarmenningu – öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Jakob Líndal Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mánudagur 1. september – kl. 9.30. Fagur haustmorgunn eftir skarpt áhlaup veðurguðanna deginum áður. Ég ek eftir þjóðvegi 1 um Melasveitina á leið minni frá Reykjavík til Hvanneyrar, nánar tiltekið um svokallaða Skorrholts- og Fiskilækjarmela. Í baksýnisspeglinum sé ég hvar veglegur amerískur jeppi nálgast mig óðfluga. Hann er svartur á lit með gljáandi krómi. Ökumaðurinn virðist vera karlmaður á góðum aldri. Hann hallar sér makindalega til hliðar í sætinu og heldur annarri hendinni upp að eyranu. Hann slær af þegar aðeins nokkrar bíllengdir eru milli okkar. Dokar ögn við. Bíður svo ekki boðanna. Snarar bílnum, sem er þeirrar gerðar að hann tekur vel við sér, yfir á vinstri akreinina. Framúraksturinn tekur ekki langan tíma. Ég myndi sjálfsagt ekki muna eftir bílnum, ökumanninum og framúrakstrinum og hefði vafalaust ekki skrifað þennan pistil, ef þetta væri öll sagan. Framúrakstur á þjóðvegum telst varla fréttnæmur, svona almennt séð. En þessi framúrakstur var öðruvísi, því hann fór fram á blindhæð. Á stað þar sem útsýni er takmarkað og tími til aðgerða stuttur ef nauðsyn krefur. Því til áréttingar hefur hvít lína verið máluð á yfirborð vegarins – framúrakstur bannaður. Svo einfalt er það. Hvað kallast það framferði sem ökumaður umrædds jeppa sýnir í þessu tilviki? Heimska? Sinnuleysi? Kjánagangur? Spennufíkn? Tuddagangur? Mikilmennskubrjálæði? Ábyrgðarleysi? Eigingirni? Skilningsleysi? Vanhæfni? Kæruleysi? Hugsunarleysi? Ranghugmyndir? Spyr sá sem ekki veit. Ég þykist hins vegar vita að sterkbyggður amerískur lúxusjeppi á 110-120 km hraða á klukkustund er eitthvað sem enginn óskar eftir að fá í fangið. Og hvað þá ef rammgerður Volvo á rúmlega 90 km hraða fylgir í kjölfarið. Fyrir nokkru las ég pistil, þar sem tínd voru til fáein sérkenni Íslendinga. Gamalkunn stef þar á ferðinni, að einu undanskildu: „Íslendingar líta ekki á umferðarreglur sem reglur heldur sem góðlátlegar ábendingar.“ Ég staldraði við þetta þá og ég staldra við þetta núna. Er þetta það sem koma skal? Ég hvet alla ökumenn til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda í umferðinni. Þannig stuðlum við að betri umferðarmenningu – öllum til heilla.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun