Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Freyr Bjarnason skrifar 9. september 2014 07:00 Þyrluflugmaðurinn Gísli Gíslason frá Norðurflugi sveimar yfir eldgosinu í Holuhrauni. Mynd/Norðurflug Fyrirtækið Norðurflug ætlar að bjóða upp á þyrluferðir yfir Holuhraun frá Akureyri og hálendismiðstöðinni Hrauneyjum við Sprengisandsveg á næstunni. Frá því í síðustu viku hefur fyrirtækið flogið frá Reykjavík í tvær og hálfa til þrjár og hálfa klukkustund fyrir tæpar 240 þúsund krónur á mann. Fljótlega verða því fleiri valkostir í boði, ef eldgosið heldur áfram, en fjórar þyrlur eru til taks í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til fjóra í sæti en sú stærsta átta. „Flugið verður mikið styttra og verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðurflugs, aðspurð og býst við að verðið verði um 130 þúsund krónur bæði frá Hrauneyjum og Akureyri. Ferðalagið tekur um eina og hálfa til tvær og hálfa klukkustund. Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja þurfa að aka í um 150 kílómetra frá Reykjavík en vegurinn malbikaður alla leið. Sólveig segir að síminn hafi ekki stoppað hjá fyrirtækinu vegna fyrirspurna um ferðir að eldgosinu. Mest séu þetta útlendingar sem komi í sérferðir til landsins til að fljúga yfir Holuhraun. Fyrirtækið Reykjavík Helicopters er með tvær þyrlur til umráða og komast fimm manns í hverja ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt og pantað. Veðrið er ekki gott núna en við fljúgum eins og mögulegt er,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri, og bætir við að heimsóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi aldrei verið fleiri. Hann segir að verið sé að skoða aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við ætlum hugsanlega að gera út nær ef það er hægt, til að stytta leiðina og ná niður verðinu og kostnaðinum við þetta.“ Blaðamaður hafði einnig samband við fyrirtækið Helo, sem hefur eina þyrlu til umráða. Það hefur í örfá skipti flogið yfir gosið en hefur lítið getað sinnt því vegna anna við önnur verkefni. Bárðarbunga Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fyrirtækið Norðurflug ætlar að bjóða upp á þyrluferðir yfir Holuhraun frá Akureyri og hálendismiðstöðinni Hrauneyjum við Sprengisandsveg á næstunni. Frá því í síðustu viku hefur fyrirtækið flogið frá Reykjavík í tvær og hálfa til þrjár og hálfa klukkustund fyrir tæpar 240 þúsund krónur á mann. Fljótlega verða því fleiri valkostir í boði, ef eldgosið heldur áfram, en fjórar þyrlur eru til taks í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til fjóra í sæti en sú stærsta átta. „Flugið verður mikið styttra og verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðurflugs, aðspurð og býst við að verðið verði um 130 þúsund krónur bæði frá Hrauneyjum og Akureyri. Ferðalagið tekur um eina og hálfa til tvær og hálfa klukkustund. Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja þurfa að aka í um 150 kílómetra frá Reykjavík en vegurinn malbikaður alla leið. Sólveig segir að síminn hafi ekki stoppað hjá fyrirtækinu vegna fyrirspurna um ferðir að eldgosinu. Mest séu þetta útlendingar sem komi í sérferðir til landsins til að fljúga yfir Holuhraun. Fyrirtækið Reykjavík Helicopters er með tvær þyrlur til umráða og komast fimm manns í hverja ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt og pantað. Veðrið er ekki gott núna en við fljúgum eins og mögulegt er,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri, og bætir við að heimsóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi aldrei verið fleiri. Hann segir að verið sé að skoða aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við ætlum hugsanlega að gera út nær ef það er hægt, til að stytta leiðina og ná niður verðinu og kostnaðinum við þetta.“ Blaðamaður hafði einnig samband við fyrirtækið Helo, sem hefur eina þyrlu til umráða. Það hefur í örfá skipti flogið yfir gosið en hefur lítið getað sinnt því vegna anna við önnur verkefni.
Bárðarbunga Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira