Spennandi en skrítið að spila í Kína Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2014 06:00 Viðar Örn Kjartansson hefur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni. mynd/heimasíða vålerenga „Ef ég væri örlítið yngri þá væri ég örugglega ekki að höndla þetta svona vel. Ég er líka orðinn vanur þessu áreiti og er því alveg pollrólegur,“ segir langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, Viðar Örn Kjartansson, en hann fær ekki stundarfrið frá fjölmiðlum þessa dagana. Skal engan undra því hann hefur raðað inn mörkum nánast að vild fyrir Vålerenga á tímabilinu og er þegar búinn að slá nokkur met. 24 mörk í 22 leikjum en metið í Noregi er 30 mörk og það var sett árið 1968 af Odd Iversen. Viðar Örn hefur sjö leiki til þess að skora mörkin sex sem upp á vantar.Möguleikinn er góður „Það eru talsvert fleiri fjölmiðlar hér en heima og það er mikið verið að kynna sér mig og mitt líf. Þetta er allt hluti af boltanum og ég kippi mér ekkert upp við alla þessa athygli og að þurfa að koma í mörg viðtöl. Ég var ekkert mjög vanur þessari athygli fyrst þegar ég kom en ég hef fengið mikla athygli nánast frá upphafi og þetta venst vel.“ Selfyssingurinn marksækni fer ekkert leynt með að markmið hans er að jafna og helst slá markametið. Hann telur sig eiga góða möguleika á því. „Það er búið að ganga vel og hefur verið stöðugleiki í mínum leik. Ég hef skorað tvær þrennur upp á síðkastið og ég er því líklegur til alls. Ég er nánast að skora í hverjum leik þannig að þetta er góður möguleiki,“ segir Viðar en lið hans hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni eða marki minna en topplið Molde sem Viðar og félagar mæta í dag. Vörnin hefur aftur á móti ekki verið eins öflug og því er liðið í sjötta sæti deildarinnar. „Ef hún væri betri þá værum við í efstu þremur sætunum. Við komumst 5-2 yfir í leik um daginn en hitt liðið jafnaði í 5-5 á fimmtán mínútum. Fólk er í það minnsta að fá vel fyrir peninginn er það horfir á okkur spila,“ segir Viðar og hlær við.Hætti að hugsa um þetta Spilamennska hans í Noregi hefur ekki farið fram hjá útsendurum um alla Evrópu og er líklegra en ekki að hann yfirgefi Vålerenga í janúar. „Ég hef alveg fundið fyrir áhuganum en er ekkert að velta mér of mikið upp úr því. Ef eitthvað gerist þá gerist það líklega hratt. Það mun samt líklegast ekkert gerast fyrr en í janúar. Ég pældi mikið í þessu í sumar en þá skoraði ég ekki í þremur leikjum í röð. Þá hætti ég að hugsa um þessa hluti og þá fór aftur að ganga of vel. Ég vil því ekki vera að skipta mér mikið af þessu en ég veit að ef ég stend mig vel þá verður eitthvað spennandi í boði.“ Félög víða í Evrópu hafa gert tilboð í Viðar en það sem færri vita er að það kom áhugavert tilboð í hann frá liði í Kína. „Ég vissi af þeim áhuga en ég veit ekki hvar það stendur. Það yrði skrítið að fara þangað en örugglega spennandi,“ segir Viðar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi Viðar fá í það minnsta helmingi betri samning þar en ef hann semdi við lið í Evrópu.Skoða allt með opnum huga „Maður hefur heyrt af því að það sé mikið af peningum í boði þar. Maður veit aldrei hvað maður gerir. Ég skoða allt sem er spennandi með opnum huga.“ Framherjinn er orðinn 24 ára gamall og hann segir líka skipta máli að velja rétt. „Ef maður tekur rangt skref þá getur það eyðilagt ýmislegt. Ég er samt ekki það gamall að ég ætti kannski möguleika á að koma aftur inn einhvers staðar. Ég myndi samt skoða Kína eins og hvað annað. Maður veit aldrei.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
„Ef ég væri örlítið yngri þá væri ég örugglega ekki að höndla þetta svona vel. Ég er líka orðinn vanur þessu áreiti og er því alveg pollrólegur,“ segir langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, Viðar Örn Kjartansson, en hann fær ekki stundarfrið frá fjölmiðlum þessa dagana. Skal engan undra því hann hefur raðað inn mörkum nánast að vild fyrir Vålerenga á tímabilinu og er þegar búinn að slá nokkur met. 24 mörk í 22 leikjum en metið í Noregi er 30 mörk og það var sett árið 1968 af Odd Iversen. Viðar Örn hefur sjö leiki til þess að skora mörkin sex sem upp á vantar.Möguleikinn er góður „Það eru talsvert fleiri fjölmiðlar hér en heima og það er mikið verið að kynna sér mig og mitt líf. Þetta er allt hluti af boltanum og ég kippi mér ekkert upp við alla þessa athygli og að þurfa að koma í mörg viðtöl. Ég var ekkert mjög vanur þessari athygli fyrst þegar ég kom en ég hef fengið mikla athygli nánast frá upphafi og þetta venst vel.“ Selfyssingurinn marksækni fer ekkert leynt með að markmið hans er að jafna og helst slá markametið. Hann telur sig eiga góða möguleika á því. „Það er búið að ganga vel og hefur verið stöðugleiki í mínum leik. Ég hef skorað tvær þrennur upp á síðkastið og ég er því líklegur til alls. Ég er nánast að skora í hverjum leik þannig að þetta er góður möguleiki,“ segir Viðar en lið hans hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni eða marki minna en topplið Molde sem Viðar og félagar mæta í dag. Vörnin hefur aftur á móti ekki verið eins öflug og því er liðið í sjötta sæti deildarinnar. „Ef hún væri betri þá værum við í efstu þremur sætunum. Við komumst 5-2 yfir í leik um daginn en hitt liðið jafnaði í 5-5 á fimmtán mínútum. Fólk er í það minnsta að fá vel fyrir peninginn er það horfir á okkur spila,“ segir Viðar og hlær við.Hætti að hugsa um þetta Spilamennska hans í Noregi hefur ekki farið fram hjá útsendurum um alla Evrópu og er líklegra en ekki að hann yfirgefi Vålerenga í janúar. „Ég hef alveg fundið fyrir áhuganum en er ekkert að velta mér of mikið upp úr því. Ef eitthvað gerist þá gerist það líklega hratt. Það mun samt líklegast ekkert gerast fyrr en í janúar. Ég pældi mikið í þessu í sumar en þá skoraði ég ekki í þremur leikjum í röð. Þá hætti ég að hugsa um þessa hluti og þá fór aftur að ganga of vel. Ég vil því ekki vera að skipta mér mikið af þessu en ég veit að ef ég stend mig vel þá verður eitthvað spennandi í boði.“ Félög víða í Evrópu hafa gert tilboð í Viðar en það sem færri vita er að það kom áhugavert tilboð í hann frá liði í Kína. „Ég vissi af þeim áhuga en ég veit ekki hvar það stendur. Það yrði skrítið að fara þangað en örugglega spennandi,“ segir Viðar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi Viðar fá í það minnsta helmingi betri samning þar en ef hann semdi við lið í Evrópu.Skoða allt með opnum huga „Maður hefur heyrt af því að það sé mikið af peningum í boði þar. Maður veit aldrei hvað maður gerir. Ég skoða allt sem er spennandi með opnum huga.“ Framherjinn er orðinn 24 ára gamall og hann segir líka skipta máli að velja rétt. „Ef maður tekur rangt skref þá getur það eyðilagt ýmislegt. Ég er samt ekki það gamall að ég ætti kannski möguleika á að koma aftur inn einhvers staðar. Ég myndi samt skoða Kína eins og hvað annað. Maður veit aldrei.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira