Ískaldur húmor í norrænni goðafræði Baldvin Þormóðsson skrifar 25. ágúst 2014 09:39 Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. „Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju. Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
„Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju.
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira