Spennandi en skrítið að spila í Kína Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2014 06:00 Viðar Örn Kjartansson hefur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni. mynd/heimasíða vålerenga „Ef ég væri örlítið yngri þá væri ég örugglega ekki að höndla þetta svona vel. Ég er líka orðinn vanur þessu áreiti og er því alveg pollrólegur,“ segir langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, Viðar Örn Kjartansson, en hann fær ekki stundarfrið frá fjölmiðlum þessa dagana. Skal engan undra því hann hefur raðað inn mörkum nánast að vild fyrir Vålerenga á tímabilinu og er þegar búinn að slá nokkur met. 24 mörk í 22 leikjum en metið í Noregi er 30 mörk og það var sett árið 1968 af Odd Iversen. Viðar Örn hefur sjö leiki til þess að skora mörkin sex sem upp á vantar.Möguleikinn er góður „Það eru talsvert fleiri fjölmiðlar hér en heima og það er mikið verið að kynna sér mig og mitt líf. Þetta er allt hluti af boltanum og ég kippi mér ekkert upp við alla þessa athygli og að þurfa að koma í mörg viðtöl. Ég var ekkert mjög vanur þessari athygli fyrst þegar ég kom en ég hef fengið mikla athygli nánast frá upphafi og þetta venst vel.“ Selfyssingurinn marksækni fer ekkert leynt með að markmið hans er að jafna og helst slá markametið. Hann telur sig eiga góða möguleika á því. „Það er búið að ganga vel og hefur verið stöðugleiki í mínum leik. Ég hef skorað tvær þrennur upp á síðkastið og ég er því líklegur til alls. Ég er nánast að skora í hverjum leik þannig að þetta er góður möguleiki,“ segir Viðar en lið hans hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni eða marki minna en topplið Molde sem Viðar og félagar mæta í dag. Vörnin hefur aftur á móti ekki verið eins öflug og því er liðið í sjötta sæti deildarinnar. „Ef hún væri betri þá værum við í efstu þremur sætunum. Við komumst 5-2 yfir í leik um daginn en hitt liðið jafnaði í 5-5 á fimmtán mínútum. Fólk er í það minnsta að fá vel fyrir peninginn er það horfir á okkur spila,“ segir Viðar og hlær við.Hætti að hugsa um þetta Spilamennska hans í Noregi hefur ekki farið fram hjá útsendurum um alla Evrópu og er líklegra en ekki að hann yfirgefi Vålerenga í janúar. „Ég hef alveg fundið fyrir áhuganum en er ekkert að velta mér of mikið upp úr því. Ef eitthvað gerist þá gerist það líklega hratt. Það mun samt líklegast ekkert gerast fyrr en í janúar. Ég pældi mikið í þessu í sumar en þá skoraði ég ekki í þremur leikjum í röð. Þá hætti ég að hugsa um þessa hluti og þá fór aftur að ganga of vel. Ég vil því ekki vera að skipta mér mikið af þessu en ég veit að ef ég stend mig vel þá verður eitthvað spennandi í boði.“ Félög víða í Evrópu hafa gert tilboð í Viðar en það sem færri vita er að það kom áhugavert tilboð í hann frá liði í Kína. „Ég vissi af þeim áhuga en ég veit ekki hvar það stendur. Það yrði skrítið að fara þangað en örugglega spennandi,“ segir Viðar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi Viðar fá í það minnsta helmingi betri samning þar en ef hann semdi við lið í Evrópu.Skoða allt með opnum huga „Maður hefur heyrt af því að það sé mikið af peningum í boði þar. Maður veit aldrei hvað maður gerir. Ég skoða allt sem er spennandi með opnum huga.“ Framherjinn er orðinn 24 ára gamall og hann segir líka skipta máli að velja rétt. „Ef maður tekur rangt skref þá getur það eyðilagt ýmislegt. Ég er samt ekki það gamall að ég ætti kannski möguleika á að koma aftur inn einhvers staðar. Ég myndi samt skoða Kína eins og hvað annað. Maður veit aldrei.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Sjá meira
„Ef ég væri örlítið yngri þá væri ég örugglega ekki að höndla þetta svona vel. Ég er líka orðinn vanur þessu áreiti og er því alveg pollrólegur,“ segir langmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar, Viðar Örn Kjartansson, en hann fær ekki stundarfrið frá fjölmiðlum þessa dagana. Skal engan undra því hann hefur raðað inn mörkum nánast að vild fyrir Vålerenga á tímabilinu og er þegar búinn að slá nokkur met. 24 mörk í 22 leikjum en metið í Noregi er 30 mörk og það var sett árið 1968 af Odd Iversen. Viðar Örn hefur sjö leiki til þess að skora mörkin sex sem upp á vantar.Möguleikinn er góður „Það eru talsvert fleiri fjölmiðlar hér en heima og það er mikið verið að kynna sér mig og mitt líf. Þetta er allt hluti af boltanum og ég kippi mér ekkert upp við alla þessa athygli og að þurfa að koma í mörg viðtöl. Ég var ekkert mjög vanur þessari athygli fyrst þegar ég kom en ég hef fengið mikla athygli nánast frá upphafi og þetta venst vel.“ Selfyssingurinn marksækni fer ekkert leynt með að markmið hans er að jafna og helst slá markametið. Hann telur sig eiga góða möguleika á því. „Það er búið að ganga vel og hefur verið stöðugleiki í mínum leik. Ég hef skorað tvær þrennur upp á síðkastið og ég er því líklegur til alls. Ég er nánast að skora í hverjum leik þannig að þetta er góður möguleiki,“ segir Viðar en lið hans hefur skorað næstflest mörk allra liða í deildinni eða marki minna en topplið Molde sem Viðar og félagar mæta í dag. Vörnin hefur aftur á móti ekki verið eins öflug og því er liðið í sjötta sæti deildarinnar. „Ef hún væri betri þá værum við í efstu þremur sætunum. Við komumst 5-2 yfir í leik um daginn en hitt liðið jafnaði í 5-5 á fimmtán mínútum. Fólk er í það minnsta að fá vel fyrir peninginn er það horfir á okkur spila,“ segir Viðar og hlær við.Hætti að hugsa um þetta Spilamennska hans í Noregi hefur ekki farið fram hjá útsendurum um alla Evrópu og er líklegra en ekki að hann yfirgefi Vålerenga í janúar. „Ég hef alveg fundið fyrir áhuganum en er ekkert að velta mér of mikið upp úr því. Ef eitthvað gerist þá gerist það líklega hratt. Það mun samt líklegast ekkert gerast fyrr en í janúar. Ég pældi mikið í þessu í sumar en þá skoraði ég ekki í þremur leikjum í röð. Þá hætti ég að hugsa um þessa hluti og þá fór aftur að ganga of vel. Ég vil því ekki vera að skipta mér mikið af þessu en ég veit að ef ég stend mig vel þá verður eitthvað spennandi í boði.“ Félög víða í Evrópu hafa gert tilboð í Viðar en það sem færri vita er að það kom áhugavert tilboð í hann frá liði í Kína. „Ég vissi af þeim áhuga en ég veit ekki hvar það stendur. Það yrði skrítið að fara þangað en örugglega spennandi,“ segir Viðar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi Viðar fá í það minnsta helmingi betri samning þar en ef hann semdi við lið í Evrópu.Skoða allt með opnum huga „Maður hefur heyrt af því að það sé mikið af peningum í boði þar. Maður veit aldrei hvað maður gerir. Ég skoða allt sem er spennandi með opnum huga.“ Framherjinn er orðinn 24 ára gamall og hann segir líka skipta máli að velja rétt. „Ef maður tekur rangt skref þá getur það eyðilagt ýmislegt. Ég er samt ekki það gamall að ég ætti kannski möguleika á að koma aftur inn einhvers staðar. Ég myndi samt skoða Kína eins og hvað annað. Maður veit aldrei.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Sjá meira