Pedersen er sannkallaður endurkomumeistari Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 22. ágúst 2014 06:00 Craig Pedersen er við það að koma Íslandi í lokakeppni Evrópumótsins í fyrstu tilraun. vísir/Vilhelm Ísland er væntanlega á leiðinni á EM í körfubolta á næsta ári og ein aðalástæðan fyrir því að liðið skipa leikmenn og þjálfarar sem gefast aldrei upp. Aðalþjálfari liðsins er líka maður sem hefur lagt það í vana sinn að stýra eftirminnilegum endurkomum á árinu 2014. Íslenska körfuboltalandsliðið vann sinn stærsta sigur í Koparkassanum í London í fyrrakvöld þegar liðið tryggði sér annað sætið í sínum riðli í undankeppni EM með því að vinna 71-69 sigur á Bretlandi. Íslenska liðið vann þarna sinn annan endurkomusigur í röð á móti Bretum en það stóð ekki öllum á sama þegar Bretarnir voru þrettán stigum yfir í upphafi seinni hálfleiksins. Breska liðið var með meðbyr allan fyrri hálfleikinn og hófu þann seinni á því að skella niður tveimur þriggja stiga körfum. Íslenska liðið átti hins vegar frábæran endasprett eins og í hinum tveimur leikjum sínum í undankeppninni. Liðið vann síðustu sextán mínúturnar á móti Bretum með 20 stigum í Laugardalshöllinni og síðustu 19 mínúturnar með 15 stigum í London í fyrrakvöld. Þá má ekki gleyma því hvernig strákarnir komu sér aftur inn í leikinn í Bosníu þótt hann hafi síðan tapast.Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarinn Arnar Guðjónsson fagna í Höllinni.vísir/vilhelmÁhrif Pedersen á íslenska liðið Craig Pedersen tók við þjálfun íslenska landsliðsins í ár og hann er væntanlega að koma liðinu inn á Evrópumótið í fyrstu tilraun. Það er þó ekkert öruggt enn þá því enn á eftir að koma í ljós hvaða sex lið komast á EM af þeim sjö sem enda í öðru sæti í sínum riðlum. „Við lentum þrettán stigum undir en héldum bara áfram að berjast, berjast og berjast. Við börðumst við þá allan tímann og efnafræði okkar liðs skipti miklu máli í kvöld,“ sagði Craig Pedersen og er þar að tala um samheldnina, fórnfýsina og bræðralagið sem einkennir íslenska körfuboltalandsliðið í dag. Þetta er ekki fyrsta liðið undir hans stjórn sem kemur til baka með eftirminnilegum hætti á þessu ári. Sú var raunin þegar hann gerði Svendborg að dönskum bikarmeisturum síðasta vetur. Svendborg var þá 23 stigum undir í hálfleik á móti sterku liði Bakken Bears en tryggði sér bikarinn með því að vinna seinni hálfleikinn með 26 stigum. Craig vill samt ekki stimpla sig sem einhvern endurkomumeistara.Hlynur Bæringsson, fyrirliði, skorar á móti Bretlandi.vísir/vilhelmReyni að hugsa ekki út í EM „Ég hef verið heppinn í öllum þessum leikjum að hafa hjá mér harðgera leikmenn sem neita að tapa. Þeir gáfu í og þá sérstaklega varnarlega og settu um leið nýjan tón í leikinn,“ sagði Craig. Það er líka ómögulegt fyrir hann að setja þennan sigur í sæti á listanum yfir flottustu sigrana á þjálfaraferlinum. „Það eru svo margir leikir sem skipta mig miklu máli. Þessi er einn af þeim sem og leikurinn á heimavelli á móti Bretlandi. Það var einnig frábær sigur því það voru ekki margir í Evrópu sem bjuggust við sigri hjá okkur í þeim leik. Það er því mikið afrek að vinna þá aftur og það á þeirra heimavelli,“ sagði Craig og bætti við: „Auðvitað skiptir þessi leikur mestu máli núna því hann er nýbúinn. Bikarsigurinn í Danmörku fyrir átta mánuðum var einnig risastór sigur,“ segir Craig og hann er strax farinn að hugsa um næsta leik. „Við viljum enda þetta sumar með sigri á Bosníu. Þetta voru frábær úrslit en við þurfum að halda haus og einbeita okkur að því að vinna næsta leik líka og halda áfram allt þangað til við vitum fyrir víst hvernig þetta endar,“ sagði Craig. Það kemur nefnilega ekki endanlega í ljós fyrr en eftir viku hvort Ísland kemst inn á EM. „Ég er að reyna að hugsa ekki of mikið um EM fyrr en að við erum öryggir inn. Það getur svo margt gerst þangað til. Við eigum að njóta þessa sigurs okkar úti í Evrópu, sem var enginn hægðarleikur. Það er erfitt að vinna á útivelli í Evrópukeppninni og þá sérstaklega ef þú ert ekki ein af stóru þjóðunum.“Endurkomur undir stjórn Craigs Pedersen:Leikur við Breta í Laugardalshöllinni Ísland 36-43 undir eftir 26 mínútur +20 - vann lokakaflann 47-27 og leikinn þar með 83-70Leikur við Bosníu út í Bosníu Ísland 33-56 undir eftir 30 mínútur +13 - vann lokaleikhlutann 29-16 og tapaði bara með 10 stigum, 62-72.Leikur við Bretland í London Ísland 31-44 undir eftir 21 mínútu +15 - vann lokakaflann 40-25 og leikinn þar með 71-69... og ein önnur sem Craig gleymir seintBikarúrslitaleikurinn í Danmörku 2014 milli Svendborg og Bakken Bears Svendborg 30-53 undir í hálfleik +26 - vann seinni hálfleikinn 57-31 og leikinn þar með 87-84 Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12 Logi: Orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða Njarðvíkingurinn vill ekki fagna of snemma þó staðan sé góð. 20. ágúst 2014 23:24 Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Gleymdi dóttur sinni í sigurvímu "Þetta var náttúrulega með ólíkindum. Ég veit ekki hvar ég var eftir þennan leik,“ segir körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson. 21. ágúst 2014 15:43 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Ísland er væntanlega á leiðinni á EM í körfubolta á næsta ári og ein aðalástæðan fyrir því að liðið skipa leikmenn og þjálfarar sem gefast aldrei upp. Aðalþjálfari liðsins er líka maður sem hefur lagt það í vana sinn að stýra eftirminnilegum endurkomum á árinu 2014. Íslenska körfuboltalandsliðið vann sinn stærsta sigur í Koparkassanum í London í fyrrakvöld þegar liðið tryggði sér annað sætið í sínum riðli í undankeppni EM með því að vinna 71-69 sigur á Bretlandi. Íslenska liðið vann þarna sinn annan endurkomusigur í röð á móti Bretum en það stóð ekki öllum á sama þegar Bretarnir voru þrettán stigum yfir í upphafi seinni hálfleiksins. Breska liðið var með meðbyr allan fyrri hálfleikinn og hófu þann seinni á því að skella niður tveimur þriggja stiga körfum. Íslenska liðið átti hins vegar frábæran endasprett eins og í hinum tveimur leikjum sínum í undankeppninni. Liðið vann síðustu sextán mínúturnar á móti Bretum með 20 stigum í Laugardalshöllinni og síðustu 19 mínúturnar með 15 stigum í London í fyrrakvöld. Þá má ekki gleyma því hvernig strákarnir komu sér aftur inn í leikinn í Bosníu þótt hann hafi síðan tapast.Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarinn Arnar Guðjónsson fagna í Höllinni.vísir/vilhelmÁhrif Pedersen á íslenska liðið Craig Pedersen tók við þjálfun íslenska landsliðsins í ár og hann er væntanlega að koma liðinu inn á Evrópumótið í fyrstu tilraun. Það er þó ekkert öruggt enn þá því enn á eftir að koma í ljós hvaða sex lið komast á EM af þeim sjö sem enda í öðru sæti í sínum riðlum. „Við lentum þrettán stigum undir en héldum bara áfram að berjast, berjast og berjast. Við börðumst við þá allan tímann og efnafræði okkar liðs skipti miklu máli í kvöld,“ sagði Craig Pedersen og er þar að tala um samheldnina, fórnfýsina og bræðralagið sem einkennir íslenska körfuboltalandsliðið í dag. Þetta er ekki fyrsta liðið undir hans stjórn sem kemur til baka með eftirminnilegum hætti á þessu ári. Sú var raunin þegar hann gerði Svendborg að dönskum bikarmeisturum síðasta vetur. Svendborg var þá 23 stigum undir í hálfleik á móti sterku liði Bakken Bears en tryggði sér bikarinn með því að vinna seinni hálfleikinn með 26 stigum. Craig vill samt ekki stimpla sig sem einhvern endurkomumeistara.Hlynur Bæringsson, fyrirliði, skorar á móti Bretlandi.vísir/vilhelmReyni að hugsa ekki út í EM „Ég hef verið heppinn í öllum þessum leikjum að hafa hjá mér harðgera leikmenn sem neita að tapa. Þeir gáfu í og þá sérstaklega varnarlega og settu um leið nýjan tón í leikinn,“ sagði Craig. Það er líka ómögulegt fyrir hann að setja þennan sigur í sæti á listanum yfir flottustu sigrana á þjálfaraferlinum. „Það eru svo margir leikir sem skipta mig miklu máli. Þessi er einn af þeim sem og leikurinn á heimavelli á móti Bretlandi. Það var einnig frábær sigur því það voru ekki margir í Evrópu sem bjuggust við sigri hjá okkur í þeim leik. Það er því mikið afrek að vinna þá aftur og það á þeirra heimavelli,“ sagði Craig og bætti við: „Auðvitað skiptir þessi leikur mestu máli núna því hann er nýbúinn. Bikarsigurinn í Danmörku fyrir átta mánuðum var einnig risastór sigur,“ segir Craig og hann er strax farinn að hugsa um næsta leik. „Við viljum enda þetta sumar með sigri á Bosníu. Þetta voru frábær úrslit en við þurfum að halda haus og einbeita okkur að því að vinna næsta leik líka og halda áfram allt þangað til við vitum fyrir víst hvernig þetta endar,“ sagði Craig. Það kemur nefnilega ekki endanlega í ljós fyrr en eftir viku hvort Ísland kemst inn á EM. „Ég er að reyna að hugsa ekki of mikið um EM fyrr en að við erum öryggir inn. Það getur svo margt gerst þangað til. Við eigum að njóta þessa sigurs okkar úti í Evrópu, sem var enginn hægðarleikur. Það er erfitt að vinna á útivelli í Evrópukeppninni og þá sérstaklega ef þú ert ekki ein af stóru þjóðunum.“Endurkomur undir stjórn Craigs Pedersen:Leikur við Breta í Laugardalshöllinni Ísland 36-43 undir eftir 26 mínútur +20 - vann lokakaflann 47-27 og leikinn þar með 83-70Leikur við Bosníu út í Bosníu Ísland 33-56 undir eftir 30 mínútur +13 - vann lokaleikhlutann 29-16 og tapaði bara með 10 stigum, 62-72.Leikur við Bretland í London Ísland 31-44 undir eftir 21 mínútu +15 - vann lokakaflann 40-25 og leikinn þar með 71-69... og ein önnur sem Craig gleymir seintBikarúrslitaleikurinn í Danmörku 2014 milli Svendborg og Bakken Bears Svendborg 30-53 undir í hálfleik +26 - vann seinni hálfleikinn 57-31 og leikinn þar með 87-84
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12 Logi: Orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða Njarðvíkingurinn vill ekki fagna of snemma þó staðan sé góð. 20. ágúst 2014 23:24 Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Gleymdi dóttur sinni í sigurvímu "Þetta var náttúrulega með ólíkindum. Ég veit ekki hvar ég var eftir þennan leik,“ segir körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson. 21. ágúst 2014 15:43 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12
Logi: Orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða Njarðvíkingurinn vill ekki fagna of snemma þó staðan sé góð. 20. ágúst 2014 23:24
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15
Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Gleymdi dóttur sinni í sigurvímu "Þetta var náttúrulega með ólíkindum. Ég veit ekki hvar ég var eftir þennan leik,“ segir körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson. 21. ágúst 2014 15:43
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04
Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56
Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08