„Þetta er grafalvarlegt mál“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 22:35 Vill skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari skýringum frá innanríkisráðherra varðandi lekamálið. „Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney. Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney.
Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39