Bílastæði Smáralindar breytist í bílabíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2014 11:30 Jóhann Alfreð hlakkar til að ferðast aftur í tímann. „Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein