Fimm ára bið Liverpool loks á enda í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brendan Rodgers vill byrja leiktíðina í Meistaradeild Evrópu með sigri. vísir/getty „Ég er mjög spenntur. Fimm ár er langur tími. Við eigum skilið að vera með í þessari keppni,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sem leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í fimm ár. Liðið mætir þá búlgarska liðinu Ludogorets á heimavelli sínum, Anfield. „Við viljum komast upp úr okkar riðli en munum engu að síður taka bara einn leik fyrir í einu. Fyrsta markmið okkar er að standa okkur vel,“ bætti Rodgers við. Liverpool-menn eru þó enn að sleikja sárin eftir tap fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rodgers segir að leikur kvöldsins sé kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. „Við vorum með mikla yfirburði gegn Aston Villa en úrslitin voru ekki okkur að skapi. En við verðum bara að halda áfram og einbeitum okkur nú að næsta leik.“ Liverpool þarf að byrja vel í kvöld en búlgarska liðið er fyrirfram talið það lakasta í riðlinum. Rodgers og lærisveina hans bíður erfiðara verkefni gegn Real Madrid og Basel frá Sviss. Rodgers hefur skoðað búlgarska liðið vel og á von á að gestirnir muni sækja í kvöld. „Þetta er topplið í Búlgaríu og ég veit að leikurinn verður erfiður. Þeir spila 4-2-3-1 og eru með bakverði sem sækja upp kantana. Þetta er lið sem vill sækja,“ sagði Rodgers sem bætti því við að varnarmaðurinn Martin Skrtel mundi missa af leiknum vegna meiðsla. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að Arsenal á erfiðan útileik fyrir höndum í D-riðli gegn þýska liðinu Dortmund á Signal Iduna-leikvanginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Meistaramörkin hefjast svo klukkan 20.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
„Ég er mjög spenntur. Fimm ár er langur tími. Við eigum skilið að vera með í þessari keppni,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sem leikur í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í fimm ár. Liðið mætir þá búlgarska liðinu Ludogorets á heimavelli sínum, Anfield. „Við viljum komast upp úr okkar riðli en munum engu að síður taka bara einn leik fyrir í einu. Fyrsta markmið okkar er að standa okkur vel,“ bætti Rodgers við. Liverpool-menn eru þó enn að sleikja sárin eftir tap fyrir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rodgers segir að leikur kvöldsins sé kjörið tækifæri til að komast aftur á beinu brautina. „Við vorum með mikla yfirburði gegn Aston Villa en úrslitin voru ekki okkur að skapi. En við verðum bara að halda áfram og einbeitum okkur nú að næsta leik.“ Liverpool þarf að byrja vel í kvöld en búlgarska liðið er fyrirfram talið það lakasta í riðlinum. Rodgers og lærisveina hans bíður erfiðara verkefni gegn Real Madrid og Basel frá Sviss. Rodgers hefur skoðað búlgarska liðið vel og á von á að gestirnir muni sækja í kvöld. „Þetta er topplið í Búlgaríu og ég veit að leikurinn verður erfiður. Þeir spila 4-2-3-1 og eru með bakverði sem sækja upp kantana. Þetta er lið sem vill sækja,“ sagði Rodgers sem bætti því við að varnarmaðurinn Martin Skrtel mundi missa af leiknum vegna meiðsla. Meðal annarra leikja í kvöld má nefna að Arsenal á erfiðan útileik fyrir höndum í D-riðli gegn þýska liðinu Dortmund á Signal Iduna-leikvanginum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45 en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Meistaramörkin hefjast svo klukkan 20.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Fleiri fréttir Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira