Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Freyr Bjarnason skrifar 9. september 2014 07:00 Þyrluflugmaðurinn Gísli Gíslason frá Norðurflugi sveimar yfir eldgosinu í Holuhrauni. Mynd/Norðurflug Fyrirtækið Norðurflug ætlar að bjóða upp á þyrluferðir yfir Holuhraun frá Akureyri og hálendismiðstöðinni Hrauneyjum við Sprengisandsveg á næstunni. Frá því í síðustu viku hefur fyrirtækið flogið frá Reykjavík í tvær og hálfa til þrjár og hálfa klukkustund fyrir tæpar 240 þúsund krónur á mann. Fljótlega verða því fleiri valkostir í boði, ef eldgosið heldur áfram, en fjórar þyrlur eru til taks í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til fjóra í sæti en sú stærsta átta. „Flugið verður mikið styttra og verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðurflugs, aðspurð og býst við að verðið verði um 130 þúsund krónur bæði frá Hrauneyjum og Akureyri. Ferðalagið tekur um eina og hálfa til tvær og hálfa klukkustund. Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja þurfa að aka í um 150 kílómetra frá Reykjavík en vegurinn malbikaður alla leið. Sólveig segir að síminn hafi ekki stoppað hjá fyrirtækinu vegna fyrirspurna um ferðir að eldgosinu. Mest séu þetta útlendingar sem komi í sérferðir til landsins til að fljúga yfir Holuhraun. Fyrirtækið Reykjavík Helicopters er með tvær þyrlur til umráða og komast fimm manns í hverja ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt og pantað. Veðrið er ekki gott núna en við fljúgum eins og mögulegt er,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri, og bætir við að heimsóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi aldrei verið fleiri. Hann segir að verið sé að skoða aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við ætlum hugsanlega að gera út nær ef það er hægt, til að stytta leiðina og ná niður verðinu og kostnaðinum við þetta.“ Blaðamaður hafði einnig samband við fyrirtækið Helo, sem hefur eina þyrlu til umráða. Það hefur í örfá skipti flogið yfir gosið en hefur lítið getað sinnt því vegna anna við önnur verkefni. Bárðarbunga Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrirtækið Norðurflug ætlar að bjóða upp á þyrluferðir yfir Holuhraun frá Akureyri og hálendismiðstöðinni Hrauneyjum við Sprengisandsveg á næstunni. Frá því í síðustu viku hefur fyrirtækið flogið frá Reykjavík í tvær og hálfa til þrjár og hálfa klukkustund fyrir tæpar 240 þúsund krónur á mann. Fljótlega verða því fleiri valkostir í boði, ef eldgosið heldur áfram, en fjórar þyrlur eru til taks í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til fjóra í sæti en sú stærsta átta. „Flugið verður mikið styttra og verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðurflugs, aðspurð og býst við að verðið verði um 130 þúsund krónur bæði frá Hrauneyjum og Akureyri. Ferðalagið tekur um eina og hálfa til tvær og hálfa klukkustund. Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja þurfa að aka í um 150 kílómetra frá Reykjavík en vegurinn malbikaður alla leið. Sólveig segir að síminn hafi ekki stoppað hjá fyrirtækinu vegna fyrirspurna um ferðir að eldgosinu. Mest séu þetta útlendingar sem komi í sérferðir til landsins til að fljúga yfir Holuhraun. Fyrirtækið Reykjavík Helicopters er með tvær þyrlur til umráða og komast fimm manns í hverja ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt og pantað. Veðrið er ekki gott núna en við fljúgum eins og mögulegt er,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri, og bætir við að heimsóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi aldrei verið fleiri. Hann segir að verið sé að skoða aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við ætlum hugsanlega að gera út nær ef það er hægt, til að stytta leiðina og ná niður verðinu og kostnaðinum við þetta.“ Blaðamaður hafði einnig samband við fyrirtækið Helo, sem hefur eina þyrlu til umráða. Það hefur í örfá skipti flogið yfir gosið en hefur lítið getað sinnt því vegna anna við önnur verkefni.
Bárðarbunga Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira