Endurmenntun fyrir foreldra Álfrún Pálsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 10:30 „Mamma, hvað er eiginlega heimurinn? Hvað er uppi í himninum? Er annar heimur, alveg eins og þessi, sem við förum til þegar við deyjum? Hvers vegna er heimurinn til?“ Já, það eru ekki einfaldar spurningarnar sem dynja á manni þegar ein sex ára stjórnar heimilinu. Alveg sama hvort klukkan sé dagur eða nótt, þá þarf að vera með svör á reiðum höndum fyrir dömuna sem hefur óbilandi trú á gáfnafari foreldranna. Sú stutta tekur sem sé ekki bulli sem svari heldur krefst hún alvöru svara. Það þýðir ekkert fyrir móðurina að reyna að fabúlera eitthvað um stjörnur, tungl, aðdráttarafl, sporbaug jarðar, geiminn og guð. Hún er ekki að kaupa það og vill að farið sé út í smáatriði. Svari fylgir oftast bara önnur spurning, flóknari ef eitthvað er. Af hverju þetta og af hverju hitt. Í dag er tímamótadagur hjá stúlkunni knáu því hún er að hefja sína skólagöngu. Fyrir helgi gekk hún röskum skrefum á sinn fyrsta fund með umsjónarkennara og á eftir fylgdu örlítið tvístígandi foreldrar. Óöryggið skein líklegast í gegn því kennarinn tjáði okkur að það væru ekki síst tímamót fyrir foreldra að byrja með barn í skóla í fyrsta sinn. Meyra móðirin kinkaði kolli og áttaði sig á að nú tæki alvaran við. Það má gera ráð fyrir að spurningaflóðið muni einungis aukast með árunum og áður en við vitum af verður hún farin að troða bullsvörunum aftur ofan í okkur. Það er því ekki seinna vænna en að dusta rykið af sögubókunum (hvenær var þorskastríðið?), stærðfræðinni (hvað er aftur pí og kvaðratrót?) og ekki síst eðlisfræðinni, sem var ekki mín sterkasta hlið í skóla. Það ættu í raun að vera í boði svona endurmenntunarnámskeið fyrir foreldra skólabarna til upprifjunar, bara svo að foreldrar sitji ekki sveittir yfir heimalærdómnum með óþolinmóðum börnum sem þurfa hjálp. Ég þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af því enn þá en stutt, einföld og laggóð svör við ofangreindum spurningum óskast hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun
„Mamma, hvað er eiginlega heimurinn? Hvað er uppi í himninum? Er annar heimur, alveg eins og þessi, sem við förum til þegar við deyjum? Hvers vegna er heimurinn til?“ Já, það eru ekki einfaldar spurningarnar sem dynja á manni þegar ein sex ára stjórnar heimilinu. Alveg sama hvort klukkan sé dagur eða nótt, þá þarf að vera með svör á reiðum höndum fyrir dömuna sem hefur óbilandi trú á gáfnafari foreldranna. Sú stutta tekur sem sé ekki bulli sem svari heldur krefst hún alvöru svara. Það þýðir ekkert fyrir móðurina að reyna að fabúlera eitthvað um stjörnur, tungl, aðdráttarafl, sporbaug jarðar, geiminn og guð. Hún er ekki að kaupa það og vill að farið sé út í smáatriði. Svari fylgir oftast bara önnur spurning, flóknari ef eitthvað er. Af hverju þetta og af hverju hitt. Í dag er tímamótadagur hjá stúlkunni knáu því hún er að hefja sína skólagöngu. Fyrir helgi gekk hún röskum skrefum á sinn fyrsta fund með umsjónarkennara og á eftir fylgdu örlítið tvístígandi foreldrar. Óöryggið skein líklegast í gegn því kennarinn tjáði okkur að það væru ekki síst tímamót fyrir foreldra að byrja með barn í skóla í fyrsta sinn. Meyra móðirin kinkaði kolli og áttaði sig á að nú tæki alvaran við. Það má gera ráð fyrir að spurningaflóðið muni einungis aukast með árunum og áður en við vitum af verður hún farin að troða bullsvörunum aftur ofan í okkur. Það er því ekki seinna vænna en að dusta rykið af sögubókunum (hvenær var þorskastríðið?), stærðfræðinni (hvað er aftur pí og kvaðratrót?) og ekki síst eðlisfræðinni, sem var ekki mín sterkasta hlið í skóla. Það ættu í raun að vera í boði svona endurmenntunarnámskeið fyrir foreldra skólabarna til upprifjunar, bara svo að foreldrar sitji ekki sveittir yfir heimalærdómnum með óþolinmóðum börnum sem þurfa hjálp. Ég þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af því enn þá en stutt, einföld og laggóð svör við ofangreindum spurningum óskast hið fyrsta.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun