Óæðri berin Sara McMahon skrifar 16. september 2014 10:45 Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi. Aðmorgni laugardags var haldið sem leið lá inn í svolítið gil uppi á heiði sem ég man ekki nafnið á. Þessi sami staður hafði tveimur árum áður gefið vel af sér af aðalbláberjum (sem mér skilst að séu jafngildi trufflu eða kavíars). Í ár var þó annað uppi á teningnum, enda vorum við töluvert seinna á ferð en árin áður, og bláberin báru þess augljós merki. En! Svæðið var fullt af krækiberjum. Stórum, bústnum, safaríkum og gómsætum krækiberjum á stærð við fingurnögl. Ég er mikill aðdáandi krækiberja – mér finnst þau næstum betri en fyrrnefnd aðalbláber. Þau springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau og svo eru þau alveg passlega sæt. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og hófst rösklega handa við berjatínsluna. Þegarfyrsta ílátið var orðið fullt bar ég það undir hinn berjatínslumanninn, yfirberjatínarann, sem var ekki ýkja hrifinn. Samkvæmt fagmanninum er stranglega bannað að blanda tegundum saman eins og ég hafði gert – og það sem verra var: Ég hafði ekki einbeitt mér bara, og aðeins bara, að því að tína aðalbláberin eftirsóttu. Það sem eftir lifði dags fór ég eftir settum reglum og tíndi bara bláber með hálfloppnum höndum. En þegar þau voru ekki fleiri gat ég loks snúið mér aftur að óæðri berjum. Pattaralegum, vænum krækiberjum sem springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Sjá meira
Á föstudaginn var brunaði ég norður á land í þeim tilgangi að tína heilan helling af íslenskum berjum. Við vorum tvö sem héldum saman í þetta ferðlag. Tvö sem höfðum það að markmiði að tína eins mikið af berjum og við mögulega gætum á einum degi. Aðmorgni laugardags var haldið sem leið lá inn í svolítið gil uppi á heiði sem ég man ekki nafnið á. Þessi sami staður hafði tveimur árum áður gefið vel af sér af aðalbláberjum (sem mér skilst að séu jafngildi trufflu eða kavíars). Í ár var þó annað uppi á teningnum, enda vorum við töluvert seinna á ferð en árin áður, og bláberin báru þess augljós merki. En! Svæðið var fullt af krækiberjum. Stórum, bústnum, safaríkum og gómsætum krækiberjum á stærð við fingurnögl. Ég er mikill aðdáandi krækiberja – mér finnst þau næstum betri en fyrrnefnd aðalbláber. Þau springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau og svo eru þau alveg passlega sæt. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar og hófst rösklega handa við berjatínsluna. Þegarfyrsta ílátið var orðið fullt bar ég það undir hinn berjatínslumanninn, yfirberjatínarann, sem var ekki ýkja hrifinn. Samkvæmt fagmanninum er stranglega bannað að blanda tegundum saman eins og ég hafði gert – og það sem verra var: Ég hafði ekki einbeitt mér bara, og aðeins bara, að því að tína aðalbláberin eftirsóttu. Það sem eftir lifði dags fór ég eftir settum reglum og tíndi bara bláber með hálfloppnum höndum. En þegar þau voru ekki fleiri gat ég loks snúið mér aftur að óæðri berjum. Pattaralegum, vænum krækiberjum sem springa svo skemmtilega þegar bitið er í þau.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar