Svart box í Seðlabankanum? Frosti Ólafsson skrifar 12. september 2014 07:00 Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun