Framtíð stefnumótunar og áætlanagerðar hins opinbera Héðinn Unnsteinsson og Pétur Berg Matthíasson skrifar 13. september 2014 07:00 Í vor mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjárlaga og markviss tengsl almannafjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefnasvið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með markvissri fækkun fjárlagaliða og tilkomu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumótunar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá markmiðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast annars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustumarkmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmiðum sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætlanir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæstum tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðaraðilar aðgerða eru ekki ávallt skilgreindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árangursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneytisins, Samhent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauðsynlega sérþekkingu. Ef frumvarp um opinber fjármál verður að lögum er líklegt að álag vegna undirbúnings stefnumótunar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótunar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu málefnasviðsstefna eru uppi hugmyndir um stofnun samráðshóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæfing þvert á kerfið yrði til mikilla bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framundan breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnumótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Í vor mælti fjármála- og efnahagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opinber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlöggjöf um fjármál ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnumörkun opinberra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjárlaga og markviss tengsl almannafjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefnasvið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með markvissri fækkun fjárlagaliða og tilkomu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumótunar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá markmiðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast annars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustumarkmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmiðum sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætlanir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæstum tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðaraðilar aðgerða eru ekki ávallt skilgreindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árangursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneytisins, Samhent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauðsynlega sérþekkingu. Ef frumvarp um opinber fjármál verður að lögum er líklegt að álag vegna undirbúnings stefnumótunar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins um stefnumótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótunar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu málefnasviðsstefna eru uppi hugmyndir um stofnun samráðshóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæfing þvert á kerfið yrði til mikilla bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framundan breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnumótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar