Óæðri berin Sara McMahon skrifar 16. september 2014 10:45 Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi. Aðmorgni laugardags var haldið sem leið lá inn í svolítið gil uppi á heiði sem ég man ekki nafnið á. Þessi sami staður hafði tveimur árum áður gefið vel af sér af aðalbláberjum (sem mér skilst að séu jafngildi trufflu eða kavíars). Í ár var þó annað uppi á teningnum, enda vorum við töluvert seinna á ferð en árin áður, og bláberin báru þess augljós merki. En! Svæðið var fullt af krækiberjum. Stórum, bústnum, safaríkum og gómsætum krækiberjum á stærð við fingurnögl. Ég er mikill aðdáandi krækiberja – mér finnst þau næstum betri en fyrrnefnd aðalbláber. Þau springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau og svo eru þau alveg passlega sæt. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og hófst rösklega handa við berjatínsluna. Þegarfyrsta ílátið var orðið fullt bar ég það undir hinn berjatínslumanninn, yfirberjatínarann, sem var ekki ýkja hrifinn. Samkvæmt fagmanninum er stranglega bannað að blanda tegundum saman eins og ég hafði gert – og það sem verra var: Ég hafði ekki einbeitt mér bara, og aðeins bara, að því að tína aðalbláberin eftirsóttu. Það sem eftir lifði dags fór ég eftir settum reglum og tíndi bara bláber með hálfloppnum höndum. En þegar þau voru ekki fleiri gat ég loks snúið mér aftur að óæðri berjum. Pattaralegum, vænum krækiberjum sem springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi. Aðmorgni laugardags var haldið sem leið lá inn í svolítið gil uppi á heiði sem ég man ekki nafnið á. Þessi sami staður hafði tveimur árum áður gefið vel af sér af aðalbláberjum (sem mér skilst að séu jafngildi trufflu eða kavíars). Í ár var þó annað uppi á teningnum, enda vorum við töluvert seinna á ferð en árin áður, og bláberin báru þess augljós merki. En! Svæðið var fullt af krækiberjum. Stórum, bústnum, safaríkum og gómsætum krækiberjum á stærð við fingurnögl. Ég er mikill aðdáandi krækiberja – mér finnst þau næstum betri en fyrrnefnd aðalbláber. Þau springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau og svo eru þau alveg passlega sæt. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og hófst rösklega handa við berjatínsluna. Þegarfyrsta ílátið var orðið fullt bar ég það undir hinn berjatínslumanninn, yfirberjatínarann, sem var ekki ýkja hrifinn. Samkvæmt fagmanninum er stranglega bannað að blanda tegundum saman eins og ég hafði gert – og það sem verra var: Ég hafði ekki einbeitt mér bara, og aðeins bara, að því að tína aðalbláberin eftirsóttu. Það sem eftir lifði dags fór ég eftir settum reglum og tíndi bara bláber með hálfloppnum höndum. En þegar þau voru ekki fleiri gat ég loks snúið mér aftur að óæðri berjum. Pattaralegum, vænum krækiberjum sem springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar