Íris fékk á sig færri mörk en landsliðsmarkvörðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2014 00:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir. Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira