Já, sæll.is Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. ágúst 2014 11:29 Í síðasta mánuði fjallaði Vísir um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vegum Oregon State-háskólans í Bandaríkjunum, en í þeim kom fram að prófílmyndir fólks á Facebook skipta miklu máli. Minna mark er tekið á þeim sem sýna of mikið hold á prófílmynd sinni en þeim sem nota púkalegar passamyndir. Ég held að við getum flest verið sammála um að þessar niðurstöður komi ekkert sérstaklega á óvart. En lífið er ekki bara Facebook. Það eru fleiri leiðir til þess að mynda sér skoðanir á fólki. Fyrir mér skipta til dæmis frasar sem fólk notar miklu máli. Ekki að ég dæmi endilega fólk, heldur hjálpar það manni að staðsetja þá sem maður talar við í hinu mannlega litrófi. Þegar maður horfir til baka koma margir skemmtilegir frasar upp í hugann. „Glætan“ var mjög sterkur hérna í gamla daga. Með vexti netsins fóru sífellt fleiri að skeyta .is aftan við allt. Frasinn „Já, sæll“ var auðvitað svo vinsæll að hann var prentaður á boli og húfur. Allir þessir frasar og fleiri til eiga það sameiginlegt að vera útrunnir. Því frasar eru eins og mjólkin. Þeir endast ekki lengi. Frasanotkun á Facebook er líka mikilvæg. Umræðumerkin svokölluðu eru til dæmis orðin ansi hvimleið. Enn eru sumir sem setja lokahnykkinn á hnyttnum Facebook-færslum inn í eina og langa umræðumerkingu. Að nota útrunninn frasa er ákveðin yfirlýsing. Maður þarf að vera duglegur að fylgjast með hvaða frasar eru í tísku. Frasarnir eru eins og fallegur vasaklútur á stílhreinum jakkafötum. Eins og ermahnappar á skyrtu. Að nota nýja og gilda frasa getur skipt sköpum í því að skapa sér ímynd og getur auðgað tungumálið og hjálpað til við tjáninguna. Getur skipt sköpum í því hvernig aðrir horfa á mann. Ein regla sem allir mega temja sér þegar kemur að frösum: Ef frasinn er kominn á boli, þá er hann útrunninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði fjallaði Vísir um niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vegum Oregon State-háskólans í Bandaríkjunum, en í þeim kom fram að prófílmyndir fólks á Facebook skipta miklu máli. Minna mark er tekið á þeim sem sýna of mikið hold á prófílmynd sinni en þeim sem nota púkalegar passamyndir. Ég held að við getum flest verið sammála um að þessar niðurstöður komi ekkert sérstaklega á óvart. En lífið er ekki bara Facebook. Það eru fleiri leiðir til þess að mynda sér skoðanir á fólki. Fyrir mér skipta til dæmis frasar sem fólk notar miklu máli. Ekki að ég dæmi endilega fólk, heldur hjálpar það manni að staðsetja þá sem maður talar við í hinu mannlega litrófi. Þegar maður horfir til baka koma margir skemmtilegir frasar upp í hugann. „Glætan“ var mjög sterkur hérna í gamla daga. Með vexti netsins fóru sífellt fleiri að skeyta .is aftan við allt. Frasinn „Já, sæll“ var auðvitað svo vinsæll að hann var prentaður á boli og húfur. Allir þessir frasar og fleiri til eiga það sameiginlegt að vera útrunnir. Því frasar eru eins og mjólkin. Þeir endast ekki lengi. Frasanotkun á Facebook er líka mikilvæg. Umræðumerkin svokölluðu eru til dæmis orðin ansi hvimleið. Enn eru sumir sem setja lokahnykkinn á hnyttnum Facebook-færslum inn í eina og langa umræðumerkingu. Að nota útrunninn frasa er ákveðin yfirlýsing. Maður þarf að vera duglegur að fylgjast með hvaða frasar eru í tísku. Frasarnir eru eins og fallegur vasaklútur á stílhreinum jakkafötum. Eins og ermahnappar á skyrtu. Að nota nýja og gilda frasa getur skipt sköpum í því að skapa sér ímynd og getur auðgað tungumálið og hjálpað til við tjáninguna. Getur skipt sköpum í því hvernig aðrir horfa á mann. Ein regla sem allir mega temja sér þegar kemur að frösum: Ef frasinn er kominn á boli, þá er hann útrunninn.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar