Þunglyndi, meðferð á villigötum? Teitur Guðmundsson skrifar 2. september 2014 07:00 Flestir þekkja einhvern sem er dapur, vonlaus, fullur af vanlíðan og sér ekki birtuna í kringum sig. Viðkomandi getur verið náinn manni eða í nærumhverfi eins og til dæmis í vinnu eða skóla. Sumir telja sig jafnvel sjá utan á fólki hvernig því líður án þess að hafa átt samskipti við það. Ýmis teikn geta bent til þessa, líkamstjáning og margt fleira. Það ætti þó að varast að dæma um slíkt nema hafa frekari vísbendingar og þá sérstaklega átt samtal við viðkomandi. Ástæður þess að fólki líður illa eru margvíslegar og það eru einstaklingarnir líka, því hlýtur það að vera að orsakir fyrir þunglyndi séu fjölþættar. Oft finnur einstaklingur sjálfur fyrst og fremst fyrir þeirri vanlíðan sem fylgir þunglyndi, en umhverfi hans, fjölskylda og vinir átta sig líka á breytingum. Það getur þó verið býsna dulið og þá má með sanni segja að áhugi eða næmi fyrir líðan fólks í kringum sig er mjög mismunandi milli einstaklinga. Þetta leiðir til þess að greining og meðferð getur tafist og jafnvel komið of seint, en þekkt er að sjálfsvíg eru tíðari í hópi einstaklinga sem finna engan tilgang með tilveru sinni. Opin umræða um þunglyndi á síðastliðnum árum og fræðsla um sjúkdóminn hefur gert það að verkum að það er ekki lengur samfélagsleg afneitun að hann sé til. Í dag sjáum við að andlegir sjúkdómar eru mjög algengir, þunglyndi og kvíði eru í fararbroddi þeirra og stór hluti þeirra sem glíma við örorku gera það einmitt fyrst og fremst vegna slíks vanda.Misræmi í boðefnaskiptum Greining þunglyndis fer fyrst og fremst fram með samtali við fagaðila auk þess sem notaðir eru staðlaðir spurningalistar, það er ekki til nein blóðrannsókn eða röntgenmyndataka sem hjálpar og læknisskoðun er alla jafna eðlileg. Fyrir sumum eru þessi vandamál því illa áþreifanleg og sumir jafnvel hræðast að taka á þeim, bæði fagfólk sem aðrir. Í því ljósi er áhugavert að horfa til þess að það sem hefur verið talin meginástæða þunglyndis sé misræmi í boðefnaskiptum í heilanum. Sérstaklega hefur þar verið nefnt boðefnið serotonin sem fyrirfinnst í miðtaugakerfinu en einnig í blóðflögum og meltingarvegi og hefur verið tengt vellíðan og hamingju auk ýmissa annarra þátta. Ein meginkenningin sem við höfum starfað eftir varðandi ástæður þunglyndis er að þetta boðefni sé af skornum skammti milli taugaenda í heilanum, meðferðin hefur því beinst að því að auka það og eru öll nútíma þunglyndislyf meira og minna byggð á þeim skilningi, svokölluð SSRI-lyf. Til viðbótar við lyfjagjöf kemur margvísleg samtals- og hugræn atferlismeðferð, auk ráðlegginga um hreyfingu og mataræði en sumir eru þeirrar skoðunar að það eigi að vera í forgrunni og lyfin eingöngu notuð þegar ekki næst viðunandi árangur. Þá hefur einnig komið fram að lyfin taka langan tíma að virka og virknin er oft ekki nægjanlega góð miðað við þann undirliggjandi vanda sem er talinn liggja til grundvallar veikindum viðkomandi, sem sé skortur á fyrrnefndu boðefni.Rétta þarf stefnuna af Nú hafa vísindamenn í Bandaríkjunum sett þessa kenningu á hausinn með því að efast um að þetta boðefni skipti raunverulega máli. Þeir notuðust við músamódel sem er oft gert sem forstig í slíkum rannsóknum, þar sem búið var svo um hnútana að mýsnar framleiddu ekkert slíkt efni í líkamanum. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að það skipti engu máli fyrir þunglyndi, depurð eða hegðun þeirra. Ýmis hegðunarpróf og áreitispróf voru skoðuð í þessu samhengi auk þess sem mýsnar voru meðhöndlaðar með SSRI-lyfjum sem breyttu engu um hegðunarmynstur þeirra í samanburði við frískar mýs. Frekari rannsókna er auðvitað þörf áður en of miklar ályktanir eru dregnar af þessu. En í ljósi þess að við erum að glíma við þennan mikla vanda í öllum vestrænum samfélögum og þótt víðar væri leitað, gengur okkur gengur ekki nægjanlega vel að meðhöndla þennan sjúkdóm. Þrátt fyrir að við eyðum milljörðum króna árlega í neyslu þessara lyfja lætur árangurinn á sér standa. Hagsmunir sjúklinga eru miklir, en ekki síður þeirra sem framleiða lyfin. Vandinn er raunverulegur og niðurgreiðsla úrræða annarra en lyfja er takmörkuð hérlendis, sérstaklega til sálfræðinga. Tímaskortur í heilsugæslu og mannahallæri þar, sem og hjá sérfræðingum á stofu, gerir enn erfiðara fyrir og ef rétt reynist að við séum á rangri braut í meðhöndlun þessa algenga kvilla með ofangreindum lyfjum þarf heldur betur að rétta af stefnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Flestir þekkja einhvern sem er dapur, vonlaus, fullur af vanlíðan og sér ekki birtuna í kringum sig. Viðkomandi getur verið náinn manni eða í nærumhverfi eins og til dæmis í vinnu eða skóla. Sumir telja sig jafnvel sjá utan á fólki hvernig því líður án þess að hafa átt samskipti við það. Ýmis teikn geta bent til þessa, líkamstjáning og margt fleira. Það ætti þó að varast að dæma um slíkt nema hafa frekari vísbendingar og þá sérstaklega átt samtal við viðkomandi. Ástæður þess að fólki líður illa eru margvíslegar og það eru einstaklingarnir líka, því hlýtur það að vera að orsakir fyrir þunglyndi séu fjölþættar. Oft finnur einstaklingur sjálfur fyrst og fremst fyrir þeirri vanlíðan sem fylgir þunglyndi, en umhverfi hans, fjölskylda og vinir átta sig líka á breytingum. Það getur þó verið býsna dulið og þá má með sanni segja að áhugi eða næmi fyrir líðan fólks í kringum sig er mjög mismunandi milli einstaklinga. Þetta leiðir til þess að greining og meðferð getur tafist og jafnvel komið of seint, en þekkt er að sjálfsvíg eru tíðari í hópi einstaklinga sem finna engan tilgang með tilveru sinni. Opin umræða um þunglyndi á síðastliðnum árum og fræðsla um sjúkdóminn hefur gert það að verkum að það er ekki lengur samfélagsleg afneitun að hann sé til. Í dag sjáum við að andlegir sjúkdómar eru mjög algengir, þunglyndi og kvíði eru í fararbroddi þeirra og stór hluti þeirra sem glíma við örorku gera það einmitt fyrst og fremst vegna slíks vanda.Misræmi í boðefnaskiptum Greining þunglyndis fer fyrst og fremst fram með samtali við fagaðila auk þess sem notaðir eru staðlaðir spurningalistar, það er ekki til nein blóðrannsókn eða röntgenmyndataka sem hjálpar og læknisskoðun er alla jafna eðlileg. Fyrir sumum eru þessi vandamál því illa áþreifanleg og sumir jafnvel hræðast að taka á þeim, bæði fagfólk sem aðrir. Í því ljósi er áhugavert að horfa til þess að það sem hefur verið talin meginástæða þunglyndis sé misræmi í boðefnaskiptum í heilanum. Sérstaklega hefur þar verið nefnt boðefnið serotonin sem fyrirfinnst í miðtaugakerfinu en einnig í blóðflögum og meltingarvegi og hefur verið tengt vellíðan og hamingju auk ýmissa annarra þátta. Ein meginkenningin sem við höfum starfað eftir varðandi ástæður þunglyndis er að þetta boðefni sé af skornum skammti milli taugaenda í heilanum, meðferðin hefur því beinst að því að auka það og eru öll nútíma þunglyndislyf meira og minna byggð á þeim skilningi, svokölluð SSRI-lyf. Til viðbótar við lyfjagjöf kemur margvísleg samtals- og hugræn atferlismeðferð, auk ráðlegginga um hreyfingu og mataræði en sumir eru þeirrar skoðunar að það eigi að vera í forgrunni og lyfin eingöngu notuð þegar ekki næst viðunandi árangur. Þá hefur einnig komið fram að lyfin taka langan tíma að virka og virknin er oft ekki nægjanlega góð miðað við þann undirliggjandi vanda sem er talinn liggja til grundvallar veikindum viðkomandi, sem sé skortur á fyrrnefndu boðefni.Rétta þarf stefnuna af Nú hafa vísindamenn í Bandaríkjunum sett þessa kenningu á hausinn með því að efast um að þetta boðefni skipti raunverulega máli. Þeir notuðust við músamódel sem er oft gert sem forstig í slíkum rannsóknum, þar sem búið var svo um hnútana að mýsnar framleiddu ekkert slíkt efni í líkamanum. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að það skipti engu máli fyrir þunglyndi, depurð eða hegðun þeirra. Ýmis hegðunarpróf og áreitispróf voru skoðuð í þessu samhengi auk þess sem mýsnar voru meðhöndlaðar með SSRI-lyfjum sem breyttu engu um hegðunarmynstur þeirra í samanburði við frískar mýs. Frekari rannsókna er auðvitað þörf áður en of miklar ályktanir eru dregnar af þessu. En í ljósi þess að við erum að glíma við þennan mikla vanda í öllum vestrænum samfélögum og þótt víðar væri leitað, gengur okkur gengur ekki nægjanlega vel að meðhöndla þennan sjúkdóm. Þrátt fyrir að við eyðum milljörðum króna árlega í neyslu þessara lyfja lætur árangurinn á sér standa. Hagsmunir sjúklinga eru miklir, en ekki síður þeirra sem framleiða lyfin. Vandinn er raunverulegur og niðurgreiðsla úrræða annarra en lyfja er takmörkuð hérlendis, sérstaklega til sálfræðinga. Tímaskortur í heilsugæslu og mannahallæri þar, sem og hjá sérfræðingum á stofu, gerir enn erfiðara fyrir og ef rétt reynist að við séum á rangri braut í meðhöndlun þessa algenga kvilla með ofangreindum lyfjum þarf heldur betur að rétta af stefnuna.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun